Freyja - 01.05.1898, Page 8

Freyja - 01.05.1898, Page 8
8 FREYJA. MAÍ 1898. SELKIRK. Náttúran er búin að breiða grænt klæði undir fætur vora og froskarnir og fnglarnir komnir í sinn vanalega kappsöng, sérhvað singur sín vorljóð. Fólk er óðum að flytja í bæinn bæði úr Argyle og Nýja-íslandi. Þjóðólfur hefur nýlega borist oss að heiman. Yér erum ritstjóranum þakklátar fyrir hann, og hlýleg orð í garð Freyju. Samt vildum vér gefa þá skýringu að Freyja er gefin út af konu, ekki ‘konum’ í Selkirk. Gefið gætur að auglýsingum í blaði voru það getur sparað yður nokkra dali á ári; munið eftir að nefna Freyju um leið og þér kaupið. J. A Sigurðsson prestur, var hér á ferð þann 12. þ. m. Hann talaði í Isl. kyrkjunni; var að kveðja hér áður hann fœi'i heim til Islands. Vér óskum honum góðrar ferðar og biðj- um að heilsa heim. Fjöldi af Ný-Islendingum eru hér á ferð um þessar mundir. Frá Gimli voru þeir Mr. G. Þorsteinsson, J. P. Sðlmundsson, J. Kafteinn og fleiri. Mr. E Ólafsson var hér á ferð um daginn og fór til Winnipeg aftur eftir eins dags dvöl- Takið eftir auglýsingu Ben. Sam- sonar, í blaði voru. Fiskifélögin leggja af stað um þessar mundir; í þjónustu þeirra verða margir landar eins og að undanförnu. Hlíf Guðmundsdóttir fór upp til Winnip. til þess þann 19. að sitja brúðkaup dóttur sinnar Jónínu, og Guðmundar Kristjánssonar, Freyja óskar brúðhjónunum til lukku. Til minnis, Good-Templars hafa fundi sína á föstudag; kappræðufélagið á mið- vikudag; kvennféi. Vonin á þriðju- dag; Forester stúkan á mánudag; og kyrkju kvennfél. á miðvikudag; Tombóla var haldin á Pearsons hall þann 6. þ. m. sem var fremur ílla sókt, hefur það sjálfsagt stafað af því að hún var illa augiýst; án efa hefði hún verið betur sótt hefði fólk alment vitað um hana, þar eð ágóð- inn átti að renna í sjóð bláfátækrar og munaðarlausrar konu og barna. Vér erurn Miss R. Árnason þakk- látar fyrir lista af 14 nýjum áskrift- um að Freyju. Breiti aðrar þareftir. Þann 18. maí hélt kvennfél, Vonin samkomu í Templarahúsinu nýja. Þar var leikinn Narfi af fjöri og list Program var dágott og fríar veiting- ar. Sámkoman var yfir höfuð skemti leg og myndarleg. Lady of the lake liggur ferðbúin á höfninni. Hún er nýmáluð og in tígulegasta. Mr. J. Sigurðsson hefur verið í bænum um nokkurn tíma, til að búa út sína fiskiútgjörð. Þann 5 þ, m. var hér haldinn al. mennur fundur til að rœða um Isl. dag. Fundur þessi var ílla sóktur; og það, af fólki sem kom, sýndist alveg áhugalaust, að undanteknum fáum 17. júní mönnum. Niðurstaðan varð því sú, að íslenfiingadag skyldi halda hör þann 17. júní eins og í fyrra. Séra M. J. Skaftason frá Winnipeg kom hingað niður eftir og messaði í Goodtemplara húsinu þann 22. þ. m. - um morguninn og flutti fyr- irlestur um kvöldið, hafði því nær húsfylli í hvort skifti. Fyrirlesturinn var um þjóðsagnir og var mjög merkilegur. Hlýleg orð, mannúðleg umgengni, og varúð fyrir því að meiða tilfinn- ingar annara, er ekki stór útlát; samt er það óútsegjanlega mikils virði. Að gleyma því, er óbætanlegt tjón. Óbætanlegt, þegar þú hugsar til allr- ar þeirrar saklausu gleði, sem það hefði getað aflað þér. Óbætanlegt, þegar þú skoðar alla þá blessun. sem mannkærleikurinn hefur í för með sér. Óbætanlegt, þegar þú lítur á hinn andvarpandi, líðandi, stríðandi mannheim, á hörmunganna djúp, sem þú hefðir getað hjálpað til að brúa, meðan þú svafst á koddagjá- lí fisins og löttúðarinnar. Robertson. Munið eftir auglýsingu Freyju. KVÆÐT, flutt á samkomu kyrkiukvennfél. í Selkirk, á sumardaginn fyrsta af' Gesti Jóhannssyni. Nú kveður vetur furðu vel og fljótt; í fréttum ég það einkanlega segi; hann hverfur eins og niðamyrkurs nótt sem nauðug flýr, þá ljóma slær af dcgi. I morgun fyrsti sumar-röðull rann, þá rýmdi myrkur, dags af ljóma lirakið, og þessi dagur, það er einmitt hann, sem þúsund fagnaðs raddir hefur vakið Á Fróni heyrðum fyrsta lóu kvak, svo friðar blítt á þessum sumar degi, og svo var henni létt um tungutak, að tóna slíka menn fá numið eigi. En þótt ei gætum numið lag við ijóð, er lóan söng á vorum æskudögum, þá semjum nú vorn sumar fagnaðs óð, og syngjum hann með öðrum nýrri lögum. Og blessað sumar, hlyntu að vorum hag, og liafðu á þínum börnum sterkar gætur, á hverri stund og dýrðar bjartan dag oss dreyma láttu um þínar fögru nætur. Og þá, sem lifsins þraut um vetur skjól, í þínum faðmi láttu varma kenna, og lát þú öllum sælu bjarta sól úr sálar djúpi’ á hverjum morgni renna. BARNA KRÓ. Niðurlag frá þridju hlaðsíðu. eins nátturlega eim og hún hefði verið móður þeirra. Eftir það var henni siept gjörði hún þá enga tiiraun til aðstrjúka. Ungamæður tvær reyndutil að tælafóst ur börn uglunnar, varð hún þá ákaflega reið, og réðist á þær báðar svo grimd- arlega að bóndi varð að hjálpa þeiix. Eftir það dyrfðist engina að áreita hana svo hún var einvöld yfir fjósinu og grendinni. Hún slepti þeim ekki úr um- sjón sinni fyr en þeir vorn fulivaxnir og höfðu sjáltir fjölskyldum fyrir að sjá. Finst ykkur ekki að uglan hafi borgað bónda lifgjöflna ?

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.