Freyja - 01.06.1898, Side 1

Freyja - 01.06.1898, Side 1
I. ÁR. SELKIRK, JÚNÍ, 1898. NR. 5. RAGNIIEIÐUR Á HURÐARBAKI. ----:0:---- Litast um í húsinu látprúður sveinn ljómaði af ásýnd hans von-geisli hreinn að fái hann þar séð hina fölnuðu rós, sem fyr var í æsku hans glaðast augna ljós. En Ragnheiður líkt eins og liðin og köld lcið að baki hurðar, því sæmdar var kvöld, hið göfuga hjarta var sigrað af sút sál og heilsa blœddu fallsins vegna út. Ég þori ei að líta minn lyndis hlýja vin, sem lífs-sólin prýðir með hreinleiks fagurt skin. Mín skírlífls-blóm eru bleik, ég nálgast hel, blésu á þau andviðris freistinga él. Hulin rödd að eyranu lœddist þá leynt, líf enkis manns fyrir guði er hreint, fyrir honum getur þú falið ei þig, fyrir honum tign heims er auðvirðileg. Fyrir honum mannlífsins metorða prjál; rninna er langt um en iðrandi sál, hans algjörða réttlæti miskunar mest missir hins fallvalta ávinnur bezt. Vel getur skeð eftir næst liðna nótt neyðþrengdu barni, sem nú er ei rótt, verði þá svalað með alföður ást, fyrst ásjá hins jarðneska í sektinni brást. Ó Ragnheiður dökkleitum dauða hjúp klædd dásömu auðmýktar hjarta þeli gædd; sveif þá úr fylgsninu föl eins og nár, fyltust þá augun með viðkvæmnis tár. Óvæntu ljósi á andans himin slær, að ég fæ að sjá þig minn hjartans vinur kær, auðnu-sólar myrkur er augans dagleg sýn; allra vina trygð, er mér horfln nema þín. Ó, Ragnheiður fyrrum eins fögur og rós sem fæðst hefur upp við hið blíða vorsins ijós, þú blómkróna iífsins svo björt og unaðs lirein, bölið hélt ég þyrði ekki að vinna þér mein. En nú ert þú föl eins og fanna hrein mjöll, sem felur oft í skyndi vorsins blómstur völl, ó að ég mætti kanna þitt ástar hlýja djúp, undir þessum frostlega mótlætinga hjúp. Ó, Ragnheiður eiskuleg gœti égþað gjört, að gata þíns lifs yrði rósum stráð og bjðrt; þá gleddist mitt hjarta sem grœtur vegna þín, geisli þinna augna er leiðarstjarna mín. Enginn maður orkar að bæta mitt bðl, því barn hef ég getið í sekta þungri kvðl; ónáð míns fððurs er yfirsjónar gjaíd; yflr mér brátt hefur gröf og dauði vald. Heiti þitt ég sveininum heilla ríkt gaf, huggun í neyðinni stendur mör þar af. Ó, vert þú því faðir og varna því kífs, vœnti ég þá glöð eftir enda þessa lífs. Mér blæðir frá hjartanu barnsins ættar sekt, mér blöskrar að vita það fætt í slíkri nekt. Ekkert nema vansæmd því eftir mig ég skil, aldrei minna forelda má það koma til. Ó, ég hlýt að fara um dauðans kalda dröfn, drottinn mér af náð gefur friðarlandsins höfn, en álengdar sé ég á æfl feríl þinn, auðnu blómum skrýddan, ó heiil þér vinur minn. Barnið þitt ég annast, með ást og trygðum vil, ef ég lifi, skal það ei neyðar finna til. Einnar bænær vil ég því aftur biðja þig, elskulega Ragnheiður, hlusta þú á mig. Heillarós á braut minni getur þó ein grætt, gæfu minnar sóikerfl lífgað ein og glætt. tala þú því eigi um andlát þitt við mig. ó, við göngum bæði hinn rósumpiýdda stig. Eftir kvöldsins hríðþrungin skuggalegu ský, skinið hefur dýrðlegast morgun sólin hlý; eins mun okkar bíða hin unaðs ríka tíð, eftir þessi mótviðris élja drögin stríð. Óslítandi band er á okkar beggja hag, ó við lifum bæði einn sólar ríkan dag, en gangir þú mín kæra í greipar dauðans skjótt þá græt ég mitt líf út í endalausri nótt. Elskendanna návista brast nú sundur band, bióði drifin örlögin heillum unnu grand. Byskup reið í hlaðið, og búin varsú stund, búin þar til eilífðin veitti síðsta fund. Kr. J. Joknson. )

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.