Freyja - 01.07.1898, Síða 3

Freyja - 01.07.1898, Síða 3
FREYJA, JÚLÍ 1898. 3 hinn riki piltur innst í sæti sör valla ræður vegna kæti; er réttvíslega röðin sett? Ég trúi þessu enn þá eigi ég ætla að gæta vel að því og koma sjálfur kyrkju í, en því er ver að satt ég segi; það sanna lang bezt fötin hans, að hann er eign hins auðga manns, sem gæfan leiðir lífs á vegi; sjá, danska skó og hálstau hvítt liann hefur alt svo gott og nýtt, en enga grein í kveri kann, þó klerkurinn sé að prófa hann. IX. Hver grætur, særður sorg og trega og situr fremst á bekknum þarna, og búinn fremur fátæklega í fögrum hópi droltins barna? Hann líkist dauða dœmdum manni og dirfist ekki neinn að sjá; ei veit ög hvað því valda má að huggast ei í helgum ranni. Vill fóik h inn ei í friði láta? Hvi fór hann hingað til að gráta? Hví kom hann til að kveljast hét i kyrkjuni, hver vill segja mér? Er þetta dóms-hús, drottinn minn, hvar dæmist til glötunar syndarinn? í þessu h úsi er þjáning skoðuð; í þessu húsi er náðin boðuð. En fríði sveinninn sviftur vonum, sem gáfna Ijót sér geimir í og gæti mikill orðið því, en kvíði býr í brjósti honum, því vel hann veit, við sult og sveit, hann lifa má um aldurs ár og oftar en núna fella tár. X. Spyr klerkur drenginn einu að, en ekki fær liann svar um það, því grátur heftir mál í munni, því fátæklingsins blaut er brá, nú barn hann reynizt verra en sá, sem ekkert fagurt kann né kunni G■ J. Guttormsson. F E l í ÐASA G A UNGFRÚ J. A. TIL ÍSLANDS. (Framliald frá síðasta númeri.) Frá því semma á öldum hefur ríki og kyrkja verið þar sameinað, 926 var fyrst komið á sameinaðri innbyrðis stjórn, og 929 voru lög samþykt á Þingvelli; og lögsögumað ur kosinn er kunna skyldi lög öll og iesa upp í lögréttu í áhevrn fólksins. Alþ. átti bæði að semja lög og dæma m«l manna. Um nokkur ár voru svo allar deilur jafnaðar þar, alt þang- að til að rýgur kom í höfðingja, skiftist þá landið í héruð, og skyldi þá hver héraðshöfðingi dæma mál í sínu héraði á héraðs þingum. Varð þá a Iþing meira löggjafar þing en dómþing, A 12. öld höfðu lands- menn lög sín fyrst skrifuð, I deilum (sem þá voru svo tfðar rneðal höfð- ingja landsins) leitaði einn á náðir Noregs konungs; þótti kon.vel að ná áliriíum á íslandi, og var það upp- tök hinnar löngu kúgunar lands- manna sem byrjaði með Noregi, og barst þaðan í hendur Dana. A U.öldinni sameinaðist Noregur með öllu tilheyrandi Danaveldi. Var þá alþing Isl. af tekið með öllu, en landsyfirrétti koinið á ístað inn. A rið 1843 var alþing aftur stofn sett og tveim árum seinna flutt til Reykjav., sem er höfuðstaður lands- ins. Árið 1674 á þúsund ára þjóðhá- tíð þeirra gaf konungur þeim stjórn- arbót, sem hann afhenti þeim sjálfur á hinni fornu þingstöð þjóðarinnar: Þingvelli. Stjórnarbót þessi gjörði þá að sjá.lfstjórnandi þjóð. Alþing sam- anstendur af efri og neðri málsofu, og 36 þingmönnum. I efri málstof- unni eru 6 konung kjörnir menn, og 6 kosnir af þingmönnum neðri má]- stofunnar; eru því 12 í efri, og 24 í neðri niálstofunni. Yfir hvora þeirra er forseti kcsinn af þingmönnum sjálfum. Alþing kemur saman annað hvort ar. Þingmenn eru kosnir af kjörgengum karlmönnum yfir 20ára sem gjalda til ríkis og kyrkju. Stúd- entar hafa kosninga rétt sökum kunnáttu þeirra. Konur eruhvorki ,fólk‘ né ,einstak lingar', cg hafa því ekki kosninga rétt; en þeirra tími kemur. Við vorum svo heppnar að vera staddar í Revkjavík urn þingtímann. Ungfrú Olafrasýndi okkur forngripa safnið; mátti þar sji marga liluti merkilega. Eftir það fórum við inn á áhorfandapallinn í þingsalnum, og okkur til stórrar undrunar hitt- um þar stóran hóp af konum. Úr beztu sætunum sást vel yfir allan salinn- Landshöfðinginn þekktist glögt á einkennisbúningi sjnum. Mest a '.iygli dró þó ræðumaðurinn að sér hann hafði þá verið forseti í 6 ár Hann hafði sett annann rnann í sæti sitt, og hélt svo þrumandi ræðu um heima stjórn íslands. Maður þessi var Benidikt Sveinsson, ræðuskör- ungur mikill, og föðurlands vinur. Öll herbergi tilheyrandi.þingsalnum eru snoturlega búin; í einu þeirra er standmynd af Jóni Sigurðssyni, manni þeim sem ísland á mest að þakka af öllum seinni tíðar mönnum sínum. Ólíkt flestum öðrum endur- bótamönnum, auðnaðist honum að sjá fylling vona sinna, og áyöxt erf- iðis síns áður enn hann dó. I höfuðstaðnum eru tveir háskólar Lat'nuskólinn og prestaskólinn. Af þeim fyrri fara stúdentar á Khafnar- háskólann; af þeim síðari vígjast þeir til stöðu sinnar. I sveitum eru engir alþýðuakólar sökum vegalengdar milli býlanna; í þess stað eru umferðar kennarar, sem færa sig stað úr stað; fá börnin þannig undirstöðu í flestu sem kent er á alþýðuskólum Nú réðum við af að ferðast austur um land og fengurn með okkur Indriða Einarsson, hann var vegum kunnur vel. Ilópurinn samanstóð af okkur sjálfum, meðreiðar manni og þeim beztu hestum sem til voru í höf- uðstaðnum. Eftir nokkurra mílna ferð áleiðis til Eyrarbakka, komum við í liraun umgirt háum fjöllum eða hæðum með allskonar lagi og litum; hér hefur n íttúran með sinu vilta breytilega eðli tekið mannlegu hyggjuviti langt fram er hún myndaði þessar eldf jalla bungur, sem með hörku sir.ni hæða hin ytriöfl, og standa eins oglifandi undur óbreyttanleg öld eftir öld. Nú vorum við að kynnast erfiðleik- unum, sem fylgja íslensku ferða lagi, umkringd eins og við vorum af hrauni sem var margar m'lur alt um hverfis okkur, Af 18 hraunflóðum, sem sögur fara af hefur ekkert verið eins mikil fenglegt, og haft eins eyðileggjandi áhrif og það er leið okkar lá í gegn- um. Sé hraun það afleiðing af gosi, hlýtur það að hafa verið einhvern- tíma snemma á öldum, i ómunatíð, þvf í 1000 ára sögu þjóðarinnar er þess hvergi getið. Framh. næst.

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.