Freyja - 01.07.1898, Blaðsíða 4

Freyja - 01.07.1898, Blaðsíða 4
-1 FliEYJA, JÚLÍ 1898. FUliYJ.V íslenzkt kvennblað, geflð út af Mrs. M. J. Benedictsson, Selkirk, Man. Kemur út einusinni í mánuði og kostar: um árið.........................$ 1,00, um G mánuði.....................$ 0,50, um 3 mánuði.....................$ 0,25. Borgist fyrirfram. Auglýsinga verð: þumlungur í ein- földum dálki 25 c., á stærri auglýs- ingum afsláttur eftir stærð og tíma. lengd. Hvenær, sem kaupandi skiftir um bústað er hann beðinn að láta oss vita það. Allar peninga-sendingar eða ann- að, sem ekki snertir ritstjórn aðeins, sendist til Freyju. Utanáskrift til blaðsins er: Freyja Selkirk P. 0. Man. Canada. Ritstjóri (Editor). jrrs. 31. J. Benedictsson. SORGLi'.GT ÁSTAND. ,,Ég hef engan tíma til að lesa“ er vanalega svarið þegar spurt er eftir hvort einn hafl lesið þetta eða hitt. Þó lesa menn almennt nokkuð mikið af einliverju. En það er sorg- lega almennt að hafa ekki lesið þá um eitthvað nytsamt er að ræða. jTíminn er svo stuttur, (þó mörgum flnnist hann almennt langur) eða þá svo upptekinn af öðrum önnnm.‘ Og það er oft, satt, — of oft. Vér Vestur-íslendingar söknum hinna löngu, rólegu vetrar kvölda, þegar vinnumaðurinn eða bóndinn las sameiginlega fyrir alla, eitthvað skemtilegt, annaðhvort frá liðna tímanum, eða þá úr blöðunum. Vér eigum að vísu kvöklin líka, ekki einungis hin köldu, myrku vetrar- kvöld, heldur einnig hin hressandi, svalandi, löngu, sumar kvöld, sem í bæjunum eru sjaldan háð föstum eða ■óumílýjanlegum störfum; að minsta kosti elcki á hverju kvöldi. Konur í bæjunum eru fæstar svo önnum kafnar að þær geti eltki lesið alimik- ið, ef þær vilja. En lestrar fýsnin sýnist vera í rénun hjá allmiklum fjölda fólks. Konurnar þurfa út á daginn til að flnna grannkonurnar, stúlkurnar og piltarnir á kvöldin til að hressa sig eftir erflði dagsins. Hvorttveggja þetta er nauðsynlegt, en skeð getur að minna af því dygði og meira af lestri yrði til að svkra og salta þessar útiferðir fyrir livor- tveggju, og gjöra samræðurnar, sem œflnlega eiga sér stað, þar sem tveir eða fleiri eru samankomnir sér til skemtunar, rneira hressandi og fræð- andi en oft á sér stað. Það er satt- undantekningar lítið, að búanda konan útá landi, hefur lítinn tíma til að lesa. En því er ekki þannig varið með allann fjölda af fólki í bæjunum. Það sýnist vera orðin hefð fyrir unga fólkinu að láta lestur sitja á hakanum'(ait ann- að sitja í fyrir rúmi) þessvegna er það, að fólk sem kallað er vel að sér sem hefur gengið nœgilega lengi á skóla til að vera það, er oft barna- legt og fáfrótt um það, sem framfer í kringuinþað, eða öllu heldur, fáfrótt um málefni þau, sem standa á dag- skrá virkileikans. Það er enganveginn nægilegt að vita livar þetta eða hitt stríðið hafi háð verið fyrir tugum ára síðan, til þess að skilja hin alvarlegu spurs- mál sem hinir ýmsu flokkar eru nú að berjast um; eða til að komast að virkilegri, sjálfstæðri og farsællegri niðurstöðu um hvað rétt sé eða rangt af öllu því saurblandna hrasli, sem borið er á borð fyrir almenning í hinum ýmsu flokksblöðum. Til að komast í rötta afstöðu við hvert málefni sem varðar heill almennings kostar sjálfsafneitun og vandlega, samvizkusamlega rannsókn, ef menn eiga ekki í blindni að hlaupa eftir nöfnum manna sem fyrir flokk- um þeim standa. Það kostar sam- vizkusamlega rannsókn og óbilandi kjark, sannleiksást og skarpskygni, að geta séð og viðurkent hvar einn flokkur heldur fram réttu máli hör, og röngu þar. En ef til væri nóg at' vakandi knýjandi sannleiksást hjá íólki, þá er enginn efl á því að til þess er tími, ef tíminn er réttilega notaður, því einhversstaðar stendur skrifað að tími sé til alls. Hefurðu aldrei lesari góður heyrt talað um ,slúður sögur?1 Hefur þér aldrei koniið til hugar að til þess þyrfti tíma að smíða þær þessar sög- ur, og bera þær út um byggðir og bæi. Hefurðu aldrei orðið var við ,mannlastarann‘ sem gengur hús úr húsi til að rógbera náungann? Hef- urðu aldrei viljandi eða óviljandi léð mannlastinu eyra, eða hjálpað þvíáfram á þeim tíma, sem mátt hefði verja annaðhvort til að kynna þér sannleika þess sem þú þannig heyrðir, eða þá einhversþess sem stjórnendur heimsins eru að berjast fyrir annaðhvort til heilla eða óheilla fyrir þig og afkomendur þína. Og enda þótt 'þú aldrei haflr léð þvf tíma eður eyru, muntu samt ekki hafa komist hjá því að vita um það þör til skapraunar. ,Tíminn er of stuttur1 segja margir. En í sannleika er hann annaðhvort of langur eða fólkið hefur of lítið að gjöra. Ef menn og konur hvíldu sig frá hinu líkamlega erfiði, með iiress- andi, fræðandi og betrandi lestri, þá er enginn efl á því, að minna sæ- ist af reykjandi siæpingum, sem flykkjast kringum búðardyr og standa drukknir á götum og gatna- mótum í hrókaræðum um það er sið - uðu fólki hyllir við; og minna af mannlasts og slúðursögum sem eiga of offc rót sína aðrekjatil þeirra, sem eltki hafa tíma tilaðlesa en æflnlega hafa tíma til að ausa óhróðri og sleggjudómum yflr þá, sem hvorki hafa tíma eða lítilmensku til að elt- ast við slíkt. Það vrði minna af sí - hræddri,lævísri grunsemi,sém einsog glepsandi hundar vakta hvert tæki- færi til að bíta í hæla siðmenningar- innar, sem þeir sjálflr hvorki sjá eða skilja, af því þeir nota tímann til alls annars en að nota sér rannsóknir og rit þeirra sem varið hafa og verja kröftum sínum til aðlosa mannkyn- ið úr fjöfcrum heimskuunar og van- ans, og leytast við að benda þeim fram á leið, að mannkœrleikans og siðmenningarinnar göfuga tak- nmrki. KONUli 00 BTPÍÐ Hvervetna eru hópar af ungum mönnum sem harma sviknar vonir —vonir um að fá að berja á Spán- verjanum, Engum kemur til hugar að svifta þetta sjálfboða lið þegnrétti sökum þess að þeir hafa verið fundn- ir óhæflr til hernaðar. 0g þó lirópa nú hverjir í kapp við aðra, að kon- i

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.