Freyja - 01.07.1898, Qupperneq 6

Freyja - 01.07.1898, Qupperneq 6
6 FREYJA, JÚLÍ 1898. ]X Kap. Konald Earlesectist að meðhinni ungu konu sinni á bökkum Arno árinnar. Eins og bann gat t'l, lagði Dora hendur um háls honuui og grét yflr rauna sögu hans, Og sagðist skyldi elska hann svo heitt, að ást hennar bætti honum allan missirinn. Þó undarlegt sé, mintist Rona)d ekkert á Valentine þegar }>ann sagði Doru sögu sína. Konald setidi eftir þeim Thorns hjón- nm og sagði hvernig þá var komið . Þaðer slæmt, þér hefði verið betra að giftast eins og ég vildi barnið mitt, milli ykkar er of mikið djúp. og ekki nndrar mig það, þótt big yðri þess bráðlega mr Earle;1 sagði karl. Ronald brosti, hversn lítið vissi ei þetta fólk um almætti ástarinnar Gömlu hjónin fóru heim eftir að hafa kyst dóttur sína, og árnað þeim góðs. Einhver hulin hætta hvíldi yfir þeím öllum. H' \fyrstu tíðindi sem þeim barst að heiman, var það aðThorns hjónin hefðu fiutt largt í burt út á tand að ráði ladý Earle. Lávarðurinn vissi ekki livað af þeim varð, og spnði eftir þeim. Þrátt fyrir sorg og söknuð var Ronald ánægður med hinni ungu konu sinni, það var yrdisle.t að hlusta á henDar frumlegu skoðanir sem engin mannleg vizka hafði enn bundið við klafa ein- strengingslegs vísinda mælikvarða. Um fram alt annað var ánægjulegt að vera elskaður eins og hann var. Svo fór hann að kenna henni söng og ýmislegt annað, og þegar námið gekk illa, barmaði hún sér víir klaufaskap sínum,og kjökrandi spáði því að hann mundi þreytast, og yðra þess að hafa tekið bana að sér; Ronaldsór sig og sírt við lagði að hann aldrei skyldi þrevtast, endaði sú tilraun vanalega i endurnýjuðum ástar eiðum, en litlu námi. Dora hugsaði lítið um söng og bækur; en hún var inntekin af nátiúrufegurðinni. Hún talaði um blóm in, skýin, raddir vindanna og lit og hljóm bárunnar; altslíkt hafði fyrir hana sérstaka þýðingu. Ronald fann brátt að hún gat ekki 5ært mikið aðeinsnokkur smákvæði, en ald- rei mundi hún eftir hvern þau voru, Stundum reyndi hann að kenna henni á kvöldin, því þá glapti náttúrufegurð- in hana ekki, en einnig það varð árang- urs lítið. Þannig liðu tvö hamingjusöm ár. Dora hélt áfram að vera undarlegt sambland af fáfi æði og sjálfstæðri nátt- úru greind. Ronald haiði auðvitað ekkert út á hana að setja þegar þau voru tvö saman; en oft óskaði hann að hún hætti að roðua á mannamótum, og að hún tæki þátt í samræðum fólks í samkvæmislífinu, og að hann gæti verið óhultur fvrir axarsköptum hennar á mannamótum. Þriðja ár;ð byrjaði, Dora var nú tvítug, en Ronald 23ja ára Engi-1 gleði hátíð var haldin þegar hann náði lögaldri. Dora fékk oft bréf frá for- eldrum sínum, og hann frá móður sinr.i þau voru ástúðleg og góð, en enga von gáfu þau um fyiirgefningu föður hans, en ávalt mundi hún eftir Doru og bað að heilsa henni. Nú fór Ronald að finna til fátæktar, peningar þeir sem Dora skoðaði óþrjót- andi auðlegð, entust ekki vel; þó kvart- aði hann aldrei, né leitaði styrks að heiman né annarstaðar að. Hann vissi vel að móðir sín mundi selja alt gull- stáz sitt til að hjálpa sér ef hún vissi að hann þyrfti hjálpar með. ,Því tekurðu ekki lán hjá einhverjum ríkum gyðinu1 spurði ungur aðalsmaður hann; ,því.þegar þú tekur við föður- leyfð þinni, sem verður fyr e>i síðar; getur þúborgað. Það vildi Ron.ei hevra. Ha nn fullkomnaði sig í málara íþrótt sinni. Það var ekki líklegt að hann yrði neinn fyrirtaks málari; en með þoiin- mæði ogóþreytandi ástundun gæti hann oiðiðsamyizkusamur starfsmaður í vín- garði þessarar heimsfrægu listar. Sum- ir kunningjar hans hlógu að honurn, en aðrir hvöttu hann áfram, Sem málari gekk Ronald undir nafn- inu Thorne. Hann vildi ekki sáurga nafn Earls ættarinnar sem starfsmaður, enda þó hann legði fyrir sig eina feg- urstu list heimsins. Brúðum kyntust þau fólkiafhinum beztn og göfgust ættum í Florence. Fólk vildif jarnan kynnast hinum unga málara og hinni fögru konu hans. Ron- aid var orðinn þrevttur af einverunni og tók fegin8am)ega beimboðum þeim sem nú streymdu að honum. Doru var lítið um þessi skifti, hún var svo ,ein‘ 5 hóp hins tiginborna fólks Meðal þeirra sem mest sóttu eftir þeim hjónum var hin fagra greifa frú Rosali; maður hennar var ítalskur að ætt. Greifafr. Rosali var drottning samkvæm- is lífsins i Florence. Allir dáðust að fegurð hennar og sóttust eftir að dansa við hana. Hún var eins og sóiargeislinn síglöð og vinaleg við alla. Greifi Rosali gat vel séð aðra flykkj- ast kringum konu sína, liann vissi að henni þótti vænt um hól, að hnn fékk það í ríkulegum mælir, að hún átti það skylið. og að við það var ekkert sak- næmt. Hún var lik sígiöðu barni sem ptokkar blóm hvar sem er og enginn amast við. Þessi mikla fagra kona vildi sjá málarann Tborne; hún hafði séð málverk eftir hann og var svo hrifin af þeim, það voru þó aðeins Ensk villi- blóm, en svo vel gjörð að manni fanst dörgin titra á hverjum ko]li þeirra. ,8á sem hefur málað þetta þekkir ensk blóm og elskar þau‘: sagði hún; svo tók hún fyrsta tækifæri til að kynnast málaran- um Thorne og konu hans. Greifinn brosti er hann sá hve hún var hrifin af hinum unga málara. ,Hvernig stend- ur á því að mrs Thorne hagar sér ekki ávalt einsog eðalborinni lionu sæmir?1 spurði hún Ronald einhverju sinni er þau voru tvö saman. Nú liðu svo fáir dagar að Ronald og Dora eyddu ekki nokkrum parti dags- ins hjá greifafrúnni; betra hefði Ronald verið að koma þangað aldrei, en það vissi hann ekki þá. X Kap. Þau Thorne hjónin urðu þess brátt vísari að samkvæmis lífið létti ekki á útgjöldum þeirra, enda var það oft aö þeim veitti ervitt að láta útgjöld og inn tektir mætast. Greifafrú Rosali safnaði að sér aðals- fólkinu í Florence eða úrvali þess; og þó hinar eldri frúr kinkuðu kolli er um hana var talað, var það þó fyrsta spor- ið að ná vináttu hennar til að komast inn í samkvæmis líf aðals fólksins, en til að ná og halda vináttu hennar urðu menu að vera gæddir hinu sama glaða skaplyndi og hún var sjúlf. ,Bráðum er von á ungri, afbragðs fall- egri flugiíkri aðalborinni stúlku heim- an af Englandi, ég þarf að taka svo á móti heuni aðí Florence haö slíkt ekki sézt, hvernig á ég að fara að því?‘ spurð> greifafrúin þau Ronald og Doru einn dag, jfinnið nú uppá einhverju nýju.‘ Allar gleði uppspretttr eru þegar tæmdar’svo til að finna eitthvað nýtt, þarf nýan umhugsuuar tíma,‘ sagði Ron. ,Listamanninn skortir aldri eitt- hvaðnýtt. Þú hefur víst séð marga leiki mrs Thorne,- sagði frúin. Dora roðnaði, henni flaug skógklefinn í hug, og til að leyna gremjusinni svar- aði hún næstum þóttalega, ,nei. Frúin Þit upp hálf hissa. ,Konan mín er ung og hefur ekki séð mikið af heiminum,, svaraði Ronald. í hjarta sínu óskaði hann að Dora gæti innibyrgt tárin sem nú bólaði á í bláu auguuum hennar. ,Þá höfum við ekki gagn af henni. Við skulum koina út; undir hinum ít- alska himni er gnógt af sögurikum hug myndum,’ sagði frúin. Svo fylgdi hún þeiin út og sagði frá fyrirætlun sinni. Gleifafrúin var ekki neitt sérlega gáf- uð, ea aðdáanlega vel upp alin og þegar Ronald bar Doru saman við þetta verallarinuar barn lá honum við að fyrirverða sig heunar vegna, ,Ég skal sýna ykkur uppdrátt af þess- um búningi, ef þið viljið afsaka mig meðan ég sæki hann,’ sagði frúin um leið og hún fór. Dora var ein eftir hjá manni sínum. ,í hamingju bænum bertu þig upp Dora, hvað heldurð aðfrúin hugsi okk- ur ef hún sér þig skælandi eins og krakka,‘ sagði Ronald. Dora grét uppúr, hún yar að velta því fyrir sér hvort hann mundi ekki bráðum þreytast á hjónabandinu, og þessar fyrstu átölur fundust henni ó- bærilegar.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.