Freyja - 01.07.1898, Blaðsíða 8

Freyja - 01.07.1898, Blaðsíða 8
8 FREYJA, JÚLÍ 1898. SELKIRK. Mrs. E. Ólson frá IFinnipeg heim sókti oss, og flutti þá sorgarfregn að látinn væri tengdabróðir hennar Jó- hann Gottfred Jónasson í Melita nýl. maður SigurborgarPálsdóttir systur hennar, frá konu og 6 börnum. Jóh. sál. var drengur góður, og ástríkur eiginmaður og umhyggjusamur fað- ir. Vér samhryggjumst innilega ekk- junni og öðrum ástvinum vors látna vinar, IJans verður án efa síðar bet- ur getið. Leiðrétting. Á 3. bls. miðdálki 27. 1. að ofan stendur l(i74 lesist 1874. Vér viljum minna lesendur vora á hin óviðjafnanlegu kosta boð hjá The Great-West Life Assurance Co. Sjá augl. á öðrum stað í blaðinu. Sjáið auglýsingu Dagg & Co. Ymisle^t. Vér höfum ekki einasta ábyrgð á því sem vér gjörum, heldur einnig á því sem vér látum ógjört af því sem oss ber að gjöra. Kappkosta þú að láta stjórnast af skvnsemiþinnijþviað skynsemin er vorir einu yfirburðir yfir dýrin. Backel. Tilreitt Almonds er betri heila- fæða en flest annað, og innibindur í sér fíngert og hentugt næringarefni tyrir lieilann og taugakerfi hans. Vökvaríkir ávextir innibinda allir meira eða minna af hollu og hress- andi fæðu efni fyrir heilann og heila taugarnar.. Þeim, sem er ant um að hafa heila sinn í góðu standi, ættu að gjöra sér far um að lifa sem mest á jurtaríkinu. í epplum er mikið af Phosphorus, neyzla þeirra örfar og skerpir hugs- angáfuna. Þýzkir efnafræðingar seg- ja að í epplum sé meira af phosphor en nokkrum öðrum ávöxtum; að þau séu óbrygðult styrktarmeðal heilans og mænunnar. Þau losa líkamann við ýms skemd efni sem hafa deyf- andi áhrif á heilann og hugsanaflið ef þau eru kyr. Fullþroskuð hrá eppli er mjög auðvelt að melta fyrir alla, er hafa meltingarfæri sín í góðu lagi Sveskjur eru einnig hentugar til heilafæðu. Sýndu mér vínsvelginn; og ég skal sýna þér kjöthákinn. Sýndu mér bjórsvelginn; og ég skal sýna þér kjöthákinn. Sýndu mér mathákinn; og ög skal sýna þér kjöthákinn. Sýndu mér þann sem elskar nautn tóbaks, opíum og morphine; og ög skal sýna þör kjöthákinn. Sýndu mér þann sem liflr á jurta ríkinu; og þá skal ég sýna þér mann sem ríkari er af þolinmæði, mannást og meðlíðun með náungananum en vanalega á sér stað. Ef þú vilt hafa góða heilsu, þá sparaðu ekki að opna húsið þitt svo hið hreina og holla vor Ioft, reki vetrar saggann burt. Vont gluggagler orsakar mör gum augnveiki. Japanítar eru 45,000,000 að tölu á svœði sem nemur þrefaldri stærð Pa. Sópurinn þinn endist þrefalt bet- nr ef þú dýflr honum ofan í sápu vatn að minsta kosti einu sinni í viku. Sumra vinátta er eins og heil- brygðin; góð, meðan hún kostar ekkert. Kurteisi er blóm lífsins, en maður lifir ekki lengi á tómum blómum. Svart silki hreinsast og fær sinn upprunalega lit og gljáa ef það er þvegið upp úr saltvatni. Snúðuþörætíð undan byrtunnier þú les. Það er sannað að hættulaust sé að lesa útaf liggjandi, sé byrtan hentug og augun í góðu ástandi. Það styrkir veikluð augu að baða þau kvöld og morgna úr vel heitu vatni. Þaðþarf sterka sjón til að lesa þegar líkaminn er þreyttur eða á einhvern hátt veiklaður; og ætti fólk að forðast að gjöra mikiðaf því. Þreitanhefuráhrif á allt taugakerfið en sörstaklega á sjóntaugarnar sem eru fínni og viðkvæmari en allar aðr- ar taugar líkamans. Fóllc ætti því alvarlega að forðast að misbjóða þessum þörfu, en viðkvæmu þjónum. TIL MŒÐRANNA. Allar mæður vilja að börnum sín- um líði vel og klæða þau eins vel og kostur er á; og eitt er það sem eng- in móðir gleymir; það er að hafa ungbarnakjólanatíu sinnum lengri en þarf. Þeim hættir við að gleyma því, að einmitt það sem er svo fallegt fyrir augað, er börnunum sjálfum ó- umræðileg byrði. Doctor P. H. Skefldu ekki barn þitt með heirusk ulegum hótunum. Það er synd og skömm að nota við þau nokkrar grýlur sannar eða ósanna. Margur maður og kona sem hafa lifað og dá- ið annara byrði, skulda það spgum, er ónýttu taugakerfi þeirra löngu áð - ur en þau höfðu náð fullum þroskat Helmingurinn af brjálsemi fólks eru afleiðingar af því. Mikið af svikum, hræsni og lýgi sem heimurinn er fullur af, á þángað rót sína að rekja, Kendu börnum þínum að hafa svo sterkan viðbjóð á hinu illa, að þau geti aldrei hlegið að því hversu hlægilega það kemur fyrir. Kendfi þeim einnig að draga gl ögga línu milli hins illa, og persónunnar sem fremur hið illa; svo þau fyrirlíti hið fyrra, en vorkenni því síðara. SKRÝTLUR. Piparsveins huglciðingar:— Guð ræður en mennirnir álykta. Konan vill gjöra hvorttveggja. Ef kjaftshögg fylgdi kossi hvérjum þá tséki karlmaðurinn höggið fyrst en kossinn á eftír. Konan tæki koss-, inn fýrst til að vera viss um að tapa honum ekki. Piparsvéinninn hefur eina, gild- andi ástæðu fvrir því að vera pipar- sveinn. Ástæðan er náttúrlega sú að • að h'ann fær enga konu. St'. Foix:-hiðnafri kunnaFranska skáld, sat einu sinnihálf rakaður inni , á skeggraltara stofu, þegar einn af lánardrottnum hans kom þangað inn og mcð frekju mikilli heimtaði af honum skuld sína. St. Foix, sem aldrei átti neitt nema skuldir, bað hann að hafa þolinmæði og umlíða sig þangað til rakarinn liefði lokið við að raka sig. Ilinum þótti vœnt um peninga vonina og lofaði því strax. St, Foix tók rakarann til vitn- is um það, stóð upp hálf rakaður og var þannig til æflloka. Hendu eftir Freyju

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.