Freyja - 01.08.1898, Blaðsíða 1

Freyja - 01.08.1898, Blaðsíða 1
I. ÁR. SELKIRK, ÁGÚST 1898. NR. 7. BARNIÐ A LEIÐI MÓÐUR SINNAR. Þú liggur barn, á leiði móður þiuiiar í léttum blund; og lengur ekki minníst mæðu þinnar um morgun stund. Og tára döggin titrar skær á hvarmi. f trega móð slær hjartað særða hratt í ung- um barmi sín hryggðar-ljóð. Allt eins og blóm þig sveigir sorgin stranga s er syrtir að. Ó, hver mun meyju móðurlausri ganga í móður stað? J&. hvílík sorg, æ kom liér garp- ur gildur, með grátna brá. Ó, vertu heimur mannúðlegur mildur við meyju sniá. Já, hvílík sorg, æ kom þú hjarta hreina með hrygga brá. og reyndu að gleðja móðurlausa meyna og myskun tjá. Já, hvílík sorg, ög kem og krýp hér niður, æ, kom til mín. Því móður þinnar moldir sver ég viður að minnast þín. Já, hvílík sorg, ég lýt á leiðið niður; æ, líttu á mig. Því almættið og eilífð sver ég viður, að annast þig. Myrrah. ÚR HÁVAMÁLUM. II Ef viltu kaupa vinskap manns, vertu spar á fénu þá. Þú munt með kðku hálfri, hans og hðllu staupi, vinskap ná. III Vits er þðrf þeims vfða fer; verður flón úr heimalning og að háði hafður er, hann ef sækir spakra þing. Freyr. SÓLSETUR. Ó, mér leiðist það líf, sem að lifa ég hlýt, svona litlaust, og hvað öðru líkt. Ó, hve alt er nú ljótt, sem að fyrr- um mér fannst vera. fagurt og unaðar ríkt. Sú in háreista höll, sem að hafði ég bvggt fyr af vonanna æsku-lífs auð; er nú hrunin í rúst, og það skínandi skraut sem að skreytti’ hana, lífs reynslan hrauð. Ó, sú æskunnar sól, sem að endur var björt hefnr Úlfurinn ferlega gleypt. Núer rðkkur í sál, og því ríki sem stóð hefur reynzlan í Hvergemli steypt. Burt með vonanna glit, þessa lýgi vors lífs, sem oss leiðir í tælandi draum. Burt með elskunnar rós, og þann sælilnnar söng, er oss svæfir við tðfrandi glaum. Kom þú sannleikans dís, legðu sverð- ið þitt hvasst mér að síðu, í hjarta míns stað. Heldur hnýga ég kýs upp að hjart. anu’ á þér, en að ljúga, þó elckert væri’ að. Freyr. Barnakro. Bðrnin mín góð:—Sagan sem ég setla nú að segja, er ettir Prófessor Angell og er um svolítinn apakött, sagan er svona. I Dusseldurf á Þýzkalandi var málari einn, sem átti svolítinn apa- kött sem honum þótti ógn vænt um. Apanum var lofað að hlaupa úr einu herbergi í annað, og búa sig í alla þá skrípabúninga sem fyndnihans gat upp hugsað. tiann var síhlægj- andi og dansandi, buldrandi sitt ó- skiljanlega tungumál, líkari glað- Eramhald á 5. blaðsíðu.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.