Freyja - 01.08.1898, Blaðsíða 4

Freyja - 01.08.1898, Blaðsíða 4
4 ■---------------1------------- PEÍI'YJ# ■ Islenzkt kvennblað, geflð út af Mrs. M. J. Benedictsson, Selkirk, Man. Kemur út einusinni í mánuði og kostar: um árið...................$ 1,00, um 6 mánuði...............$ 0,50, um 3 mánuði...............$0,25. Borgist fyrirfram. Auglýsinga verð: þumlungur í ein- földum dálki 25 c., á stærri auglýs- ingum afsláttur eftir stærð og tíma. lengd. Hvenær, sem kaupandi skiftir um hústað er hann beðinn að láta oss vita það. Allar peninga-sendingar eða ann- að, sem ekki snertir ritstjórn aðeins, sendist til Freyju. Utanáskrift til blaðsins er: Freyja Selkirk P. O. Man. Canada. Bitstjóri (Editor). Mrs. M. J. Benedictsson. Aðvera eða AÐ SÝNAST. Hversu oft lítum vér ekki döpr- um augum á hina sorglegu hlið mannlífsins, sem stafar af ýmsum ó- viðráðanlegum atvikum,svo sem ást- vinamissi, heilsuleysi, atvinnuskorti og fátækt, og þá hlið höfum vér jafnan fyrir augunum. Eu af hverju stafar þá þessi hræðilega fátækt, sem allur meiri hluti mannkynsins stynur undir? Það yrði svo langt mál að svara því, og svo flókið, að það er ekki á hvers manns færi. En vér viljum athuga nokkur dæmi er sýna að jafnvel þar sem almenn fá- tækter, þróast einnig blóm mann- kærleikans, þó þeirra sé alldrei get- ið. Yér heyrum oft og lesum f stór- blöðum heimsins um stórkostlega glæpi, og enn aftur um stórkostlegt "veglyndi einstöku auðmanna, sem gefa svo og svo stórar upphæðir til ýmsra stofnana svo sem skóla, spít- ala eða kyrkna. Veglyndi þessara manna er endur-hrópað frá blaði til blaðs heimsendanna á millum, og að verðugu, en oft liggur þó egin- girnin til grundvallar að meiru eða FREYJA, ÁGÚST 1898. minna leyti fyrir flestum slíkum góðverkuin. Á líkan hátt eru glæp- irnir básúnaðir heimsendanna á millum og málaðir með svo svörtum litum að manni liggur við að ör- vænta. Sambland af óumræðilegri sorg, hatri og meðaumkun grípur tilfinningar hvefs óspilts manns, og löngun til að hegna hinum' seka en hjálpa hinum undirokaða. Og þessar gagnstæðu tilfinningar svífa meðoss frá einu heimskauti til annars með þeim geysihraða að vér gleymum eða getum ekki séð það sem næst oss stendur. I blöðunum lesum vér þakkar- ávarp frá einhverri munaðarlausri ekkju til þeirra sem hafa reynzt henni vel við fráfall mannsins hennar og ef til vill tekið eitthvert föðurlausa aumingja barnið hennar að sér. Já; það er fallega gjört segj- um vér, en svo gleymum vér þessu tilfelli algjörlega. Af liendingu ber- umst vér í hús þessarar ekkju árum seinna t og minnumst á þetta atvik með hlýjum hug til velgjörðamanns hennar, ,og vitum þá ef til vill í fyrsta sinni að velgjörningurinn stóð ekki lengur en rétt þangað til að búið var að viðurkenna hann í blöðunum. Barnið var sent heim aftur og síðan hefur ekkjan barist ein, hjálparlaust af hálfu þessara viðurkenndu mannvina, fyrir mörg- um börnum, öllum í ómegð. Já, þú segir nú að þetta sé hin svarta lilið mannlífsins og inn- anum sé mannúð og kærleiki sem aldrei sé viðurkendur. Það er líka einmitt svo. Vér höfum séð aðra hlið andstæða þeirri sem lýst hefur verið hér að, framan. Vér höfum séð ungar stúikur af- neita öllum skemtunum, öllu glingri sem æskunni er svo kær, standandi auglitis ’til auglitis við alvöru lífs- ins, við banasæng deyjandi vina og ættingja, strengja þess heit f hjarta sínu að helga Iífsstarf sitt munaðar- leysingjunum sem þeir láta eftir sig. Þessar stúlkur hafa staðið við heit sfn án þess að fá nokkra viðurkenn- ingu hjá heiminum, eða þakkar á- varp gegr.um blöðin. Vér höfum einnig séð nokkra unga menn gjöra hið sama f fleiri til- fell'im en einu. Ennfremur þekkjum vér hjón sem í lfku tilfelli og því fyrsta sem lýst hefur verið f grein þessari létu sér ekki nægja að aðstoða ekkjuna meðan á útför mannsins hennar stóð; heldur tóku tvö börnin og fluttu heim með sér og gangu þeim síðan í for- eldra stað, eins og þau hafa áður gjört mörgum öðrum börnum. Ef þú, lesari góður veizt af slík- um dæmum í nágrenni þínu, þá léttu byrðinni sem þessir mannvinir hafa sjálfviljugir lagt sér á herðar án þess að hafa nokkra von um endur- gjald. Á meðan vér höfum slík dæmi fyrir augum, er þess góð von að kærleikurinn þróist ogeflistmeð- al mannanna barna heiminum til blessunar. Eitt hið bezta meðal til að ræktakærleikann er að minnast hans með tilhlíðilegri viðurkenningu til upphvatningar og eftir-breytni fyrir hina uppvaxandi kynslóð. Samanburður á sannri manriást og upp gerð og liræsni er mjög nauð- synlegur. Þú, sem ant hinu sanna og góða, líttu í kring um þig, og þú munt flnna ótal, tækifæri til að hjálpa heiminum í því að eyða yfirskininu og opinbera hræsnsina sem smjaðrar fyrir almennings á lit- inu með því að sýn a st. En kenna honum að viðurkenna, elskaogsækj- ast eftir því sanna og góða. Sækjast eftir því að v e r a, ekki að s ýn a s t. Að vera sannarlega góð ur í anda og sannleika. TVÖ VESTUR-ÍSLENZK SÖNGLÖG eftir Gunnstein Eyjólfsson. Skáldskapurinn er lyst.Ljóðin eru raddir hjartans, sem tala til hjart- ans. Tónarnir eru lfka raddir innan að, og sem einnig tala til hjartans, sem hafa sín sterku áhrif á hinar mannlegu tilflnningar. í skáldlist- inni finnur hið þreytta hjarta stund- um fró. Ástar þráin finnur þar svöl- un, einstaklingurinn getur á þann hátt talað af sfnum innstu tilfinning- um um sitt hið allra helgasta mál- efni, við skáldið. Sá er mest skáld, sem bezt skilur mannlegar tilflnn- ingar.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.