Freyja - 01.08.1898, Blaðsíða 5

Freyja - 01.08.1898, Blaðsíða 5
FREYJA, ÁGIJST 1838. 5 Sá er ekki ætíð bezt skáld. sem rnest kveður, eða sem yrkir lengstar drápur, eða sem viðhefur stærst orð, eða sem getur sett saman mest af dularfullum hugmynda rembingi. Ekki heldur er sá mest tónaskáld, sem getur farið yfir stærzt svæði á nótnastrengnum, eða látið gjalla hæst, eða trallað mest eða haft mest af cromatískum merkjum, eða flest- ar þagnir, eða gleiðust tónbil. Sá er bezt tónskáld, sem kemst innst inn í sálu áheyrandans; sem bezt vekur upp unað æskunnar, og aðrar endurminningar hvort heldur sorgar eða gleði, sem lætur við kvæmnis tárin hnýga fram undan þreyttri brá. Sem kennir manni að elska alt gott og fagurt, og lætur mann gieyma viðbjóð og hatri tii þeirra sem hafa gjört manni á móti. Hr. Gunnst. Eyjólf sscn hefr sent oss „TvöVestur íslenzk sönglög“ eftir sjálfan sig prentuð í Kaupmh. þessi lög höfum vör aðeins heyrt spiluð án raddanna, en höfum ekki liaft færi á að heyra þau á harmoní- um. Css finnast lögin þægileg, lát- laus og blíð. Annað er í ,,moll“ það finnst oss eiga miður við texta þann sem því er valinn. Út úr því kvæði skín þunglyndi og sorg; það virðist oss að vera hreimur hins syrgjandi vonlausa lífsleiða manns, „pessimist- ans“. Hitt lagið er aðdáanlegt berg- mál textans „Asta, hér er yndislegt að sveima“, það er þessi dreymandi himinsæla ást, þar sem elskandinn nýtur sælunnar eftir langt mótlæti; þá verða tónarnir mýkri og galsa minni, fullir af aðdáun, dýrkun og nautn til samans. Það lag er í „dúr“ en engu að síður mjúkt og blítt. Um hið ytra gildi þeirra getumvör ekki sagt að sinni, hvað það sam- rómar vel; né heldur gizkað á hvern- ig öðrum muni líka þau; en hitt er trúa vor, að sérhverri óspiltri fegurðar tilfinning muni geðjast að þeim.Vör erumhöf. þakklátar fyrir þau, og vonum eftir meiru síðar, því vér teljum sönglistina eina fegurstu list undir sólunni. Treystu engu að óreyndu. Hafnaðu engum fróðleik, af þeirri á- stæðu að hann kunni að skaða þig, því ávalt er betra að vita rétt en liyggja rangt. Backel Barnakro. (Framhald frá 1. biaðsíðu.) lyndu mállausu barni, en skynlausri skepnu. Einusinni þegar húsbóndi hans kom heim úr ferðalagi sínu, hélt hann apanum veislu með sykur gjöfum sem þegar urðu liljóðliær tíðindi. Apanum var gefinn svolítill ferkantaður stokkur, í hverjum hann æfinlega fann—þegar hann var svo heppinn að geta opnað hann—marga Ijómandi sykur mola, Hannvissilíka vel hvenær sykur- molanna var von; og þá kom hann hoppan di og hlægjandi svo undur vonarlegur. Gretti sig og lét öllum lát um oggleði hans varð fullkomin þegar hann hafði fullanngúlinn af molum, sinn í hvorri litlu loðnu hönd inni, og nokkra fyrir framan sig. Einu sinni kom þangað ungur málari með stokk á stærð við stokk apans. Þennann stokk lét hann á gólfið fyrir framan sakleysingjann með vonaraugun, og sagði til fölaga sinna, að nú skyldu þeir hafa fáséða skemtun. Littla skepnan stritaði áhyggju- lega við lokið sem kom af með nokk- uð meiri erviðismunum en vanalega lítandi upp öðruhvoru að meistara sinum með kátlegu gleðibrosi. Alt í einu hrökk lokið af, og hræðilega. ljótt kvikindi flaug upp og framan í litla óviðbúna loðna andlitið sem grúfði sig yfir stokkinn. Vesalings apinn rak upp óttalegt angistar vein, hljóp út í horn og hnypraði sig saman í fellingum gluggatjaldanna og faldi sig þar. Þarna sat hann tímunum saman, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að fá hann út, þangað til leyndardóms stokkurinn vondi var tekin burt. Dagin eftir flúði vesalings litla dýr- ið þegar honum var fenginn stokk- urinn, og þorði ekki að snerta hann hvernig sem reynt var að fá hann til þess. Engu að síður hafði endurminn- ing hræðslunnar svo rénað á þrem dögum að hann með einstakri var- kárni læddist að stokknum, opnaði hann aðeins, kreisti aftur augun og stökk út í horn. Þegar loksins hann - dyrfðist að opna augun.sá hann bless að sykrið á gólfinu framundan sér, og gleði hans og raunaléttir var næst- um grátlegt að sjá. En málurunum þótti svo gaman að sjá aumingja apann undiráhrifum óttans að þeir endurtóku oft þenna grimnia leik, ætíð|meðsömu áhrifum svo ómálginn litli horaðist niður, Kæti hans tók enda. Fyndnin hvart smátt og smátt unz hann varð að eins skugga. mynd af hinu fyrra eðl. is glaðlyndi sínu. Löngunin í sykrið dró hann aftar og aftur, ýmist til gleði eða hörmunga eftir því sem kvölurum hans þóknaðist. Hörmungar hans,þegar kvikindið kom úr stokknum, og gleðin þegar hann fann sína sætu dýrgripi, var á" líka hlægilegt fyrir hina hugsunar- lausu kvalara hans. Loksins kom meistarinn sínu litla uppáhaldi til hjálpar og bannaði framhald þessa grimma leiks. Enn þá einusinni kom sykrið á hverjum degi. Apinn fann aftur glað- lyndi sitt, og endurtók hina saklausu skrípaleiki sína. Og aftur varð lffíð þess vert að lifa það fyrir þessa ímynd mannlegrar náttúru. Nokkrum tíma seinna, þegar hin óútsegjanlega hræðsla apans var ekki orðin annað en hlægileg endur minningar saga til að skemta gestum með, að meistara hans og vini datt í hug að reyna það einusinni enn, rétt að gamni sínu og sjá hvort það hefði sömu áhrif. Ilann kallaði því á vesalinginn sem treysti honum svo vel, og rétti honum stokki nn sem hann tók við með sínuiri vanalegu gleði og skrípa látum. Lokið hrökk upp, þar kom hálf brostið hljóð, og stokkurinn féll á gólfið úr brúnu höndunum litlu, og aumingja ap- inn hneig í hnypru við fætur meist- ara síns og herra. Kvalirnar höfðu verið endurteknar einusinni of oft. Litla, saklausa , fórnar dýrið var dáið -fórnað á altari mannlegrar girndar og grimmdar. Ef einhver vill sannfæra þig um að einhver sérstakur fróðleikur sé þér skaðlegur eða hættulegur; þá er hérumbil æfinlega sjálfsagt að það er hann en ekki þú sem ert í hættunni ef honum mistekst að sannfæra þig. Baclcel.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.