Freyja - 01.09.1898, Blaðsíða 5

Freyja - 01.09.1898, Blaðsíða 5
FREYJA, SEPTEMBER 1898. arlausa stríð vort hefur staðið yflr hljótum vör að víkka sjóndeildar- hring vorn; og athuga nákvæmlega hið næsta spor sem stíga skuli í fram- fara áttina til hvers að tákn tímanna svo glögglega benda; og þetta spor <;r samfó'Æ-sameining kraftanna, sem <;r ný hlið á verklegri hagfræði. Yér sjáum að jafnvel jafnrétti kvenna gagnar ekki fjöldanum í samkeppn- inni við auðvaldið, Það er og ekki einhlýtt fyrir konurnar sjálfar. Hvervetna vinna konur í smá deildum að ýmsum endurbótum svo sem jafnrétti, siðfágun, bindindi og ströngum sunnudags lögum með fl. •og öll halda þessi fölög að nái þau takmarkinu muni þegar roða fyrir nýrri öld friðar og farsældar; en alt þettað hvað út af fyrir sig, eru smá- munir einir, og mundu enga veru- lega breytingu hafa á hag almenn- ings. Alís þurfum vér þó með, ef til- veran ætti að verða f jöldanum nokk- urs virði. Hvers virði er líf band- ingjans í hinum þrönga myrka vonleysis klefa, líf hins undirokaða, ofþjakaða erflðis manns,sem skyldan og þörfin knýja áfram til eins afláts- lausrar og vægðarlausrar þrælkun- ar eins og hinar dauðu tilflnningar- lausu vinnuvélar; og líf þeirra sem hvergi hafa liæli scm þeir geti kall- að sitt; ekki tilkall til nokkurs bletts af hinni fögru, víðáttu iniklu frjóvu jörð, sem állir eru eða ættu að vera jafnt til bornir. Þetta eru ávextir samkeppninnar. Hinar næstu endur bóta tilraunir vorar.verða að grund- vallast á sameiningu kraftanna, sam vinnu og samtökum. Látum oss þá á þessu 50 ára afmæli starfsemi vorrar athuga hvaða ný máttartré vér eigum að leggja í stefnuskrá vora, og hvernig þau eigi að leggjast. Samvinnu hugmyndin hlýtur að endurbæta hugsunarháttinn, form trúarbragðanna, og kreddur þær er venjan er búin að helga á skólunum og í hversdagslífinu. Hún hlýtur að mynda sannari réttlætis tilflnningu og jafnrétti í öllum stéttum mann- lífsins. Allir þeir sem ekki eru blindir hljóta að sjá og viðurkenna að tímar hinna smáu sundurliðuðu endurbóta eru undir lok liðnir. Nýj- ar og stórkostlegri hreyflngar eru vaknaðar, spursmál heimsspeki- legrar féíagsfræði liggja nú fyrir heiminum til ráðningar. Þessu fram- fara og menningar spori hefur fyrir löngu spáð verið af spekingum hinna liðnu tíma, svo sem Fourier, 'i'hom Paine, Henry Georgeog Mazzini; og er það þegar í hreyftngu sett af beztu ritsnillingum og hugsanfræð- ingum hins menntaða heims. ,Þeir fáu hafa engan rétt til sæl-lífis og munaðar meðan þí mörgu, skortir bráðastu n mðsynjar lífsins.1 Þessi enkunnarorð .jafnrétú fyrir alla‘, eru eðlilegir ávextir af hinni alkunnu stefnuskrá vorri. En ,jafnrétti fyrir alla' er ömögulegt undir yfirstandandi samkeppnis fyr- irkomulagi. Allir eru frjálsir fæddir og hafa jafnan rétt til frelsis og far- sældar. Skoðun þessi er og eðlilcgur ávöxtur og aðalkjarni hinnar viður kendu kristnu siðfræði sem innifalin er í þessari gullfögru setningu, ,elsk- aðu náunganneins og sj ilfan þig.‘ Jafnréttisfölaglð æiti að ganga á undan öðrum konuni og kvennfél. í frjálslegum rannsóknum; en ekki þrengja sjóndeildarhring sinn ár eft ir ár, og ei útiloka allar aðrar hug- myndir, eða líta alt annað rýma fyrir þessari einu stefnu, þessu eina áformi. Framfarirnar eru sigur hinna nýrri hugsana yfir hinum gömlu kreddum vanans og villunnar.11 Kjötnautn. Það eru óneitanlega mörg mál, er hinn mentaði heimur er að fjalla um, en sem vér Islendingar vitum lítið um, sérstaklega þeir af þjóð vorri er verða að leyta upplýsingar sinnar eingöngu á móðurmáli sínu, því eins og allir vita eigum vér eng- in tímarit er nokkuð kveður að; en nýmæli þau er tiiheyra heilbrigðis- fræði og líf-fræði verða lítið eða ekki rædd í blöðum þeim er að mestu, eða öllu leyti gefa sig við pólitískum hringlanda. Eg hefl þegar orðið þess var að Freyja lætur sér annt urn að flytja lesöndum sínum bendingar um þau atriði er lúta að heilbrygði og vel-líðan manns líkamans, og er það vel gjört og ætti að fá fylgi og með- mæli allra þeira er unna veilíðun ogheilbrygði þjóðflokks vors. Það hefur umlangan timaverið rætt um það á norður og vestur löndum heimsins hvort kjöt mundi vera eðlileg fæða til manneldis; hvort náttúran muni hafa ætlast til þess að vér legðum oss hold dýra til munns eða ekki. Þessari spurning hefur enn ekki verið svarað svo að hinn mentaði heimur sé ánægður með úrskurðinn og verður að lík- 5 indum ekki um mörg komandi ár. Því er haldið fram af mörgum, að ef vér hættum að neyta kjöts mundum vör verða kveifaralegir og úthaldslausir yið þunga vinnu; grein sú er hör fylgir á eftir virðist sanna liið gagnstæða. Hr. Karl Mann sem vann 70 m. kappgönguna 26 júní s. 1 sjá (,Good Healht') er 25 ára gamall, og hefur ekki borðað kjöt af nokkuri tegund síðast liðin 5 ár. Atvinna hans er bréfaskriftir, og vinnur hann við það 9 klt. á dag. Ilann segir sjálfur svo frá. ,Eg hafði ekki minstu hugmynd um að vinna gönguna, tðk því engar æfingar, en lifði mínu einfalda lífi, og át eingöngu ávexti og lítið eitt af mjólk. Kappgangan fór fram skamt frá Berlin undir umsjón Berlinar hjól- reiðar fölagsins, og var vöktuð af mörgum heldri mönnum frá hernað- arskólanum; í göugunni tóku þ.itt 25 menn; þar af voru 17 kjötneyt- endur og 8 er lifað hafa á jurtarík- inu. Allir fóru þeir auðvitað jafnt af stað klukkan 4 og 13 m. árdegis. Úr- slitín urðu þau að hr. Karl Mani gekk vegalengdina 70 m. á 14 klt. og 11 mínútum. Hinir 7 ávaxta neytendur komust alla leið, aðeins einn uppgafst á leiðinni; sá sem leng-st var á leiðinni gekk vegalengdina á 17 klt. og 7 mín. Hinn fyrsti af 17 kjötneytendum fór þessa sömu vegalengd á 17 klt. og 32 mín. sá eini sem komst alla leið, hinir upp- gáfust; 11 komust aðeins 38 mílur.‘ Þettað atriði virðist benda til þess að trú sii, að kjöt gefi oss þrek og þol, sé bvgð á ímyndun en ekki reynzlunnar sannindum. Eittervíst og það er, að menn ættu að vera mjög vara samir að borða ekki kjöt nema af heilbrvgðum skepnum, og kaupa það aðeins af vönduðum og heiðarlegum mönnum, og sjóða það vel. Eg hef séð 4 merin á bezta aldri leggjast í gröf sína eftir óútmálan- legar kvalir sem beina orsök þcss að þeir átu fáa munnbita hver af hráu reyktu svíns læri. Það geta ekki verið deildar meiningar um það, að það sö helg skylda vor að gæfaallra heilbrygðis reglá, í það minnsta þeirra, er lítið cða ckkert lcosta. G. A. Dalmann.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.