Freyja - 01.11.1898, Blaðsíða 2

Freyja - 01.11.1898, Blaðsíða 2
FREYJA, NÓVEMBER 1898. FEllÐASAGA TJNGFRÚ J.A. TIL ÍSLANDS. (Framhald frá síðasta númeri.) Daginn sem við lögðum upp í síðustu langferðina norður um land var veður þungbúið mjög. '1 íu hest- ar voru söðlaðir._ og farangurinn pakkaður niður. Á íslandi er það siður að fylgja gestum úr garði; Við vorum því 25 saman sem riðum gegnum höfuðstaðinn. Margt andlit sást á gæjum í gluggum cg dyrum til að grenzlast eftir hvað um væri að vera, því slikt er sjaldséð í hin- um kyrláta Beykjavíkur hæ. Mosfeil heitir bóndabær 15 mílur frá höfuð- staðnum; þaráðum vér-hestum vor- um því þar skyldu vegir vorir skilja. Keykvíkingar höfðu ekki eftir skilið gestrisnina heima, því þarna úti til- reiddu þeir okkur hinasíðustu rnál- tíð, og þar dvöldum við í fu'ila 2 klt. í góðum fagnaði. Að endingu hróp- uðu þeir þrefalt húrra fvrir hinum ameríkönsku gesturn sínum; luð sama gjörðum við fyrir okkar Isl. vinum, við þetta skildum við viðþá. Þegar við komum upp á fjallsbrún- ina, litum við aftur og veifuðum vas- aklútunum okkar, en fjallið berg málaði svar þeirra að neðan, og svo bar vegalengdina og fjallið á milli. Nú lá leið okkar yflr langann fjallveg. Dtsýnið var hér eins og annarstaðar —hið fegursta, skugg- arnir fóru í feluleik, og hæðirnar eins og fæddust hver af annari. All- ir hinir margbreyttu litarhættir sem náttúran framleiðir eingöngu á hin- um norðlægu breiddarstignm, dansa þarna fyrir auga ferðamannsins og fylla hann undrun og aðdáun. Is- land á svo tignarlegt útsýni, að hver sá málari mundi öðlast ódauðlegt nafn er kynni eftir að mála, og þó hefur það engann ágætann málara alið. í heila viku héldum við áfram hver dagurinn var öðrum líkur; við settumst að seint á kvöldin, og lögðum upp snemma á morgnana. Loks bar okkur að á þeirri sem mest er á norðurlandi; hún heitir Blanda; breidd hennar er frá \—1 mílu á sumum tímum árs. Á vorin er hún oft ófær með öllu. Þegarvið komum að ánni, lagði á móti okkur nístiiigs kaldur þeyr frá norðurheimskautinu. Fjöllin skautuðu gráhvítri kulda- þoku að ofan; en kvöldroðinn sveip- aði hlíðarnar að neðan gullnum feldi og hýrleitum bjarma sló yflr byggð- ina. Við riðum yflr hvísl af ánni þangað sem ferjan var—gamalt leka hrip. Þarna var ei nema um tvennt að gjöra, ríða ánaeðafara á ferjunni og var hvorugt gott. Fylgdarmað- urinn teymdi lestina á undan; hest- arnir voru knýttir hver aftan í ann- ann á þann hátt að beislistaumnum á hvorum hesti var knýtt í taglið á þeini hesti er næstur fór á undan. Þegar við sáuin hestana grípa sund- tökin varokkur nóg boðið, og réðum af að fara á ferjunni þótt hún léleg væri; eftir nokkra stund og mikla erflðleika lentuin við á bakkanum hinummegin. Skammt frá ánni var kyrkjan og prestsetrið,þar bjuggumst við að hafa næturstað. Sólin ijómaði svo dýrðlega á kyrkjugluggana, og ein- hver friðarbiíða hvíldi yfir hinum forna bænastað. Smalarnir ráku féð heim, og gripirnir voru hýstir; vinn- ufólkið studdist letilega fram á am- boðin og skrafaði hljóðlega er við riðum í hlaðið; máske hefurþað ver ið að furða sig yíir hverjir gestirnir gætu verið. Vegurinn lá gegnum gamlan kyrkjugarð. Prestur stóð úti og bauð okkur velkomin og fylgdi okkur til stofu; öðrumegin í henni var lokrekkja,og opið á henni svo lítið að þeir er þar skyldu sofa máttu auðsjáanlega skríða inn á fjór- um fótum. Rúmið var langt of stutt fyrir mig, og var mér því vísað til hvílu fram í skálalofti; þar tókst mér að sofna þó rúrnið væri fuliu feti of stutt. I dögun var mér fært kaffið í rúmið; það er landssiður að drekka kaffið í rúminu á morgnana á ísl. Daginn eftir styttum við okkur stundir með því að skoða gömlu kyrkjuna. Stafnar hennar voru úr timbri, og hafa að líkindum verið byggðir snemma á þessari öld; vegg- irnirvoru úr torfi og 15 fet á hæð, þakið var úr sama efni og alþakið villiblóinum. Að innan hafði hún staðist tím- ans tönn furðu vel; skilrúmið milli karla og kvenna stóð enn þá óhagg- að. Yflr altarinu hékk mynd af kvöldmáltíðar sakramentinu; yflr sætunum hékk einnig stórt borð,' og var krossinn málaður öðrumeginn, en Móses með hjörð sína hinumegin. I altarinu var sálmabók með svo göir lu letri að slíkt hefur ei not- að verið í síðastliðin hundrað ár;þar var og katólsk biblía prentuð 1576 á Latínu og í selskinnsbandi. Mér þó'tu bækurnar merkilegar fyrir elli sakir og falaði þær til kaups, en prestur vildi ekki fyrir taka, og bað mig þiggja þær að gjöf. eðan ég sat þarna inni og at- hugaði kristindómssögu þessarar þjóðar, tók ég eftir því að mjólkur- bakkar margir stóðu í röð í sætun- um, og rendi kona sú, er búverkum gengdi, mjólkinni. Þetta gamla guðs musteri var orðið að mjólkurhúsi. Hver skyldu verða þess síðustu ör- lög? Fyrir miðjum kyrkjudyrum var fjalarstáfur hér um bil eitt fet að þvermáli sem minnti á legstað ein hvers löngu gengins. Ártalið 1712 var úr járni; f jölin hallaðist mjög, og hafði auðsjáanlega verið notuð fyr- ir hestastein. Legsteinarnir voru svo gamlir og slitnir að rúnir þeirra var ómög- ulegt að ráða. Nýi grafreiturinn var girtur inn ineð 4 feta háum torf- vegg. Málaðar trjágirðingar aðskiidu leiðin og á þær hafði þvottalín fjöl- skyldunnar verið hengt til þerris. Skammt þaðan var nýja kyrkjan, hún er einkennilegt sambland af fornu og nýju, Á altarisklæðinu stóð 1714 í gullnu letri,og prestskrúðinn sem var úr dýrmætu kiæði, hafði þénað i 3 mannsaldra. Á veggjun- uni héngu rammar með silfurskjöld- um sem teknir hafa verið af iíkkist- um þeirra er þar hafa verið jarðaðir. Prédikunarstóllinn var úr gömlu kvrkjunni, og hundrað ára gamail. Kristalis ljósahjálinurinn sem var gjöf tii kyrkjunnar frá Danmörk, og vandaður mjög, átti naumast heima innanum hina gömlu fárán- legu muni og hinn grófa frágang á öllu. Síðla dags héldum við ferðinni áfram, og gistum á næsta preslssetri; þar héldum við kyrru fyrir yfir sunnudaginn. Við sendum meiripartinn af farangri okkar með gufuskipi frá Reykjavík, án þess að vara okkur á því það sem gjörir ferðalagið á ísl. þolanlegt n.l.söðulsveifln,mundi eyði leggja fötin okkar, en svo fór það þó. Þegar við komum á prestsetrið tók- um við eftir þvf að kjóitreyjurnar okkar voru komnar ísundur á bak- inu, og það ekki svo lítið, Skórnir okkar voru evðilagðir af göngulagi upp og ofan brattar hlíðar, þegar við af samvizkusemi við vesalings hestttna gengum tímunum saman. Já,pilsin okkar sögðu sömu raunasög una, og hattarnir okkar voru aliir úr lagi gengnir, útflattir af rigning- um og skorpnir af þurkinum, ogvið sjálfar búnar að skifta okkar upp— runalega hörundslit fyrir annann mórauðann af sífeldum útiverum. en þrátt fyrir allan förukonusvipinn sem á okkur var tók prestur okkur vel. Sunnudagurinn varð okkur gleði og hvíldardagur; við höfðum enn ekki séð bændafólkið í sveitunum koma saman; nú var tækifærið, svo við settumst út undir vegg og sáum það drífa að úr öllum áttum. Sunnudagurinn er engu síður samkomu en guðsþjónustudagur. Allur fjöldinn af þessu fólki sést aldrei milli messudaga, og ef til vill sér engann utan heimilisinsalla vik- una, það er því lítil furða þó þettað fólk komi saman fullum tveim stund- um fyrir messu. Éinkennilegt þótti okkur að sjá karlmenn faðmast ogkvssaster þeir

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.