Freyja - 01.12.1898, Blaðsíða 8

Freyja - 01.12.1898, Blaðsíða 8
8 FilEYJA, DECEMBEK 1898. SELKIRK. Gleðilegt Nyar! Já, vér óskum yður öllum gleði- legs nýjárs, um mörg komandi ár. Megi þetta ár flytja björg og blessun, huggun og hamingju í skauti sínu tiiallra. Megi það fullnægja sér- hverri göfugri von, þerra sérhvert sorgartár, tengja fastara vináttu og tryggðaböndin, sætta óvinina, auka kærleikann, og semja frið á jörðunni. Megi hið sanna <>g góða sigra. GLEÐILEGT NÝÁR. Mrs. M. J. Benedietsson brá sér niður að Gimli 20 þ.m. samkvæmt ósk kvennfélagsins ,Tilraun‘ til þess að vera á samkomu sem það hélt það sama kvöld í nýju samkomuhési sem það hefur reisa látið. Hús- ið er eigi allstórt en snoturt, og lík- legt að það dugi Gimlibúum um nokkur komandi ár. Með því að byggja þetta hús, hefur félagið bætt úr mjög tilfinnanlegri þörf,því að áð- ur var ekkert hús þar til fyrir al. mennar skemmtisamkomtír. Félagið er aðeins 9 mánaða gamalt. Það er merkilegt að fö'.ag svo ungt, og vit- anlega fátækt, skyldi þoraað byrja á jafn stóru fyrirtæki; það lítur svo út sem vakað hafi fyrir því gamla máltækið ,hálft er verk þá hafið er,‘ og einnig hitt, að ,samtökin eru sigra.ndi afl. ‘ Samkoman sem haldin var til arðs fyrir þetta nýja hús, var vel sótt, enda var hún góð. Prógram fjörugt og margbreytt. Svo sem tom- bóla, söngur, ræður og kappræður. Kvennfélagið hélt Mrs M. J. Bene- dicsson höfðinglega veizlu kvöldið áður en hón fór. Þar var um 70 manns samankomið. Freyja óskar félaginu ,THraun‘ til lukku, og vonar að starf þess í komandi tíð verði eins myndarlegt og það hefur hingað t.il verið; og að þyí auðnist að starfa í innbyrðis ein- ingu eins og hingað til hefur átt sér stað. Kvennféiagið ,Vonin‘ lét leika ,Skuggasvein‘ þrisvar sinnum. Þótti leiköndunum öllum takast vel, sér- staklega Ástu. Þóttust innlendir menn varia hafa séð samskonar stykki betur leikin á vanalegum ieikhúsum. Lútherska safn. kv.fél. lét leika ,Esmeralda.‘ Leikrit það er snoturt eins og mörgum er kunnugt, og ,tím- ans rit.‘ Það var laglega leikið, og vel sótt. ÞJÓFNAÐARSAGA. P. Burell 16—17 ára gamali, fór sem borðmaður til ekkjunnar Guð- bjargar Goodman í Selkirk.Eftir fáa daga gengu þeir í félag til að selja hvítfisk, piltur þessi, og yngsti son- ur ekkjunnar, Sigurb. Freeman. Fiskinn keyptu þeir af Cold Siorage Co.Eítir 2. daga samvinnu slitu þeir félagið, af því að P. B. eyddi sjálfur peningunum og vildi engin skifti á þeim hafa. Vildu þá bræður að strák- ur færi, en móðir þeirra miskunaði sig yfir hann, og lét hann vera, af því að hún vissi að hann var félaus og átti engann samastað vísann * bænum, 19 þ.m. tók R. Gardener stjórnar pólití hann og setti inn,kærðann fyr- ir að hafastolið styrjukassa. Strákur meðgekk; hann hafði stolið kassan- um 15. þ.m. og seldi fiskinnl6.ogl7. s.m.kvað hann sonu ekkjunnar hafa verið í vitorði með sér, ogað Freein. hefði sagt sér að stela. Samkvæmt þessum framburði stráks voru þeir bræður allir settir inu hinn 20. þ.m. Sama dag fóru bæjarkosningar fram í Selkirk. innan firra mínútna voru þeir bræður allir leystir út á ábvrgð. Ábyrgðarmenn þeirra voru þeir herrar B. Byron, Ó. Nordal og H. Anderson. Þeim bræðrum var birt stefnan þann 21. og málið kom fyr- ir rétt 22. s.m. kom það þá upp, að pólitíið tók þá bræður heimildarlaust, svo fullur að hann ætlaði að stjaka þeim inn um lokaðar dyr fangahúss- ins. Engin kæra var til á móti þeim. Enginn minnsti grunur eða mögu- leiki til að þeir væru meðsekir; þeir voru því fríkendir í einu hljóði. Kvöldið sem strákur stal kassanum- var leikritið ,Esmeralda‘ leikið í Gotídtemplarahúsinu og voru þeir bræður þar allir. Líklegt þykir að R. Gardener verði vikið úr embætti fyrir vikið. Þetta er í fám orðum sagan, og sendum vér hana í blöðin til þess að fyrirbyggja misskilning og slaður. C-UÐ.róx In’gimundarson. Jólatréssamkoma var haldin í fsl. lúth.kyrkjunniá jólanóttina. Kyrkj- an var mjög snoturlega skreytt. Á jólanóttina dó í húsi Mr. og Mrs Andersons Guðrún Aradóttir, kona Sólm. Símonarsonar á Gimli. Banamein hennar er sagt að hafi verið krabbamein. Líkið var flutt norður að Gimli. I bréfi norðan frá ísl.fljóti berst sú fregn að látinn sé Oddur Eiríksson frá Vogi. Hans verður nánar getið í næsta blaði. Ymislegt. Fáir myndu trúa því að óhrein diskarija gæti af sér taugaveiki, og væri þaunig oft orsök í Iangvinnum sjúkdómum sem eigi allsjaldan enda í gröfinni. Þó er þetta satt—sorglega satt. Það er ekki oft sem læknar láta sig skifta hvernig húsverk eru af hendi leyst; það kemur helzt fyrir söu þeir í heilbrygðisnefndum, eða einstöku sjálfbyrgingar sem ekki eru ósköp viðkvæmir fvrir tilfinningum náungans; og guð hjálpi þeim sem þeir finnna skitnar diskaríjur hjá.En til að koma í veg fyrir hinar skað- legu atieiðingar slíkra óhreininda, þá láttu m >la af þvottasoda í vatn, og sjóddu þvottaríjuna þína í þessu vatni skarplega nokkrar mínútur, bréiddu hanasvo til þeriis, þar sem hún þornar áður en þú n >tar hana næst. Allir vilja hafa hreinan og falleg- an andlitsfarfa; margir kostatilþess ærnu fé, sem ekki vita að þeir geta sjálfir búið til þettameð.d fyrirhafn- arlítið og kostnaðarlaust. Taktu 1 skeið af nýmjólk og aðra af salti, hrærðu vel saman, og berðu svo á andlit þitt á kvöldin eftir að hafa þvegið þér. Enskar konur hafa jafri- an mjög hreinan andlitsfarfa, sem kemur til af því að þær kunna áð hagnýta þetta einfalda meðal. Hr. J. Gíslason ferbráðlega niður til Nýja—Islands með sinn fræga Gramophone. Takið Jóni vel, því liann getur látið vður gráta af hlátri, og klökkna af tilfinningu. Húrra fyrir Jóni! Gæíið að auglýsingu SELKIRK PORTR CO’s í blaðinu. Sörstök kjörkaup fyrir kaupendur Frevju.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.