Alþýðublaðið - 25.01.1927, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.01.1927, Blaðsíða 1
Gefið út af Alpýðuflokkaum 1927. Þriðjudaginn 25. janúar. *****""- ,L ^STS^ÍTS 20. tölublað. SjámanBiafélag Meyk|avikuF. Framhalds~aðalfundur í Bárunni uppi miðvikudaginn 26. p. m. kl. 8 e. m. Á dagskrá pau mál, sem ólokin voru á síðasta fundi. Stjórnin. Óveðrið í gær. Ofsaveður gerði hér í gær. Hvassast var um kl. 2—3. Þá var vindhraðinn xúmlega 30 metrar á sekúndu, eða veðurhæðin var 11 á vindhraða- mæli (ofsaveður). 1 veiðistöðvun- mn hér í grendinni mun pá hafa verið eins hvast eða hvassara, að pví er veðurfræðiihgarnir ætla. Bát vantar. I gærkveldi var sent ioftskeyti úr Vestmannaeyjum til stjórnar- ráðsins um pað, að paðan vantaði vélbátinn ,,Mínervu“, sem róið haiöi i fyrri nótt. Síminn héðan til eyjanna er biiaður, og hafa ekki náðst fréttir paðan siðan. Bátar komnir fram. Sandgerði, FB., 25. jan. Héðan réru 4 bátar í gærmorg- Un. Veður var hið versta, er á daginn leið. Bátarnir eru nú allir komnir fram. Keflavík, FB., 25. jan. Héðan réru nokkrir bátar í gær- morgun í sæmilegu veðri, en nokkru síðar skali á afspyrnu- rok. Nú hefir frézt urn alla bát- ana. Fimm komu í gær hingað, 2 iögðust í Vogum og 2 komust til Sandgerðis. Munu pessir bát- ar vera á leiðinni hingáð nú. Eng- inn bátanna hafði aflað neitt, að pví er frézt hefir. Einn maður af mb. „Sæborg“ fór úr liði, er báts- menn voru að reyna að ná í ,,bauju“ í gærkveidi. Nú virðist vera að ganga í af- spyrnurok aftur, og er veðurút- lit afskaplega ljótt. Samkvæmt símfrétt hingað frá Akranesi voru bátar paÖan á sjó í gær, en höfðu allir náð landi kl. 11 í gærkveldi. Höfðu peir allir fengið góðan afla. Frsi sjómönnunum. FB., í gærkveldi. Liggjum á Önundarfirði. Kær kveðja til vina og ættingja. Skipshöfnin á Menju. Jafnaðarmannafél. heldur fund i Ungmennafélags- húsinu míðvikudaginn 26. p. m. kl. 9 e. m. Stjápiiin. Khöfn, FB., 24. jan. Skrípaleikir Mussolinis. Ný uppgerðarsamsæri. Frá París er símað: Lögregl- an í Nizza hefir handtekið ít- alskan njósnara, sem hafði gef- ið sig í pað verk að undirbúa uppgerðarsamsæri gegn Mussolini tii pess að lokka ítalska menn, sem eru andstæðir svartiiðum, í hendur ítölsku iögreglunnar. Námufundur á Ítalíu. Frá Ber'ín er símaö: Samkvæmt nýkonmum fregnum frá Pisa á ítaliu hafa fundist járnnámur par í grendinni, sem rnenn halda svo auðugar, að pær muni geta full- nægt járnpörf ftalíu. Landskjálftar i Kaukasus. Stórtjón. Frá Moskwa er símað: Land- skjáiftar hafa orðið í Kaukasus og lagt 34 sveitaporp í rústir. Innlend tíðlndi. Borgarnesi, FB., 25. jan. Frá Borgarnesi. Afspyrnurok í gær og nótt, en hefir nú lægt. Ekkert frézt um neina skaða nærlendis. Heilbrigði góð.. „Kikhósti" hefir verið að stinga sér niður á stöku bæ, en fer hægt yfir og er vægur. Þíðviðri og snjór að mestu tek- inn upp aftur. Almenn vellíðan. Fénaðarhöld góð. Nægar hey- birgðir alis staðar í héraðinu. Skipafréttir. „Lyra“ kom í nótt frá Noregi. Dagarnir sex verða útrunnir ann- að kvöld. Bíður hún á ytri höfn- inni pangaö til. Fisktökuskip kom hingað í nótt frá Eskifirði. Tilkynning. Samkvæmt vinsamlegu samkomulagi milli Ó. G. Eyjólfssonar og Forsikrings- Aktieselskabet DANSKE LLOYD, yfir- gefur hann nú stöðuna sem aðalum- boðsmaður félagsins á íslandi. Frá deginum í dag höfum vér falið Orlogskaptajn C. A. BROBERG aðal- umboð vort fyrir ísland, og eru menn beðnir að snúa sér til hans bæði við- víkjandi vátryggingum og sköðum. Ó. G. EYJÓLFSSON verður pó við- riðin félagið par til 1. apríl 1927. Utanáskrift vor verður eins og áður Hverfisgata 18. Reykjavik, 22. janúar 1927. Forsikrings-Aktieselskabet Danske Lloyd. Eins og sjá má á ofanritaðri tilkynn- ingu frá DANSKE LLOYD, yfirgef ég stöðuna sem aðalumboðsmaður félags- ns, en Orlogskaptajn C. A. BROBERG kemur í minn stað. í pessu tilefni pakka ég fyrir góð viðskifti á liðnum árum og vona, að heiðraðir viðskifta- menn félagsins sýni eftirmanni mínum sömu velvild og peir hafa sýnt mér. Reykjavík, 22. janúar 1927. Ó. G. Eyjólfsson. Ég undirritaður, sem í dag hefi tekið að mér aðalumboð fyrir DANSKE LLOYD á íslandi, leyfi mér hér með að láta pá ósk í ljós, að ég og félag mitt megum verða sömu velvildar að- njótandi í framtíðinni eins og fyrir- rennari minn. Reykjavík, 22. janúar 1927. C. A. Broberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.