Alþýðublaðið - 25.01.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.01.1927, Blaðsíða 2
B ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÍALÞÝÐUBLAÐIÐÍ < kemur út á hverjum virkum degi. t J Afgreiðsla i Alþýðuhusinu við í | Hverfisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. ► J til kl. 7 síðd. 3 Skrifstofa á sama stað opin kl. ► J 9Va—10Va árd. og kl. 8—9 síðd. [ J Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► í (skrifstofan). t } Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ► í mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 t J hver mm. eindálka. ) J Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan > 5 (í sama húsi, sömu símar). | Safnast, fiegar saman kemur. Togaraútgerðin og tapið á henni. I síðustu grein minni benti ég á, að um fleira væri ábótavant rekstrj útgerðarinnar en misþyrm- ingu veiðaxfæra og stanzlausan mokstur úr sjónum, hvort sem bann svarar kostnaði eða ekki. Og er næst til að taka öll atföng til útgerðarinnar og eftirlitið með öflun peirra. Togarar og vélbátar purfa kol, olíu, salt, beitu, ís, matföng og margt annað, sumt smálegt. En hver hefir eftirlit með því ? Meðan segiskipin voru gerð út til fiskjar, höfðu stýrimenn pann starfa með höndum að sjá um, að öil sú vara, er skipin purftu að fá *sér úr iandi, væri rétt út mæld og vegin, og að pær teg- undir væri afhentar, sem ætlast var til o. s. frv. Og pegar gert var við skipin í pá daga, sá skip- stjórinn um, að skipinu væri ekki annað eða meira til reiknings fært en pað, sem pað hafði fengið. En hvernig er pessu varið nú á islenzka fiski lotanum? Togararnir hafa nú að vísu eftirlitsmann með viðgerðunum, en hver lítur eftir pví, að togararnir fái raunveru- lega öll pau koi, alt pað salt, allan isinn og pað annað, sem fengið er að, með skilum um borð? Og hverjir líta eftir út- tekt mótorbátanna? Og hverjir eiga að gera pað? Eiginhagsmun- ir knýja vegna Jaunafyrirkomu- lagsins, sem er, engan til pessa eftirlits. Það er í engra págu nema skipseigenda sjálira. Væru Jaun skipstjóranna greidd af nettóarði skipanna, pá væru engu síður peirra hagsmunir í veði hár. Að pví, er til eigenda sumra skipanna kemur, sérstak- Jega vélbátanna, reka peir sjálf- ir verzlun og taka pví alt pað út hj’á sjálfum sér, sem tii skipanna parf. Eftirli.ið af peirraháíiu verður pví litið eða ekkert. Þeim finst peir vera, að flytja úr einum vasanum í annan og pví litlu máli skifta um jnákvæmni í peim efnum. En auð- vitað er pað alveg rangt, pví að útgerðin er sjálfstætt fyrirtæki og ajgerlega óviðkomandi verzlimar- rekstri útgerðarmanna, og óná- kvæmni á pessum lið getur skift miklu fyrir útgerðina og pá, sem að henni vinna. Slík ónákvæmni gæti skelt óeðlilegum halla á út- gerðina, en veitt verzluninni ó- eðlilegan gróða eftir pví, hvern- 5g á er haldið. Ég ætla ekki að fara að gefa mig neitt út í deilu peirra Ölafs G. Eyjólfssonar og K. P. Leví kaupmanna, sem lands- kunn er orðin, og ekki lieldur Jeggja neinn dóm á pað, sem peim ber á milli, en ætla til stuðn- ings mínu máli að vísa til svars R. P. Leví til Ólafs, sem birtist í júnímánuði síðast liðnurn. Sú deila opnar allógeðslega útsýn yf- ir rekstur ís'enzkrar vélbátaútgerð- ar eins og hún tíðkast stundum. Skyldi ekki ganga svona til viðar? En hvar eru bankarnir? Það er alt af sama spurningin. Hafa peir engan mann til að líta eftir bókhaldi og rekstri peirra skipa, sem peir lána fé til? Og spyrja peir nokkuð um pau efni, pegar verið er aö biðja um lán til út- gerðar? Og er pað ekki siður bankanna að heimta reikningana á borðið, pegar slík lán eru veitt? Og reyna peir eltki að setja und- ir lekann, sem t. d. Leví segir að verið hafi á reikningum Ólafs? Og hafa bankamir nokkurn tíma heimtað pað, að útgerðarmenn Jegðu ríflega fyrir í varasjóð svo að eitthvað væri að grípa til, peg- ar vondu árin koma? Og ef svo er, hafa þeir hemitað tryggingar fyrir pví, að hann væri handbær og vel fyrir komið? Eitt dæmi er til um það. Togarafélag eitt hér í Reykjavík hefir Jagt drjúg- an í varasjóð. Samkvæmt regl- um sjóðsins má koma honum fyr- ir á vöxtu með 5»/o pannig, að auðgengið sé að fénu, ef á þarf að halda. En hvernig hefir petta félag holað niður vara- sjóðnum? Það hefir lánað sjálfn sér hann, og stendur hann fastur í eignum félagsins sjálfs, og sé félagið valt, pá er vara- sjódurinn í raun réttri enginn nema á pappímum. Breyting sú á launakjörum skip- stjóranna og reksíri útgerðarinn- ar, sem ég hefi bent á, hlýtur að verða til pess að auknir eigin- hagsmunir knýi fram eftirlit meÖ þeim atriðum, sem ég hefi bent á hér í dag. Hallinn, sem hér verður, ka:nn að vera smávægi- ilegur í hvern stað, en safnast, þegar saman kemur. Og eyðsl- an og kæruleysið á kostnað lán- takenda verður að hverfa. ÞaÖ má og benda á, að mikið gæti sparast á pví að færa saman eins-skips-félögin í stærri félög. Það myndi grisja dálítið fram- kvæmdarstjórakjarrið og fækka gjaldkerum, endurskoðendum og skrifstofum. Ef af hlytist atvinnu- leysi hjá þessari stétt, myndi rik- isstjórnin vafalaust góðfúslega ljá henni grjótmulningsvélarnar sínar til að draga hungurmorðið á Iang- inn. Það eru tieiri en sjómenn og verkamenn, sem mega hafa á- hyggjur af vanrekstri útgerðar- innar. Atvinna allra smákaup- manna og iðnaðarmanna fer eftir afkomu verkafólksins. Þeim væri pví orðið mál að hafa meiri gæt- ur og áhuga á málum verkafólks og hag. Það er þeirra eiginn hag- (úr, sem í veði er líka. B. B. J. Sjöimdu orgelhljömleikar Páls ísólfssoMr. Þeir fóru fram í fríkirkjunni síðast iiðið föstudagskvöld. Að- sókn var með minsta móti í þetta , sinn, og hefir pó verið hér hlé á hljómlelkum um tíma. Hver er ástæðan til þessa tómlætis? Eru hljómlistar-unnendur hér ekki farnir að átta sig á pví enn, hvi- líkt menningarstarf pað er, sem Páll er að vjnna með pví að halda uppi pessum hljómleikum? Eða er áhugi manna hér í bæ minni á góðri hljómlist en látið er í veðri vaka? Þykir mönnum það ekki hálfgerður ósómi að láta er- lenda „músik“-Ioddara fara héðan með fullar pyngjur fjár, — en» skella svo við skollaeyrum, pegar innlendur snillingur er að leitast við að opna mönnum útsýn inn á dýrðarland göfugrar hljómlistar? — Spyr sá, sem ekki veit. Ekki má því um kenna, að inn- gangseyrir sé svo hár að þessum hljómléikum. Og ekki purfti að kvarta yfir pvi, að ekki væri vandað til viðfangsefnanna, pví 'að mikið starf og mikla alúð hafði Páll sýnilega lagt í undirbúning undir pessa hljómleika. Efnisskrá- in var íburðarmikil, — hver orgel- tónsmíðn annari snjallari og flestar nýjar fyrir reykvískum á- heyrendum. Og af meðferðinni á pessum margbrotnu viðfangsefn- um óx enn virðing min fyrir list- kyngi Páls fsólfssonar. Það, sem mörgum mun verða minnisstæðast af pví, sem hann fór meö í petta sinn, var hið ljúfa köralforspil Bachs, en pó einkum forspilið og „fúgan“ í C-dúr-„Toccötu“ sama meistara. Var það sýnilegt á á- heyrendum, að peir höfðu stilt öll „móttökutæki“ sem næmast til þess að fara einskis á mis af hin- um djarfa og örugga fótskara- (pedal-)leik í forspilinu, né hinni dásamlega fáguðu og óskeikulu Jeikni í hinni margþættu „fúgu“. — f „Dorische Toccata“ eftir Bach urðu smávægileg mistök, sem alla getur hent. En Páll var óánægður og lék lagið aftur, og var þá alt slétt og felt. Þórarinn fiðluleikari Guðmunds- son lék nokkur lög á fiðlu sína: stutta en skemtilega sónötu eftír Tartini, sem hann fór yfirleitt vel með, og þrjú smálög, en af þeim tókst bezt hiin fagra „Andantino" eftir Padre-Martini, en var pó full-þunglamalega leikin. Það er miklu bjartara yfir pví lagi en Þórarinn vildi vera láta. En með- ferðin á „Bourrée“ Handels var raunalega stíllaus og ósmekkleg. „Sarabande" sama höfundar naut sín eigi heldur sem skyldi. Bar par of mikið á ákafri „vibration" (titringi, skjálfta) og sífeldum samdrætti tóna (,,glissando“) og aukatónum á milli hinna eigin- legu tóna (oftast lausir strengir, pegar skifti um stellingar eða ,,Positionir“). Á pessum agnúum bar og nokkuð í hinum lögunum, og eru peir til lýta á góðum fiðluleik. Annars er Þórarni pað feikur einn að mynda gullfallega tóna, en honum hættir líka við að þvinga pá fram með svo miklum ákafa, að peir láta illa í eyrum. Hann á það til að taka fiðluna snillingstökum, en pó brennur pað um of við, að í leik hans er meira kapp en forsjá, að meira gætir skapsmunanna en smekk- vísi og vandvirkni. — En áheyr- endum liér heíir aukist dómgreind um fiðluleik hin síðustu ár, og má ekki treysta á það, að peir viti ekki nú, hvað er fagur og listrænn fiðlusláttur. Og peir, sem teljast vilja sannir listamenn og eru svo lánsamir (eða óláns- samir?) að hafa list af lífsstarfi,, mega ekki bjóða annað en pað bezta, sem peir eiga til. — Þór- arinn er gæddur alveg einstökum fiðluleikarahæfileilmm og hefir notið ágætustu leiðsagnar. En það hefir dregið úr eðlilegum smekk- proska hans, að hann varð að setjast hér að og fara að vinna fyrir lifsuppeldi sínu á unga aldrg pegar honurn var mest pörf á framhaldi góðrar leiðsagnar og hollra, áhrifa. Enn pá er hann pó ékki eldri en pað, að hann getur orðið mikill snillingur, ef hann getur sýnt listinni pá alúð og lotningu, sem hún heimtar af sönnum listamanni, pví að hann er fádæma viljasterkur og ötull til starfa prátt fyrir tíða van- heilsu. T. Á. fieimatrúboð eða hvað? Síðast liðinn sunnudag köm ég eins og oftar inn í „Sjómanna- stofu Reykjavíkur" í því skyni að lesa blöðin, er par liggja frammi. Er ég haföi lokið við lestur þeirra, var byrjað að víðvarpa messu frá dómkirkjunni. Ákvað ég að hlýða á þessa messu. Raunar gat for- stöðumaður þess, að „útvarpið hérna sé ekki til þess að draga menn frá kirkjunni!" En ég gaf mig ekki að. Er ræðunni var lokið og söngur byrjaður, bjóst ég til brottferðar. Ég vissi, að messa átti í stofunni kl. 6. Áleit ég pre- dikara þeirrar messu í engu mis- boðið, pótt ég gengi úr „kirkju hans“ 5 min. á undan auglýstum messutíma. En forstöðumanni, Jóhannesi Sigurðssyni, þóknaðist að vera á annari skoðun. Hann beið mín við útgöngudyr, og byrjar samtal pannig: „Þú ert að fara út, þegar aðrir eru að koma til guðspjónustu.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.