Alþýðublaðið - 26.01.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.01.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞVÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ | kemur út á hverjum virkum degi. j Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við J Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. 3 til kl. 7 síðd. J Skrifstofa á sama stað opin kl. I9Va—lO'/a árd. og kl. 8-9 siðd. Slmar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 J hver mm. eindálka. j Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan < (i sama húsi, sömu símar). Fiskframleiðslan og fiskmarkaðurinn. Pétur A. Ólafsson, sem er þess- um málum þaulkunnugur, hefir fyrir skemsfu rifað tvær greinar um þau mál, aðra í „Verzlunar- tíðindin“, hina í „Vísi“, og eru þær mjög eftirtektarverðar. Grein- arnar koma víða við, minnast t. d. á Grænlandsmálið, og telur höf. íslendinga hafa rétt til þess Jands, sem þó er deilt mjög um, eins og höf. reyndar játar hrein- skilnislega. Máli sínu þar um lýk- ur hann með þessum orðum: „Á öðru ríður þó meir sem stendur en auka svo óðfluga sjávarútgerð- ina, að leita þurfi strax til Græn- Jands,“ og er það hverju orði sannara, og bendir hann \ það, sem bráðast kallar að, „að frarn- leiðendur leggi kapp a að stilla jreksturskostnaðinum í meira höf.“ Kemur þetta ágætlega heim við skoðanir þær, sem settar hafa ver- ið fram hér í blaðinu undanfarið í greinum B. B. J. Það er eftir þessu ekki alþýðan ein, sem sér feyxuna í útgerðinni. P. A. Ó. bendir og á það, að lífið Iiggi á, „aö koma hinni síauknu fram- leiðslu betúr fyrir oss,“ og að „lítil forsjá sé í því að leggja alt kapp á að moka sem mestu úr sjónum, en láta alt reka á reiða með, hvað af framleiðslunni verð- ur.“ Á lýsingunni á markaði og markaðsh.orfum víðast þar, sem saltfiskur er kaupgeng vara, þó að íslendingar (stórkaupmenn og útgerðarmenn) beri ekki við að koma sínum fiski þar að, sézt, að fyrirhyggja í þessu efni hef- ir engin verið, og fer P. A. ó. ekki í launkofa með það. Hér hafa útgerðarmenn stunið og stunið yfir því, að íslenzki fisk- urinn væri óseljanlegur eða að svo lágt verð fengist fyrir hann, að það greiddi ekki framleiðslu- kostnað, og eina ráðið út úr „kreppunni" væri að draga af kaupi sjómanna, klípa úr því og narta. En það þjóðráð að reyna að selja fiskinn, þar sem hægt er, þó íslendingar hafi ekki reynt þar fyrri, það hugkvæmist þeim ekki. Verðið, sem fáanlegt var fram til 1. okt. síðast liðinn á Spáni og Italíu var frá 106—110 kr. skippundið. Um sama leyti var saltfisk-verð í Buenos Aires í Argentínu 32 Peso fyrir skpd. eða 212 kr. Allur flutningskostn- aður þangað ásamt umbúðum nemur um 52 kr„ og hefÖi því fengist fyrir okkar fisk, ef þang- að hefði verið fluttur, urn 160 kr. fyrir skpd. að frá dregnum aukakostnaðinum eða um 40—52 kr. meira en fékst í löndunum, þar sem okkar fiskkaupmenn létu sjá sig. í Ri'o í Brasilíu voru horf- ur enn betri. 150 Milreis eða 268 kr. fengust þar fyrir skpd., og flutningskostnaður og umbúða er um 90 kr„ svo að fiskverðið hér hefði eftir því orðið um 178 kr. skpd„ og svona var víðast þar, sem íslénzkir fiskkaupmenn láta ekki sjá sig. Það er alveg ósæmi- legt fyrirhyggjuleysi þetta og annað eins, og svo hafa þessir miklu menn forsjónina til blóra; — það „árar illa“ — það er þeirra afsökun. P. A. Ó. leggur ríkt á við kaupmennina, að hér verði þeir að hafa augun opin; það er hagur þeirra; það er hagur sjó- manna; — það er hagur allra, sem í veði er. Tilburðum ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir fisksölunni gerir Pétur lítið úr. Um erindrekann á Spáni segir Pétur: „Ég held, að fáir geti seö, að þetta starf komi þjóðarheildinni að nokkrum notum, eins og því er nú háttað. Það þarf ekki að kosta tugum þúsunda á ári upp á aðsetur í Barcelona til þess eins að sima hingað endrum og sinnum, hvað klipfisksforðinn sé í Barcelona og Bilbao, hvað markaðsverðið sé í þann og þann rnund o. s. frv. Þetta er hægt að fá jafnábyggi- legt án nokkurs verulegs kostn- aðar,“ og enn frernur: „slíkt starf sem þetta á ekki og má ekki vera tómt tildur og hégómi.“ Ekki vantar það, að erindrekinn sé dýr; það ætti að vera hægt að hafa marga menn syðra fyrir það fé, sem hann kostar. Sjómenn hafa engu síður hagsmuna að gæta um fisksöluna en útgerðarmenn, úr því :að ætlast er til, að hallinn komi niður á kaupi þeirra. Það væri því jafngott, að þeir séttu líka hlut að erindrekstrinum syðra. Greinar P. A. ó. ættu að vekja útgerðarmenn dálítið til atorku í þessu nauðsynjamáli. I»rjás* stlSkur. Sólarhaust er sálartraust, — sýnir hugarauðinn. Sálarhaust er sólarlaust; — seinna bugar dauðinn. Sálin, ef á sólartjöld, saurnum illa hafnar; kjamsa’ oft gráðug kjaftavöld; kroppa mannorðshrafnar. Hairan lifði eins og „lús með saum“; í logni var hann ýtinn. Þau Mörður á í minsni laun. Æ! Mokið o’n á skítinn! J. G. E. Leigulóðirnar. Mér brá í brún, þegar ég las fyrirsögnina á greininni í „Mgbl.“ í gær um leigutóðimar. Þar stóð sem sé, að Jón okkar Ólafsson, hinn mikli bindindisfrömuður og alþingismaður, teldi „sölufyrir- komulug á þeirn óviðunandi.“ Ég var einn þeirra manna, sem gekst fyrir því, að reyna að fá Jón ÖI- afsson til að beita sér fyrir því, að okkur leigjendum lóðanna yrðu seldar þær með góðu verði. Ég þóttist nú raunar vita, að J. Ó. væri nokkuð „snar í vending- unni“, en ég hélt ekki, að hann myndi ,.kúvenda“ þessu lóðamáli svona hrottalega, eins og fyrir- sögn greinarinnar i „Mogga“ benti til. Þegar ég fór að lesa grein- ina, þá sá ég samt, að efni henn- ar var þveröfugt viö það, sem stóð í fyriirsögninni. Jón Ól. lagði sem sé að endingu með því, að okkur yrðu seldar leigu- lóðirnar. Og er ég honum þakk- látur fyrir. Að vísu hefði ég aldrei getað klöngrað yfir mig húskofa, ef ég hefði þurft að kaupa lóð þá um leið, og því þakka ég líka þeim mönnum, sem komu því fram, að bærinn fór að leigja lóðir. Því að hefði bærinn selt þær, þá hefði ég að minsta kosti ekki getað náð i neina þeirra gegn því skilyrði að byggja strax. Hefði bærinn því selt lóðirnar í stað þess að leigja þær, þá hefðu þær lent hjá „spekúlöntum“, sem hefðu bygt þar einhver hrófatildur til að leigja út, og líklega væri ég þá leigjandi þar. En nú hefi ég bjargast áfram með kofann minn. Ég gat Ieigt út svo lítið og fékk það vel borgað, og ég verð að segja það, að ég er svo eigin- gjarn, að nú langar mig til þess, að bærinn geri enn betur við mig og selji mér leigulóðina mína. Ég vil ekki borga fyrir lóðina ;nema í allra hæsta lagi fastéigna- mat, og svo vil ég fá að borga hana á 20 árurn og ekki hærri rentur en 4°/o, kann ske í allra hæsta lagi 5«/o. > Leigulóðin hjálpaði mér til að koma upp húsinu, og nú getur húsið hjálpað mér til að kaupa lóðina. Ég vil að endingu geta þess, að það, sem hér er sagt um fyrirsögn greinarinnar í „Morg- unblaðinu“, er enginn útúrsnún- ingur.' Einhver kynni að segja, aö skilja mætti orðið „sölufyrir- komulag“ þannig, að átt væri við sölufyrirkomulag á lóðaleigunni, þ. e. a. s„ að bærinn seldi lóð- irnar á leigu með óviðunandi kjörum, sem þó væri að vísu málleysa í þessu sambandi, en ekki verra en margt, er í „Mgbl.“ stendur. En þessa afsökun getur blaðið ekki borið fyrir sig, því |að í fyrra dá ki greinarinnar 'seg- ir: „í ræðu sínni tók J. Ó. það fram, að leigan af sjálfum lóðun- um gæti ekki talist ósanngjörn.‘c „Mgbl.“ hefir víst ætlað að hjálpa okkur, lóðarleigjendum, en það hefir slegið klámhögg í málinu og líklega með þessari vitleysu sinni spilt fyrir okkur, ef nokk- ,ur tekur mark á því. En við hverju er að búast, þar sem nærri því næstgáfaðasti maðurinn við blaðið er Jón Kjartansson? 23. jan. 1927. Lódctrleigjandi. Sameipareyja suður í hðfum. Hér um bil mitt á milli Góðrar- vonarhöfða og Suður-Afríku- strandar liggur eyja ein lítil, köll- uð Tristcm da Ciinlia. Eyja þessi er fjarri venjulegum siglingaleið- um, og engin skemtiskip leita þangað. Einu sinni á ári kemur smáskip frá St. Helenu eða frá Suður-Afriku og heppnast með naumindum að ná landi á eyjunni smáu. Eftir nokkurra daga dvöl leggja skip þessi aftur á haf út, og eyjan og íbúar hennar gleym- ast. Þessi árlega skipskoma eru hinar einu samgöngur, sem eyj- an smáa hefir við umheiminn. En eyjan er byggð. Samanlagt búa þar 140 manns, og eru þeir af hvítu kyni komnir. Enda þótt íbúatalan sé ekki meiri, er eyjan samt of þéttbýl. Náttúrugæði eyj- arinnar geta vart framfleytt svo stórúin hópi manna. Árið 1920 var íbúatalan 119, en tveim árum seinna var hún orðin 137, og þá fengu eyjarskeggar að kenna á því, að eyjan þoldi ekki slíkt þétt- býli. Á síðast liðnu sumri féll hin árlega ferð til eyjarinnar, og þaðan hafa fregnir borist um hörmulegt neyðarástand eyjar- .skeggja. Þeir voru að fram komn- ir af hungri og hörmungum. Jarð- eplarækt þeirra hafði að mestu brugðist, en það er þeirra aðal- atvinna og matvælaföng. Þá fá menn skilið hallærið, sem yfir vofði. Tristan da Cunha er í raun og veru ekki annað en eldfjall. Eyj- an er næstum hringlaga og 116 ferh.-km. að stærð. Hæsti tind- urinn er 2 330 metrar, og er út- dauður eldgígur. Víðast hvar er fjall þetta snarbratt niður að haf- inu, en á einum stað, á norðvestur hluta eyjarinnar er slétta, 4 km. að lengd og 800 metra breið. Á sléttu þessari búa eyjarskeggjar, 140 að tölu. Heimilin eru 20 alls, og mynda smáþorp, sem nefnt er Edinborg. Spölkorn frá eyjunni eru nokkrar aðrar smærri eyjar, sem allar eru óbygðar. Tristan da Cunha var fyrst, svo að sögur fari af, numin af Portú- gala einum, sem bar sama nafn og eyjan hefir nú. Árið 1790 kom þangað amerískur skipstjóri, er þá ákvað, að eyjan skyldi teljast til Bandarikjanna. En seinna slógu Englendingar eign sinni á eyju þessa, og enn þann dag í dag telst hún til brezka rikisins'. Þeg-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.