Alþýðublaðið - 26.01.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.01.1927, Blaðsíða 3
aLUÝÐUBLAÐIÐ 3 ar Napoleon Bonaparte var hafður í gæzlu á St. Helenu, var hiópur brezkra hermanna settur á eyj- una Tristan da Cunha, og áttu þeir að sjá ura, að hinn voldugi herkóngur slyppi ekki úr gæzl- unni. Þegar Napoleon dó, fluttu hermenn þessir burtu af eyjunni, en nokkrir hermenn fengu þó leyfi til pess að búa þar áfram með eiginkonum sínum. Seinna fjölg- aði íbúunum um nokkra skip- brotsmenn, er á eynni lentu. Á seinni tímurn hefir eyjar- skeggjum oftar en einu sinni verið boðið að flytja sig til Afríku, og hafa þeir fengið loforð um land þar til ræktunar og dvalar. En enginn þeirra hefir viljað taka því boði. Átthagabönidin eru styrk, og eyjarskeggjar unna eyðieyjunni sinni og vilja ekki þaðan fara. Þeir eru allir á eyjunni fæddir, og geta ekki hugsað sér að sjá aldrei framar hrikalega og forna eldgíginn með drifhvítu jökulhett- unni. Hvað eftir annað hafa marg- ir eyjarskeggja dáið úr hungri og harðræði, en þeir, sem eftir hafa lifað, hafa rólegir haldið áfram hinni erfiðu lífsbaráttu. Eftir þvi, sem sannar og ná- kvæmar fregnir frá eyjunni Tris- tan da Cunha herma, eru eyjar- skeggjar viðfeldnir og álitlegir menn, sem vinna sér traust þeirra, er koniist hafa í kynni við þá.. Að vísu munu forfeður þeirra ekki hafa verið nein fyrirmynd að sið- nm og háttum, þó nú verandi afkomendur þeirra standi þar flestum öðrum framar. Eyjar- skeggjar muna ekki eftir því, að á eyjunni hafi komið fyrir morð, þjófnaður eða aðrir glæpir. Á éyj- unni er engin lögregla og ekkert yfirvald, og þó er alt í beztu röð og reglu, fbúarnir eru allir guðhræddir og trúaðir og lifa saman i sátt og samlyndi og skifta bróðurlega á milli sín öll- um nauðsynjum, sem oft eru af skornum skamti. Hér er því að ræða um algert sámeignarskipu- lag, lítið sameignarríki, langt úti í reginhafi, fjarri öllum löndum. Ógnir heimsstyrjaldarinnar náðu ekki þangað né vélamenningin, samkeppnin, sérdrægnin og gróða- fíknin. Eyjan er eins konar heim- ur út af fyrir sig, laus við alla atvinnurekendur og aflaklær. Og íbúarnir una glaðir við sitt, enda sveltur þar enginn, ef annar hefir nóg. Gæti slíkt fyrirkomulag verið til fyrirmyndar sumum stærri eyj- unum, er þö þykjast standa nær menningunni. Leifehússkiml I Winnipeg. Samkvæmt „Skánska Sociálde- mokraten" varð mikill leikhús- bruni í Winnipeg skömmu fyrir nýjár. Fórust þrír slökkviliðs- menn í brunanum; einn særðist til ólífis, og níu særðust að marki. Alt brann í leikhúsinu, sem brunnið gat, og múrarnir hirundu í grunn. Frá sjómönnunnme (Einkaloftskeyti til Alþbl.) „Austra“, 25. jan. Vellíðan. Kær kveðja til vina og vandamanna. Skipshöfnin á „Austru“. Um daggiim og vegian. Næturlæknir jeij í nótt Guðmundur Thorodd- sen, Fjólugötu 13, sími 231. Sextugur er í dag Þorstefnn 'Gíslason, ritstjóri „Lögréttu“. Sjómannaf élagar! Munið eftir félagsfundi ykkar í kvöld kl. 8 í Báruhúsinu uppi. Hann verður framhalds-aðalfund- ur, og verða á dagskrá þau mál, sem ólokið var á síðasta fundi. Jafnaðarmannafélagið „Sparta“ heldur fund kl. 9 í kvöld í Ungmennafélagshúsinu. Kvöldvökurnar. I fyrra kvöld las séra Tryggvi Þórhallsson upp sögu eftir danska skáldið Erik Bögh, „íslendingur- inn í Kaupmannahöfn.“ Þýðing- in var i „Fjallkonunni" nokkru fyrir aldamótin. Kristján Alberts- son las þrjá kafla úr „Viktoriu'* eftir Knut Hamsun, í þýðingu Jóns frá Kallaðarnesi. Þórbergur Þórðarson sagði þrjár sögur af sýnum skygns manns, sem enn er á lífi, og á nú heima hér í borg- inni, en hefir tapað skygnishæfi- leikanum nú á síðustu árum. „Dagsbrúnar“-fundur verður annað kvöld kl. 8 í G.- T.-húsinu. Verður það framhalds- aðalfundur. Kaupgjaldsmálid Verður á dagskrá og þau aðal- fundarmál, sem efti,r voru á sið- asta fundi. Er félögunum því mik- il nauðsyn á að fjölsækja fundinn, íog er þess vænst, að þeir sæki hann vel og stundvíslega. Svo hvast var í gær við Vestmannaeyj- ar, að Villemoes gat ekki fengið afgreiðslu þar. í morgun var þar stinningskaldi, þegar veðurskeyti voru send þaðan (loftleiðina). Loftnet útvarpsstöðvarinnar komst í lág í gær. Símalínan til Vestmannaeyja er búist við að komist í lag í kvöld. Njáluerindi flytur Þorkell Jóhannesson stú- rdent á morgun kl. 6 e. m. í heim- spekideildarsal háskólans. Efni: Hvernig er Njála saman sett ? Þetta er fyrra erindi hans af tveimur um það efni. I ofviðrinu í fyrra dag rauf 1/4 hluta af járnklæðningu af þaki annars þvottalaugahússins. „Mgbl.“ segir raunar að þakið hafi fokið alt, en það eru venjulegar „Mgbl.k- ýkjur. Séra Jakob Kristinsson flytur síðari hluta erindis síns um komu mannkynsfræðara í Hafnarfirði annað kvöld. Erindi um fræðslumál flutti Ásgeir Ásgeirsson, settur fræðslumálastjóri, á fundi jafnað- armannafélags Islands í gær- kveldi og svaraði fyrirspurnum fundarmanna um þau efni. Tal- aði hann einkum um þá hlið máls- ins, er veit að alþingi og kjós- endum. Happdrætti frá í fyrra vetur var dregið rum í gær í Jafnaðarmannafélagi Islands. Kom upp nr. 203. .Hand- hafi þess miða var Valgerður Jónsdóttir, Hvg. 59, og hlaut hún vinninginn, silfurveski með gull- skildi. ísfisksala. „Imperialist“, einn af ensku tog- urunum, sem gerðir eru út frá Hafnarfirði, seldi nýlega afla sinn fyrir 1626 stpd. „Inflúenzan“ í Sviþjóð hefir ráðist allgeyst á herliðið. Hefir við sumar herdeildir orðið að stofna sérstaka spítala. Talið er, að 40 0/0 af hermönnunum hafi veikst, og er því í ráði að fresta innköllun nýrra hermanna fyrst í stað. Er þó veikin í heild sinni talin væg í Svíþjóð. („Skánska Social-Demokraten.“) Veðrið. Hiti mestur 4 stig, minstur 4 stiga frost. Átt suðlæg og aust- læg. Stinningskaldi í Vestmanna- eyjum og Grindavík. Annars stað- ar ,lygnara. Víðast þurt veður. Loftvægislægð fyrir vestan land og önnur djúp við Suður-Irland, og er hún á norðurleið. Cítlit: Stilt og milt veður hér um slóðir og víðast hvar á landinu. Suð- læg átt við Suðvesturströndina. Ctengi eriendra mynta í dag: Sterlingspund.........kr. 2215 100 kr. danskar .... — 121,64 100 kr. sænskar .... — 121,94 100 kr. norskar .... — 116,77 Dollar................— 4,56?/á 100 frankar franskir. . . — 18 25 100 gyllini hollenzk . . — 182.88 100 gullmörk þýzk. . . — 108,32 „íþöku“-fundur verður í kvöld og byrjar kl. 8. Þeir, sem verða með innsækjend- ur, eru beðnir að koma sem allra fyrst. Hviksaga hefir gengið um það, að skip- verjar á togaranum „Baldri“ séu veikir af „inflúenzu“ („spænskri veiki“). Sögusögn þessi er röng. Alþýðublaðið hefir spurst fyrir u-m hana. Ekkert skeyti hefir kom- ið þar um til skrifstofu útgerðar- félagsins, og Iandlæknir fullyrðir, að kvittur þessi sé tilhæfulaus. Skilnaður ríkis og kirkju. Ummæli Masaryks Tekkoslov- akiuforseta. ý, I viðtali við „Deutsche Presse“ sagðist Masaryk forseti vera fylgj- andi skilnaði ríkis og kirkju, ekki af andúð gegn trúarbrögð- unum, heldur af áhuga fyrir trú- arbrögðunum sjálfum. „Upplausn Austurríkis kennir oss, að sam- band ríkis og kirkju og undirgefni hennar undir stjórnmálaþarfirnar hafi aldrei verið kirkju eða Crú- arbrögðum til gagns. Saga allra ríkja sýnir, að eftir skilnað ríkis og kirkju með nútiðarhætti hefir báðum aukist styrkur. Það er ekki hægt að víkja sér undan tímans straumi.“ Samtal fnínna Þóru og SigHíar. „Góðan dag, frú Þóra! Hafið þér heyrt nýjasta nýtt? „Já, það er nú eins og hver sjái innan í sjálfan sig,“ sagði karlinn. Og ég veit svo sem, hvað þér munið segja, því að nú er ekki um ann- að talað í öiium bænum en „Fiskipylsur Kösters“. Það ætti hver húsmóðir að reyna þessar nýju pylsur, sem eru sannarleg nýjung og bragðgóðar. Sá, sem bragðar þær einu sinni, mun reyna þær oft. Og fólki, sem vill spara á þessum vandræðaíímum, eru þessar pylsur mjög handhæg- ur miðdegisverður eða kveldverð- ur ,og dæmalaust auðvelt að mat- reiða þær, því að þær þuría ekki nema tveggja mínútna suðu. Það er að segja: Þeim er stungið nið- tur í sjóðandi vatn í tvær mínút- ur, svo rná taka pottinn af eld- inum og láta hann standa í 10 mínútur áður en fært er upp úr. Fiskipyísur má ve borðaívsv r til þrisvar í viku, því að þær má bera á borð með ýmsum öðrum réttum, t. d. kartöflumauki, kart- öflujafningi, hvítkálsjaíningi o. s. frv. Til kveídverðar eru fiski- pylsur fyrirtaks góðar með kart- öflusalati.“ „Já, já, frú Signý! Þakka yður nú kærlega fyrir heilræð n, en nú verð ég að flýta mér heim, klukk- an e,r orðin hálf-tólf; en þeg;r fiskapylsur eru hafðar í miðdags- matinn, þá má þð alt af tala ofurlítið lengur saman en el.a.“ Þér vitið víst, að helst þarc að panta fiskipylsurnar dagimi áður, annaðhvort í sérverksmið u Köst-. ers, sem býr til kjöt- og fisk-fars, Hverfisgötu 57, sími 1933. cða h á einhverjum þeirra kaupman a, sem taldir eru í íatuglýsingu á ðr- um’ stað í blaðinu í dag Augl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.