Freyja - 01.07.1903, Qupperneq 6

Freyja - 01.07.1903, Qupperneq 6
198 konu til að fullnægja sínum eigin skyldum, ef liún sjálf ekki vildi eða gæti gjört það. Ef hún ekki gjörði það, mfitti hann taka s&r hjákonu. Fjölkvæmi var leyíilegt ef fyrsta konan var heilsulaus: — Ilafi eiginkona veikst — misst heilsuna, má hann taka sör aðra konu. Samt skal hann halda og forsorga sína fyrri konu, svo lengi sem hún liíir. ílafi fyrsta konan á mdti númer ?, sk’al hún meiga fara og hafa með súr fjárhluta sinn, SifjaspjöII, þar sem feðgin áttu hlut að máli, kostaði burtrekstur úr fæðingarborg hinna seku. En mæðgin voru brennd á báli fyrir slíkar sakir. LÖG UM EIGNARRÉTT GIFTKA KVENNA 2200 ÁRUM F. IÁR. Kona erfði lönd og lausa aura eftir mann sinn, og gengu slikar eignir að sjálfsögðu til barna hennar en ekki gat hún arfleitt bræður sína að neinu af þeim. Ekki mátti taka lögtaki eignir hjöna fyrir skuldir er á þeim livíldu hvoru um sig, áður en þau giftust. En bæði voru þau ábyrgðarfull fyrir skulduin hvers annars eftir það. Kona sem af ást til annars manns orsakaði dauða eiginj manns síns, skyldi deyja. Eignir kpnunnar gengu til barna hennar eða föður, þegar hún d<5. liraður hennar átti ekkert tilkall til þeii'ra. Síðari hjónabandsbörn erfðu jafnt þeim fyrri. Ef ambátt giftist aðalsmanni, voru börn þeirra frjáls. Giftingarhluti hennar skyldi hennar eigið, við lát, manns hennar. Eigandi hennar fékk aðeins helming eigna hennar er hún deyði. Eftirfylgjandi grein sýnir hversu réttur eða uppeldi föður- lausra barna var tryggt. „Vildi ekkja sem ætti fyrir ungum börnum að sjá, giftast aftur, án þess að hafa til þess leyfi dómarans, skyldi liún ekki fá inngöngu I þess manns hús. Giftist ekkja öðrum manni skal dómari grenslast eftir heimili fyrra ínanns hennar og heimili og eignir fyrra manns hennar, skal hann fá henni og síðari manni hennar til umsjónar, en þau skulu gefa veð fyrir því. Þau skulu lialda við heimilinu og ala upp börnin, en liúsmuni meiga þau ekki selja fyrir peninga. Kaupi nokkur hús- muni af ekkjunni, sem börnum þessum tilheyra, skal hann tapa and- virði slíkra muna og skila þeim aftur. Dóttir sem ekki hefir tekið heimanmund sinn, skal erfa jafnt og sonur, við dauða föður síns. Barnfósra sem hefir barn það á brjósti sem hún fóstrar, skal missa bæði brjóstin ef hún skiftir um börn, eða lætur annað í staðin í þvl til- felli að hitt deyji.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.