Freyja - 01.07.1903, Blaðsíða 17

Freyja - 01.07.1903, Blaðsíða 17
FREYJA 209 legt a5 sjá og heyra mönnum til skemmtunar og fer 'þeim hluta sýningarinnar einnig árlega fram. I þetta sinn verða þar sýndir selir, sem spila á allskonar hljóðfœri auk þess sem þeir syngja meS sýnum eigin munni. Kallar eigandi þeirra kaft. Webb þaS ,,,radclir djúpsins“. Er slíkt furSa mikil. Einnig verður þar maður, sem fer 300 fet í gegnum loftiS og niSur í vatnsker, meS þriggja feta djúpu vatni. Maður þessi fer fyrst á hjóli yfir nokkurskonar brú eða bryggju og þegar liann er 40 fet frá jörð, steypir hann sér á höfuSið niður í vatnskerið, MaSurinn sem þetta gjörir, heitir Schreyer og hefir áunniS sér nafniS vogun- ardjöfull (daredevil). Þetta er eins hcettulegt eins og það er tilkomumikiS. Enda býður Schreyer $1000 hverjum sem geti leikið þetta eftir sér. Freyja hefir ekki rúm til að telja uppallar þær skemmtanir er þar verSa, enda verða þœr eins og allt annað daglega’ til sýnis í ■öSrum blöðum. En hún vill hvetja Isl. til aö taka sem mestan og IieiSarlegastan þátt í sýningunni sjálfri sem þeim er framast unnt nú,oþ á komandi tímum. SKATTÁLÖGUR ÁN MÁLSVARA, ER HARÐSTJÓRN. Hversvegna greiða konur ekki atkvæði? Iiversvegna greiða karl- menn atkvæði? Ekki af þvi að þeim hati verið géfinn atkvæðisrétturinn af neinum, heldur af því að þeir börðust fyrir honum sjáifir og þannig drógu sjídfir valdið úr höndum drottna sinna—atkomenda þcirra, sem fyrir löngu síðan tóku ser drottnunarvald ylir feðrum þeirra, þegar bolmagnið og morðvopnin voru æðstu dómstólar heimsins. Þegar mennirnir börðust fyrir sínu eigin frelsi, gleymdist þeim að f;i systrum sínum sinn hiuta af herfanginu. Ekki af mannvonzku eða eigingirni, heldur af því að þeir treystu sjálfum sér til að vernda rétt- indi þeirra, ef þeir annars hugsuðu nokkuð um það. „Skattái.ögdr án’ málsvara kr harð3tjórn!“ sögðu þeir. Ög til að afnema slíka harðstjórn, börðust þeir. Hversvegna er þá kvennfólk að enn þann dag í dag skattskilt án niálsvara? Af því að það heiir enn þá ekki barist fyrir þessum rcttindum. Þjófurinn skiiar sjaldan því cr hann steiur, ílö ræninginn því cr hann rænir, nema! þeim sé þröngvað til þess. Konur þurfa ckki að búast við að réttindunum scm kúgararnir í öndverðu stálu af þeim, cins og bræðrum þeirra, verði aftur skilað, nema þeir verði til þess neyddir. En samt setjast þær niður 0g semja bænarskrá til þingsins, bronarskrá um j a f n r ö 11 i! Ilvað gjörir þingið?

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.