Freyja - 01.07.1903, Blaðsíða 18

Freyja - 01.07.1903, Blaðsíða 18
210 FKEYJA Lofar að taka Iiana. til yfirveg’unar allra náðugast. Keinst svo að þeirri niðurstöðu, að hún sfe hlægileg! Enginn þinguvaður fæst úl aö hreyfa henni. Það virðist senv oss sé ekki uppreisnarvon. Hergagnabúrið er oss lokað og þessvegna þarf þingið ekki að taka hænir vorar til greina. En verst af öllu er, að oss vantar sanitök. Enn þá fara kosningar.í hönd. Elest málefni sein á dagskrá eru, hafa eitthvert hald á fiokkum eða þingmönnum, nema vort málefni. A það lerigi svo til að ganga? Vitið þér ekki, ó konur, að þér hafið vopn, sem eru öilum öðrum vopnum bitrari. Þör hafið kærleikann. Hver einasta kona, gift og ógift, er bundin einhverjum kœrleiks- 'böndum við mennina sem kjósa þingmenn vora, og- mennina sem skipa hin æðstu sæti ríkis vors. Þér getið unnið svo íi tilfinningar þessara rnanna, að þeir verði málefni voru hlynntir. Feður yðar, eiginmenn, bræður og synir hafa naumast ánægju af' að sjá yður bogra undir oki því, er þeir sjálfir livorki vildu nfe gátu borið. Ef þér væruð aðeins samtaka gætuð þfer sigrað gegnum þessa menn, og- sú tíð kemur að þfer gjörið það. Verið því viðhúnar, livcr á sínum stað, þegar mannréttinda vinirnir koma til að fyl'kja yður undir merki frelsisins, til að berjast, ekki máske fyrir yður sjálfar, sem þegar eruð fullorðnar, heldur fyrir dætur yðar, eins og forfeður yðar börðust fyrir frclsi sona sinna, sem þeir létu sjálfir líiið fyrir, margir hverjir. An bardaga er enginn sigur, segir máltækið. I gamla daga var það skoðuð skylda hvers manns að vernda kon- ur sinna tíma og réttindi þeirra, og sérhver maður var níðingur kallaður, ekki einungis fyrir að níðast á þeim sjálfur áeinn cða annan hátt, heldur og fyrir að líða öðruin að gjöra það, ef hann gat að gjört. En karlmenn vorra tíma þora ekki að lireyfa kvennréctindamálinu, af ötta fyrir að verða til athlægis! í sannleika er manndóminum að fara fram! Ó konur! Hvaðan kemnr þeim. slíkt dáðleysi? Synir yðar eru þó ekki allir dáðlausir, sem tetur fer, því til eru menn sem fúsir eru að berjast fyrir yður. Skipið þeim í öndverða fylk- ingu yðar og berjist sjálfar með þeim. Guð fcjálpar aðeins þeim sem hjálpa sér sjáifur. Þessir menn geta ekki heldur hjálpað oss nema vér gjörum það sjálfar. Kosningarnar fara í hönd. Tveir íslendingar eru í vali. Vitum vér livort þeii' væru fáanlegir til að taka að sér kvennréttindainálið? Vér ættum að vita það. Og væri nú annar fáanlegur til þess að- eins, að veita þeim manninum ei.ndregið fylgi, Og væri sú aðferð ai- mennt viðhöfð, sem áður er á bent, æfti sá maður að ná kosningu. Það væri lieiður fyrir Islendinga.ef þingmaður sá, sem fyrst hreyfði þessu máli á þingi, væri íslenzkur, Það myndi-gjöra nafn lians ódauð- iegt I sögu Mánitöba, sögu Canada, b.versu sem uin málið færi að þessu sinni. Því'sú tíð kcmur, að konur liafa jafnrétti við kai'lmenn, livenæi' sem það verður, og þá verður þeirra getið til heiðurseða vanheiðurs.sem mest berjast með því eða móti.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.