Freyja - 01.07.1903, Blaðsíða 19
% Eiður Helenar Harlow. g^
„Það var sem ást foreldra minna til mín kólnaði straxjer þau vissu*
hvernig á stóð, og þau hugsuðu ekki um annað, en hversu þau gætu
losast við mig án þess að blettur félli á mannorð þeirra eða heiður.
Út í frá vissu engir um ástand rnitt, sunia grunaði það, samt þorði eng-
inn að láta þann grun í ljósi. Um þetta leyti var þar þó maður nokk-
ur, meira en helmingi eldri en ég, sem komst að því. Hann kom sér í
mjúkinn við Henry, um það leyti sem við vorum að brjóta heilann um
hvað við ættum að taka til bragðs, svo Henry sagði honum allt. Hann
fór þegar til foreldra Henrys og sagði þeim. Þau sendu eftir honum.
En hann sór, að hann skyldi ekki yfirgefa mig. Þegar foreldrar mínir
komust að sannleikanum, ráku þau mig á burt. ÞA kom Morgan, níi
var hans tækifæri til að fá því framgengt, sem hann hefði annars aldrei
getað gjört. Eaðir minn var ríkurog vildi allt til vinna til að verncla
nafn sitt og heiður. Þessi Morgan sagði honum að hann hefði elskað
mig frá því hann fyrst sá mig, en ekki haft neina von um að fá mig,
þess vegna hefði hann þagað. ,,En ef þu vilt fá henni arf sinn, svo ög
geti gefið henni hætilegt heimili, því ég er orðinn fátækur fyrir annara
ódrengskap, — þá skal ég eiga hana og fara með hana burt úr þessu
ríki", sagði hann.
„Faðir minn tók þessu, þó ég hataði og fyrirliti hann,og vildi heldur
deyja en eiga hann. Ég bað og bað að meiga deyja, en dauðinn kom
ekki, og ég hafði ekki um annað að velja en Morgan eða rekast út á
gaddinn. O, ungfrú Helen, ef ég hefði haft eitt einasta dæmi fyrir
augunum, er sýndi mfigulegan veg til að vinna sig áfram, þá skyldi ég
híifa reynt að sigra líka.
„En ég hafðienga hugmynd um að slíkt væri mó'gulegt, því allir
hlutir sýndu og sönnuðu að það væri ekki, og meðal annars þessar
línur:
jKarlmaðurinn óhreinkar mannorð sittog fágar það aftur, en falli
kona frá settri leið hversu lítið sem það er.þá er það óbætanlegt,
Því hennar falli fylgir eilif sinán
eitt fráleitt spor, er sóma og snildar rán,
Og engin iðrun burt þvær slíkan blett
til baka vinnst ei neitt, þótt starfi hún rett,
því hennar sól er sígin djúpið í,
hím sezt ei framar heimi þessum í.'
og allir hlutir sannfærðu mig um að þessi voða dómur væri óumfiýjan-
legur.
„Svo ég fór með þessum manni, eiginkona hans, sagði heimurinn.
En ég hvorki vil né get kallað það svo. Ég fór bara eins og fórnarlamb
til að fórnfærast á altari s.jálfsþóttans og heiðarlegleikans, með Mprgan
burt úr ríkinu, eins og hann stakk upp á. En foreldrar mínir duldu til-