Freyja - 01.07.1903, Side 21

Freyja - 01.07.1903, Side 21
FREYJA 213 Jonni minn'fæddist, að ög sannfærðist um að Morgan væri svo lýg- inn, að cngu hans orði væri trfiandi. Og einmitt J)essi eiginlcgleiki hans sem kvaldi mig svo óútsegjanlega, virtist óaðskiljanlega innlimaður eðl'i sonar míns. Helen, sem að þessu hafði hlustað með athygii á sögu gömlu kon- unnar, gat nú ekki stillt sig um að spyrja,- ,,Hvaða ástæðu hafðir þú til að álíta þetta orsök til breytni sonar þíns, frú MorganV“ „Það cr náttúrulögmál. Líkt getur líkt, og eplið fellur ekki langl frá eikinni. Eu í guðs bænum, kenndu mig ekki við Morgan, kallaðu mig hvað annað sem þér sýnist,-1 sagði gamla konan. „Þetta er ekki kenning presta vorra, þeir segja að allt þesskonar eigi rót sína að rekja til hins spillta manneðlis.11 „Mikið rétt. En hvaðan kemur manneðlinu sú spilling? Ekki frá sfilinni, sem er guðlegs eðlis, því annars væri það guðleg, en ekki mannleg spilling. Nei, það keinur frá holdinu—heilanum, sem sálin starfar í gegnura. Spillingin kemur frfi manncðli voru, og ér þess vegna S fyllsta máta mannleg.1- „Utskýring þín er Ijósari og skiljanlegri,“ sagði Helen, hissa á skai'])leik gömlu konunnar. ,,Reynzluskólinn er allra skóla beztur. Hefðu þeir gengið í gegnum eldrar.nir þær, sem ég hefi gengið í gegnum, er ekki ólíklegt að kenn- ingar þeirra fengju annan blæ, að minnsta kosti suinra hverra.“ ,,En svo ég víki aftur að sögu minni, þegar Morgan hafði eytt ! spil 0g drykkjuslcap fé því er hann fékk með mer frá föðnr mínum, vitandi vel að þaðan fengi hann aldrei meira, ýfirgaf liann mig alveg til að leita að nýrri bráð. Mör þótti vænt nin það, enda frétti ég þá að hann ætti annarstaðar konu og þrjú börn. Svoég var aldrei löglegagift honum. En þnð gjörði nú ekkert til, ágirnd hans frelsaði heiður fólks- ins míns og ég var fali.in hvort sem var. ,,Eg varð fegin að losna og treysti því fastlega að geta unnið fyrir drengnum tnínum einsömul, og ég vonaði að getabætt hann ef ög liefðí liann alveg undir minni hendi. Yonbetri cn nokkru sinni áður, seldi ég allt sem ög mátti missá og bjó mig sem bezt ög gat undir þá atvinnu grein scm ég ætlaði að stunda; Eg ætlaði sem sé að verða þvottakona. ,,Það var ekki há staða, ég liafði heldur ekkert með lifia stöðu að gjöra. En hún var þannig löguð, að ég gat haft drenginn minn hjfi mör, látið hann hjálpa mér og um leið haft stöðugar gætur á honum. Ég kenndi honum sjfilf, og hafði finægju af að sjá honum fara betur fram en jafnöldrum hans, sem gengu stöðugt á skóla. „Við vorum sarnan alla daga að sunnudögum meðtöldum. Hann var betur að sör í biblíunni en sunnudagaskólabörnin, og mör fannst

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.