Freyja - 01.07.1903, Qupperneq 22

Freyja - 01.07.1903, Qupperneq 22
FREYJA zr4 erfiði mitt endurgoldið, þegar eg heyrði alla segja Iiann langt íi zmdan öllum öðrum börnum í nágrenninu í öllu tilliti. Þegar hann var tólf vetra, gekk áköf trúarboðsalda yfir bæinn og Jonni minn barst inn f hjörðina ásamt mörgum öðrum. Nú var égúnagð og treysti því, að al- mætti og gæzka guðs væri nægilegt til að halda honum á vegum dyggð- anna. Enda virtist mér þá, sem tilhneiging hans til að skrökva, væii sigruð, og ég er viss um að liann reyndi að vera góður. En hér sannað- ist sem oftar málsháttuiinn: „Náttúran er náminu ríkari,“ því eftir tvö ár var hann orðinn eins skreytinn og nokkru sinni fyr. Samt virtist hann í því, kunna að haga seglurn eftir vindi og dylja þenna íöst þegar honum sýndist, alveg eins og faðir hans, og fáir höfðu bugmynd nm híð glæpafulla eð)i hans, nema vesalings móðir hans. „Þegar hann var sextán ára gamall, gekk önnur endnrfæðingaralda yfir bæinn, og enn þá varð drengurinn minn endurfæddur. Ilafi nokk- ur maður nokkurntima reynt að lifa kristilegu líferni, þá er ég viss um að hann reyndi það. Eg sá hann berjast við eðli sitt og sigra bvað eftir annað, og ég vonaði og vonaði, og bað guð daglega og innilega að styrkja hann. En þegar minnst varði, brotnaði flóðgarðurinn og eðli hans vann ógurlegan sigur yfir ölluin áformunum góðu. Nú var það ekkieinungis lýgi og grimmd, heldur bættist óráðvendni við. Guð minn góður! hvað ég tók þá út, getur enginn ímyndað sér. Eg grét og bað, og bað og grét. Hversvegna breytir þú þannig, sonur minn? spurði ég hann einusinni. ,„Eg veit það ekki,‘“ sagði hann, vafði höndunum um hálsinn á mér, og grét eim og barn. Og enn þá reyndum við að sigra, ég og hann, og enn þá lifnaði vonin í brjósti mínu. Allan j>enna tíma vissu foreldrar mínir ekkert um mig, því rétt áður en Morgan strauk, liutti hann okkur í smábæ nokkurn Jángt í burt frá fyrri stöðvum okk- ar, ogsvo hélt ég ætt minni leyndri fyrir öllum þar. „Eg verð að fara fljótt yfir sögu ef kraftarnir eiga að endast,“sagði Jana og svipur hennar bar órækan vott um livað hún leið, svo Helen bað hana að hvíla sig, en hún hristi höfuðið, laut áfram og hvíldi höf- uðið í höndnm sér ofurlitJa stund og liélt svo áfram sögunni: ,,Þetta tók þó samt enda, eins og allt annað. Jonni minn var ný- kominn heim eftir Jengri fjarveru, en vanalegt var. Og hann varvenju fremur viðmótsgóðnr ogumhyggjnsamur við mig. Þetta ógleymanlega kvöld—ég man það meðanög Iifi,var hann að lesa mér undur skemmti- lega sögu, sem við hlógum bæði hjartanlega að. En í því var barið að dyrum. Ég sá drenginn minn fölna úpp, og fnrðaði mjög á því. Þó stóð hann upp, opnaði dyrnar og sagði við kommnennina, sem voru tveir, áður en þeir höfðu tækifæri til að segja nokknð: ,Eg er til, herr- ar mínir.' Tók svo hatt sinn, sneri sör til mín og sagði: ,Vertu sæl, móðir mín.‘ Að svo mæltu fór hann með mönnunum, sem ég vissi að voru þjónr.r réttvísinnar.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.