Alþýðublaðið - 27.01.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.01.1927, Blaðsíða 3
aLEÝÐUBLAÐIÐ 3 ©lnffiir f£mmaFS§oii Sæknir. Fæddur 23. september-lSSS, dámn 15. janúar 1927. Nú skyggir við öreigans sjúkrasæng, og. sorglega náklukkan dynur, því djarflega lostinn var dauðans væng sá dáðrakki mannúðárvinur. Hver hjarta vors strengur nú stynur. Þú særður barðist með sæmd og trú og sigraðir flesta hildi, en brandurinn þinn er brotinn nú. En baráttan hafði sitt gildi, ])ótt féllir þú fyrr en skyldí. Þú ætíð varst sjúklingum skjöldur og skjói og skildir, hvað þurfti til bjargar, og almúgans gleði og ástvina sól með yiríku vonýrnar margar. Þú vissir, hvað bezt var til bjargar. Nýtt! Nýtt! Normalfóður. Þetta er ábyggilega bezta fóður handa hænsnum til þess að þau verpi ],vel,fenda er það saman sett af átta tegundum, sem allar eru blandaðar eftir réttum hlutföllum og stendur verksmiðjan, sem fram- leiðir það undir lögboðnu eftirliti efnarannsóknastofu norska rikisins. Normalfóðrið fæst í eftirtöldum verzlunum í Reykjavík. Jón Bjarnason, Laugavegi 33, sími 538. Guðjón Jónsson, Hverfisgötu 50, sími 414. Hjörtur Hjartarson, Bræðrab.st. 1, sími 1256. Andrjes Pálsson, Framnesvég 2, sími 962. Jes Zirnsen, Hafnarstræti, sími 4. Verzl. Von, Laugavegi 55, sími 448 og 1448. Verzl. Ás, Laugavegi 114, sími 772. Guðmundur Guðjönsson, Skólavörðustíg 22, sími 689. Verzl. Laugavegi 70, Sími 1889. Kaupfél. Reykvíkinga, Laugavegi 43, sími 1298. Kaupfél. Reykvíkinga, Aðalstræti 10, sími 1026. Jón Hjartarson & Co., Hafnarstræti 4, simi 40. Það hristir mig sterkt, er ég hugsa um það, að hrunin er borgin þín fríða og rósin fölnuð og bliknað blað, sem bezt mátti heimilið prýða, þú, ljúfmennið lipra og blíða! I djúpri lotning nú drúpir þér sú drött, er þin kynni hafði. Hún leitar um huglönd og liðinn sé» þann, er líknarfeldinum vafði um þjáða og þjáningar tafði. Og harmþrungin starir nú húnvetnsk þjóð á hetjuna fallna í valinn og flytur sorgar- og saknaðar-óð um síunga hlyninn kalinn, sem merkum er minningum falinn. Þín minning ljómar sem sól yfir sveit í sálu hvers einasta landa, því höndin þín listræna rúnir reit, ristar af guðlegum anda. Þær lýsa til friðarins landa. Asgeir H. Pt Hraundal. KirkjuWjómleikar verða haldnir annað kvöld (föstudag) kl. 81/2 'í fríkirkjunni til ágóða fyrir starfsemi Hjálp- ræðishersins. Leikur Páll ísólfs- son á orgelið, Þórarinn Guð- mundsson á fiðlu og frú Guðrún Ágústsdóttir syngur. Aðgöngu- miðar kosta kr. 1,10 og fást í verzlun Björns Kristjánssonar, bókaverzlunum og hljóðfæraverzl- ununum. Almennur fundur iþróttamanna og íþróttavina verður haldinn á imorgun kl. 9 síðdegis í Iðnaðar- mannahúsinu. Umræðuefni: Sund- höll í Reykjavík. — Allir vel- komnir, meðan húsrúm leyfir. Sljórn Ipróttasambands tslands. Trú og visindi. Fyrirlestur Ágústs H. Bjarna- sonar prófessors í gærkveldi var um rök framþróunarkenningarinn- lar i fornleifafræði, jarðlagafræði Og fósturfræði. Næsta miðviku- dagskvöld talar hann um skyld- leika manna og dýra og jafnframt um yfirburði mannsins yfir þau. Samkvæmt þróunarkenningunni ætti mannkynið miklu meiri full- komnun fyrir höndum en það hefir eim náð. Framþróunarkenn- Íngin sé fegursta og göfugasta lífsskoðunin og samrýmist guðs- ítrúnni í fylsta máta. I stað frum- sköpunartrúar eingöngu kemur, þá trúin á sífelda sköpun og jafn- framt á vaxandi fullkomnun mannkynsins. 1520 ár eru í dag, síðan Jóhannes Krysostomos eða gullmunnur andaði.st. 1 íslenzkum miðaldarit- um er hann nefndur Jón gull- muðr. Hann var erkibiskup í Miklagarði og einn af mestu mælskumönnum síns tíma, svo að það orðtak var haft, að þrumur og e dingar lékju á tungu hans, og ræður hans hafa verið nefndar „svanasöngur hinnar grísku mál- snildar“. Sumir kölluðu hann í hrifningu 13. postulann. Hann var ófeiminn við að segja Evdoxíu keisaradrottningu til syndanna og líkti henni við Heródías, drottn- ingu Heródesar. Loks var hann sviftur biskupsdómi og rekinn í útlegð. Var hann á leiðinni í út- legðina, þegar hann andaðist. Skipafréttir. Enslmr línuveiðari kom hingað í morgun til að taka fiskinn úr enska togaranum bilaða (stýris- brotna), sem hér er. Verið er að afgreiða „Lyru“, og fer hún héðan kl. 6 í kvöld. Togari kennir grunns. Einn af togurum Hellyers- bræðra í Hafnarfirði, „Kings Gray“, kendi grunns við Álftanes. Kom hann eftir það hingað í morgun til botnsskoðunar. Veðrið. Hiti mestur 0 stig, lang-minstur 11 stjga frost, á Grímsstöðum. Átt víðast norðlæg. Stinningskaldi í Vestmannaeyjum, en hvergi mjög hvast. Sums staðar lítil snjókoma. Djúp loftvægislægð fyrir austan land á leið til norðausturs. Útlit: Norðlæg átt, hæg hér um slóðir, en dálítil snjókoma í nótt. Hvess- iý á Vestfjörðum í dag og víða í nótt, Snjókoma á Vestfjörðum í dag, en á Norðurlandi og Aust- fjörðum í nótt. Simalínan til Vestmannaeyja er ekki komin í lag, en búist er við, að svo verði síðdegis í dag. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund............kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,70 100 kr. sænskar .... — 121,95 100 kr. norskar .... — 116,77 Dollar . , ... . . — 4,57 100 frankar franskir. . . — 18,26 100 gyiiini hoilenzk . . — 182,98 100 gultmörk þýzk... — 108,38 Gleymska? Hvernig var það ? Hvort gleymdi „Mgbl.“ að segja frá bæjarstjórn- arkosningunum á Siglufirði eða var fréttin of strembin fyrir það? er eftÍFséknarverðara • en fríðleiknrinn einn. I ■ Menn geta fengið fallegan litar- I : hátt og bjart hörund án kostnað- > ; arsamra fegrunar-ráðstafana. Til ; : þess þarf ekki annað en daglega ; ; umönnun og svo að nota hina dá- : j samlega mýkjandi og hreinsandi ; TATOL-HANDSAPU, sem er búin til eftir forskrift ; ; Hederströms læknis. í henni eru j ; eingöngu mjðg vandaðar olíur, ; ; Svo að í raun og veru er sápan j ; alveg fyrirtakshörundsmeðal. : ; Margar handsápur eru búnar til : ; úr léiegum fituefnum, og vísinda : ; legt eftirlit með tilbúningnum er : ; ekki nægilegt. Þær geta verið ; ; hörundinu skaðlegar, gert svita- ; ; holurnar stærri og hörundið gróf- ; ; gert og Ijótt. — Forðist slikar i sápur og notið að eins i TATOL-HANDSAPU. i Hin feita, flauelsmjúka froða sáp- ; ; unnar gerir hörund yðar gljúpara, : i skærara og heilsulegra, ef þér : ; notið hana viku eftir viku. : TATOt-HANDSAPA < i I fæst hvarvetna á íslandi. < Verð kr. 0,75^ stk. : 1 Heildsölubirgðir hjá Hesrkjavik. Pað kostar ekkert að taka þátt í Slanalasja-at- kvæðagreiðslu Hljóðfærahúss- ins. 5 fyrstu verðlaun ©g S@ Suiiisr verðlausa veitt. Sækið skrá ókeypis í flljiifeefiUsi. Hjálparstöð hiúkmiiarfélagsins „Líknar" er opin: Mánudaga . . . . . . kl. 11 - 12 f. Þriðjudaga .... . . — 5 — 6 e. - Miðvikudaga . . . . . — 3 4 - - Föstudaga 6 - - Laugardaga. . . . . . — 3- 4 - - Norrænf bindindfsmannafilng i Síokkhólmi 1928. Frá Stokkhólmi hefir borist su frétt, að þar verði haldið nor- rænt bindindismannaþing 4.—8. júlí 1928. Boðið hefir verið þang- að fulltrúum bindmdishreyfingar- innar á fslandi, í Danmörku, Nor- egi, á Finnlandi, Eistlandi og Lett- landi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.