Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 1

Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 1
JEJfia^.ln.rxIrLg'- I almennum fréttum héöan, rituðum í aprílmánuöi síöastl. var aöeins getið um fráfall konunnar Sezelíu sál. Bárdal, án þess æfiatriða hennar væri frekar minnst og voru til þess vissar ástæður. Sezelía sál. var fœdd 30. sept. 1852, að Fjaröargarðshorni í Svarfaðardal. Faðir hennar var Páll dannebrogsmaður Arnason, Pálssonar prests Arnasonar biskups. Móðir hennar var, Dýrleif Bjarnadóttir. Sezelía sál. ólst upp hjá móðursinni, á Akureyri, til fullorðins ára, og mun hún á þeim tíma hafa fengið dálitla mennt- un.einkum verklega. Arið 1872 giftist hún eftirlifandi manni sínum Benedikt J. Bárdal ættuðum frá Mjóvadal í Bárðardal í Þingeyjar- sýslu. Byrjuðu þau hjón þá strax búskap á Vegeirsstöðum í sömu sýslu, en fluttust ári síðar til Ameríku. Fyrstu tvö árin lifðu þau f Ontario, en íluttust þaðan um haustið 1875, til Manitóba ogsettust að í Nýja Islandi, sem þá voru aðal stöðvar Islendinga vestan hafs. I Nýja Islandi bjuggu þau þangað til árið 1878, að þau, sem marg- ir fleiri, fluttu suður til íslenzku nýlendunnar í Norður Dakota, og námu land í Garöarbyggð. Þar bjuggu þau hjón, nærfellt í tíu ár, eða til þess tíma, að Islendingar byrjuðu að flytja úr Norður Dak- ota til Alberta, árið 1888, að þau, ásamt nokkrum öðrum fjölskyld- um fluttu hingað og námu hér land. Voru þau ein af þeim fyrstu landnámsmönnum hér, norðan Red Deer árinnar, sem þá var með öllu óbyggt land, og hafa þau búið hér síðan, til nálægs tíma. Þau hjón eignuðust tólf börn, af hverjum sjö dóu áungaaldri, en fimm lifa, ein stúlka og fjórir piltar, öll fullorðin. Sezelía sál. var vel að sér gjör um margt, og hafði flest þau skilyrði, sem þurfa, til að standa vel í stöðu sinni. Hún var stillt og glaðlynd kona. sem beitti þreki og jafnlyndi, við hvað sem fyrir kom. Hún var snyrtikona, þrifin og umsýslusöm og lét sér einkar annt um heill og vellíðan heimilis síns, sérstaklega lagði hún mikla alúð við uppeldi barna sinna, því það var hennar innileg ósk, að uppala þau svo, að þau reyndust vandaðir og nýtir meðborgarar í mannfélaginu, enda sýnist hún hafa fengið að miklu leyti þessa ósk sína uppfyllta, því börn hennar eru vönduð og mannvœnleg. Sezelía sál. var nærfærin, nákvœm og heppin við ljósmóður- störf, þótt hún ekki vreri lœrð yfirsetukona, þá mun hún samt hafa

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.