Freyja - 01.03.1905, Blaðsíða 2

Freyja - 01.03.1905, Blaðsíða 2
VII. 8. 19^- FREYJA Svo blasti viö blæöandi hrönnin: í unnvörpum ungur og roskinn, og ellinnar vanmegn og þroskinn, og fallinn lá bróöir um bróður, og barniö/í faðm sinnar móður.— Hún roönaði rússneska fönnin Þar bænrœknin böðuð í tárum, lá blóðrisa’ og dáin af sárum, það friðartákn, frelsunar lindin, sem fólk treysti að opna sér réttlœtis dyr, stóð flekkað þess blóði— sem fyr:— þau krossmark og keisaramyndin. II. Afreks einvala lið, Rússlands útvöldu, þið hvílist verkalok við í framtíðar sigrinum sœlir! Hvert samvizku-innræti, sanngirni trútt, hver sjáandi hugur.hvert mannshjarta prúðt,- allt einróma máli’ ykkar mœlir. Og lofstírinn sá sem að lýöhetjur fá, hlotnast ykkur ei á því guðspjalli’ er trúgirni tœlir, hann hangir svo langt upp’ í aðfara öld að aldrei mun ná til að ble^ta þann skjöld sú óvizka’ er óskilið hælir. Enn getur víst skynleysið skaðað og flengt og skotið um fjölmenni’ og einstakling hengt, en sannindin hopa’ ekki' að heldur,— Loks verður þér kyrkja og keisaravald þín kúgun að glötun og tíunda gjald, og heitur þinn helvítis-eldur.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.