Freyja - 01.03.1905, Blaðsíða 6

Freyja - 01.03.1905, Blaðsíða 6
200. FREYJA VTT 8. krjúpa í kringum hann og hafa þá svœfla, sem til þess eru gjöröir, undir knjánum. I þessum stellingum tála Japar um landsins gagn og nauösynjar, ástamál sín, eða hvaö annaö sem efst er á dagskrá í það og þaö skiftiö. Ekki má kasta neinum úrgangi eöa hroöa, svo sem bréfum, vindla endum eöa neinu þess háttar á eld þenna, því þaö vœri aö vanhelga hann, og þfess utan .mundi það orsaka reyk. En af þessum eldi kemur aldrei reykur eöa reykjareimur. Það sýnir smekkvísi þjóðarinnar þessi snotri útbúnaður á eldfœri þeirra, þegar þess er líka gætt, að eldsneytis ílát þeirra er vana- lega ofurlítil bréfkarfa. Svo vel er þetta um gengið, aö eldstæöiö sjálft gœti staöið á borði hinnar fínustu og hreinlátustu aðalskonu á Englandi án þess að skemma eða ryka nokkurn hlut. Þegar menn hafa gjört sér grein fyrir útliti og nytsemi þessa hibachi hjá jap- önsku þjóðinni, og hversu gœtilega hún notar hann, hafa menn til hálfs skilið lyndiseinkenni hennar. Vér erum ekki lengur hjá hinni hæglátu japönsku þjóð, hjá hverri vér vonuðumst svo lítils en fundum svo mikið, heldur á leið- inni til Shanghai til að rannsaka þar nýja og oss óþekkta veröld, og þangað búumst vér við að verða komnir innan 24 kl. Þegar vér komum lengra upp eftir ánni Woosung og eftir ao hafa farið fyrir langt nes serrj orsakaði stóran bug á henni, sáum vér skamrnt frá oss Shanghai—mestu sjóborg Kína. Þegar vér kom- um nær sáum vér mesta aragrúa af smábátum með kínversku iagi og voru þeir allir mannaðir innlendum mönnum. Þá heyrðum vérog allt í kringum oss þetta einkennilega hljóð,hi hi hi, sem einkennir mál þeirra í eyrum þeirra, sem því eru ókunnir. Allt í kringum lendinguna var og þétt skipað af fólki þessu, en borgin,það sem af henni sást frá höfninni, var furðu lík ameríkanskri borg. Háir kyrkjuturnar hófu sig upp í loftið, tvœr mótmælenda kyrkjur voru þar allnœrri, mörg falleg íbúðarhús, og tilkoinumiklar stjórnar- byggingar, ásamt stórkostlegum verkstœðum, nýmóðins kerrur og akfæri með skrautbúnum ökumönnum þeyttust fram og aftur og hurfu yflr brú spölkorn þaðan. Þetta var einungis enskumœlandi hluti borgarinnar Shanghai. Hir er álíka munur á hinum enskumæl- andi hluta þessarar borgar og ins kínverska, eins og milli þessara sömu deiida í borginni San Eransisco á Kyrrahafsströndinni í

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.