Freyja - 01.03.1905, Blaðsíða 7

Freyja - 01.03.1905, Blaðsíða 7
VII. 8. FREYJA 201. Bandaríkjunum. Allmikill veggur aSskilur þessa tvo hluti. Hinn evrópiski hluti hennar er hin nýja Jerúsalem, en hinumegin er hin svo kallaöa Paphet. Aður haföi oss veriö sagt að þetta væri hin óþrifalegasta borg í Kína, og vér trúum aö svo sé, eftir aö hafa séð hana. Götur borgarinnar eru þröngar,þétt skipaðar beggja vegna, og umferð mikil. Loftið þungt og þvingandi og innbúarnir ókurt- eisir og grófgeröir með andlit, sem vitna um þjáningar og illa líð- an, um leiö og þau eru ólundarleg og þverúðarleg. Oss fannst, sem oss hefði veriö snögglega þeytt úr japanisku blómagöröunum ofan í þenna óþrifa blett. Enda unnu óvildar- augu Kína svig á glaðlyndi voru, því viöbrigðin voru óútsegjanlega mikil frá hinu vinalega viðmóti Japa. En bráðlega mœttum vér nokkrum fornvinum og bœtti þaö skjótt hag vorn og geðslag uin leið. Frú Boon, kona Boons biskups, sem varð oss samferða frá San Fransisco til Yokohama, og var kunnug öllum kristniboðs og menntastofnunum í Shanghai, bauð þeim Y. hjónunum og mér aö heimsækja sig í Sanghai, svo við notuðum okkyr það strax og keyrðum út þangað, því Boon háskólinn er nokkrar mflur fyrir ut- an borgina. Við vorum svo óheppin að þau voru ekki heima. En höfðu skilið staðinn eftir í umsjón prófessors frá New York, og tók hann oss mjög vel og gjörði oss komuna skemmtilega. Maður þessi var 25 ára gamall, kvongaður kínverskri konu og klæddist kín- verskum búningi. Hann átti fallegt hús skammt þaðan,og svo áttu aðrir kennarar við skólann. Þeir höfðu nokkra þjóna og þjónustu- konur. Þessi skóli er nokkuð öðruvísi en flestir aðrir, stúdent- arnir eru flestir af efnuðu fólki komnir og borga vel, svo skólinn borgar sig sjálfur að mestu leyti. Þó er sérstök deild í skóla þess- um œtluð fyrir fátœklinga. Okkur voru sýnd nokkur stúlkubörn, sem þau hjón höfðu tek- ið til fósturs. Eftir sögu hans að dœma eiga trúboðar í Kína mjög gott. Hann sagði að þeim væri öllum leyft að fara heim einusinni á hverjum fimm árum, sjálfur bjóst hann við aö fara til Ameríku innan tveggja ára. Einnig sýndi hann oss stóra og myndarlega trúboða stofnun, s m var undir umsjón Franskra nunna. Þœr gjöra mjög mikið gott •

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.