Freyja - 01.03.1905, Blaðsíða 13

Freyja - 01.03.1905, Blaðsíða 13
VII. 8. FRE\Ja 207. nv'nnlega hjarta, stranglega eftir réttindum sfnum. Þrátt fyrir það að þjóðfélagið hefir sett það í grindur, út íyrir hverjar því er bannað að horfa, sprengir þetta veika hjarta, allar slíkar grindur, alla ‘jötra af sér, til þess að hlýða œðri lögum og helgara lögmáli —lögmálináttúrunnar, ogflýgur útí sólarljós eðlilegrar endurgoldinn- ar ástar. Hið helga lögmál frelsisins er þrykkt á sérhvert mann- legt hjarta með óafmáanlegu letri, hversu sem það kann um lengri eða skemmri tfma að hyljast undir ís fégirndar og þjóðfélagslegrar siðvenju. Þó þér dragið alla hugsanlega slagbranda fyrir dyr hjart- ans, þá brosir ástin að þeim, því hún veit sér veg yfir allar torfær- ur jafnvel þær,sem villudýr merkurinnar ekki myndu voga að fara. ,,Ó, þú heilaga, heilaga ást! Ó, hversu þínu frelsandi al- mætti hefir verið misboðið! Lágbornar girndir, sem brenna sig inn í hjörtu manna hafa verið misskildar og kallaðar þínu helga nafni—hafa verið teknar fyrir þinn h e i 1 a g a e 1 d . Astin, heilög og hrein, hreinsar og upphefur hjartað, vekur það til framsóknar og lofsverðra framkvæmda—til heiðarlegs lífernis, þar sem girnd- irnar einar, úttauga líkama og sál, og sökkva þrælum sínum niður í djúp eymda, synda og svívirðinga. ,,En hversu fáar eru ekki þoer mæður, sem kenna börHium sínum að þekkja mismuninn á sannri ást, og þessum girndar bruna? Hversu margar mæðurgefa ei dætursínar, ungar og saklausar, grá- hœrðum syndaselum, glaðar og ánœgðar, sé gull þeiria nóg, og heimurinn kallar það, ,,ágœta giftingu, “ þó að hjörtu þessara sömu dætra hrylli við nálœgð þeirra, allt þar til, að dauðinn af náð sinni, stillir þau í faðmi sínum. , ,Farið til bústaða inna dauðu og sjáið hvað margar ungar, elskandi eiginkonur og mœður hvíla þar. Farið á spítalann og horfið á in starandi augu kvenna þeirra, sem vitna um afleiðingar hjúskapar bölvunarinnar, um eignarrétt eiginmannsins á iíkama konunnar sinnar og misbrúkun hans á þessum viðkvæma h 1 u t. Farið landið á enda —veröldina á enda og lesið í augum og svip þeirra sem þér mœtið, vitnisburðinn um örmagna sálir, sviknar vonir, sundurkramin hjörtu—og allt þetta fyrir þrœllyndi mann- anna á meðbræðrum þeirra,en sérstaklega varmennsku þeirra í við- skiftum þeirra við k o n u n a.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.