Freyja - 01.03.1905, Blaðsíða 19

Freyja - 01.03.1905, Blaðsíða 19
VII. 8. FREYJA 213. Þegar dimrna heljar höll hlýtur þú aö kanna, gæt þess helzt—þín góöverk öll glansi’ í augum manna. Fágaðu gjörvöll fótspor þín fyrir manna sjónum, getur þá ei gröfin þín gleymst af jaröar þjónum. Hafi þig elskað heimurinn hann sig grœtur þreyttan, leggur svo á legstað þinn lárvið gulli skreyttan. Viljirðu heimsins viröing ná ogvera’ á ílestra stígi, haföu mest í 'heiöri þá hræsni, smjaöur, lýgi. Fylgdu reglum fépúkans, —frægð það eykur mesta—- annars munu hundar hans höggtönn á þér festa. Þú skalt aldrei að því gá hvort ert á vegi réttum, hvort aö leiö þín lyktar á lágströnd eöa klettmn. IV. Dapurt nálgast dagsins þrot drynur brim á sandi, hundrað þúsund háta brot berast nú að landi. Sjáðu maður! reiö er rán, raun-för mörg þaö vitnar stýrislausir, ára án, allar voðir slitnar. Af því hreppti margur inein maður, sem hylur gröfin haföi’ ei ljós né leiðarstein er lagði’ á fjœrstu höfin. Fjölgarmjög umMammons hjú, —margskyns bjóðast réttir— er því skipstrand orðið nú allra tíma fréttir. Villt af tímans voöaglaum vafin þrældóms trafi berst sú óþjóð undan straum úti á regin hafi. Mun sú dróttin kenna kífs knýtt viö skör þess fjanda þá í firrð hjá flóðgarö lífs fleyin brotin standa. Trúir fá’r, við flóðsand þá feikn og ógnir standi, heldur alþjóð eigi’ aÖ ná œðra vona landi. Nú sinn lyga-lœrdóms hjúp lævís þjóðin gyllir, sem í fen og foröð djúp fáráölinga villir. Finnur skipun skaparans skrílþjóð allt til saka, þarsemhrokiogheimska manns höndum saman taka. Já.það syrtir óðum aö undir lífsins tjaldi, en hvort birtir aftur, þaö er á drottins valdi. ÞVHNllí.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.