Freyja - 01.03.1905, Blaðsíða 20

Freyja - 01.03.1905, Blaðsíða 20
ain a k i o. Stanley œttarblettirnir. —o— ,,Hann Jón ætlar aö koma meö konuna sína, “ sagöi liver öör- um og öllum þótti þaö gleöi tíöindi, því hann var elzta Og eina gifta barniö af tíu systkinum. Fólkiö hans—foreldrar hans og systkini höföu aldrei séð kon- una hans, og nú heföi hann ekki komið með hana hefði hún ekki verið lasin, því hann hélt breytingin kynni aö gjöra henni gott. Móðir hans sagöi ekki neitt við þessari klausu r.r bréf.nu hans sem kunngjörði því komu þeirra hjónanna. En eigingirni barn- atina hennar kæruleysislega sögö, eins og t. d. í bréfkaflanum þeiin arna, og ósögð, eins og hún kom svo oft fram í daglegri breytni þeirra, haföi oft orsakaö henni hjartverk, og aukið henni margan snúninginn.og hún fann til þess,þó hún boeri það meö þögn og þol- inmæði. Hví gat Jón ekki skriíaö,aö hann langaöi svo til aö sýna fólkinu sínu konuna sína, aö hann þyldi ekki lengur viö fvrir ó- þreyju, eða eitthvaö þess háttar? Það hefði glatt móöur hans, ó, svo undur mikið. En þrátt fyrir þaö var nú allt á tjá og tundri aö búa undir korfiu þeirra ungu hjónanna, og mainma var œfinlega umhyggjusömust og úrræöa bezt. Hún var nú samt ekki laus viö vonbrigði þessi koma þeirra, því Jón haföi talaö svo mikiö um fegurö konunnar sinnar aö það var ekki von, að nokkur mannleg vera gœti uppfvllt vonir fólksins í því tilliti. Þaö sá laglega, glaðlega og stillilega konu—ekkert afbragðs fallega en svo góðlega. En augun hennar voru undur falleg, svo björt og svo hrein. Jón var líka talsvert breyttur. ,,Hann er miklu kurteisari en hann var, “ sagði móðir hans, þegar þau, þreytt eftir ferðina voru komin inn í svefnherbergi sitt. ,,Hann er í skóla hjá konunni sinni, “ sagði einn bróöir hans hlæ- andi. ,,Hann þjónar henni eins og vœri hann þjónustukonan henn- ar. “ “Hann hœttir því bráðum, “ sagöi ein systir hans og yfti öxl- um. ,,í aö er öröugt að breyta œtterninu. “

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.