Freyja - 01.03.1905, Blaðsíða 21

Freyja - 01.03.1905, Blaðsíða 21
VII 8. FREYJA 215. ,,Eg vona að hann breytist ekki frá því sem hann er nú, “ sagði móðir þeirra meö hœgö, og leit yfir til mannsins síns. Hún mundi eftir því, þegar hann fyrir mörgum árum síðan hafði farið með hana til fólksins síns, þá voru þau nýgift. Og hún mundi hve fljótur hann var þá að taka eftir sérhverjum skapbrigðum hennar og hve fljótur að veita henni allt sem, hann hélt að gœti glatt hana. Og hvað hann var stoltur af henni í þá daga. En það hafði breyzt—breyzt furðu fljótt. Ætternið sagði til sín. Hann var hrísla af gömlum stofni, það vissu allir sem þekktu. Þessi björtu rannsakandi augu teingdadótturinnar sáu margt og skildu, þessu daga. Hún sá að tengdamóðir hennar var þjónn og þrœll allrar fjölskyldunnar, að dagsverki hennar var aldrei lokið fyr en allir voru komnir í rúmið. Engum datt í hug að loka hús- inu af því mamma gjörði það æfinlega. Væri unga fólkið úti að skemmta sér, beið tnamma œfinlega eftir því. Stúlkurnar sváfu á morgnana vissar um að mamma kveikti upp í stónum og sæi öllum fyrir morgunverði. Drengirnir fóru til vinnu sinnar á morgnana, án þess að sjá húsinu fyrir vatni eða eldivið. Mamma var snillingur að höggva við í stóna og tálga niður uppkveikju efni. Og enginn kunni eins vel og hún, að draga vatn upp úr brunninum með gömlu mosavöxnu fötunni. A morgnana hellti hún kaffinu í bollana þeirra allra og notaði diskinn sinn undir könnuna, en borðaði sjálf leifarnar kald- ar og ónotalegar. Hún var orðin svo vön við að standa upp frá borðinu til að fylla allra þarfir, að hún gjörði það, án þess að taka eftir því. ,,Ég vildi að þú bæðir mig að rétta þér brauðið, mamma, “ sagði Jón hálf önugur þriðja morguninn sem þau hjónin voru þar. , ,Það er svo leiðilegt að sjá þig standa upp og ganga hringinn í kring- um borðið eftir brauðsneið, eins og við vœrum tómur óaldalýður. „Gjörði ég það, Jón, “ sagði móðir hans hálf hissa. Ég tók ekkert eftir því. “ „Mamma er orðin svo vön við að hlaupa fyrir alla að við því verður ekki gjört, “ sagði Matthildur elsta dóttirin og roðnaði við, því kona Jóns hafði fest á henni björtu augunsínogí þeim lá ásökun. llún sá gestina koma og fara og einatt var mamma í eldhúsinu því einhver varð að matreiða fyrir þá og heimafólkið. Oft lagði hún

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.