Freyja - 01.03.1905, Blaðsíða 22

Freyja - 01.03.1905, Blaðsíða 22
FREYJA VII. 8. 216. a5 ,,mömmu að skemmta sér meö yngra fólkinu en sérstaklega aö fara með því á eina skemintisamkomu, sem halda átti undir beru lofti, en við það var ekki komandi, hún hafði svo margt að gjöra heima, mjólkurílátin voru óþvegin, fötin hans pabba óbœtt, hænsn- um og kálfum ógefið m. fl. o. fl. ,,Jœja, mamma góð, þú ræður í þetta sinn, en næst þegar ég bið þig, skaltu fara með mér, svo vertu við því búin, “ sagði tengdadóttir hennar og skók hlœgjandi fingurinn framan í tengdamóður sína. Tveim vikum seinna fóru ungu hjónin heimtilsín og,,mamma“ með þeim. En hvernig það atvikaðist, vissi hvorki hún né heimilis- fólkið og þess vegna brá því heldur en ekki í brún þegar hún fór. Hún hafði svo oft sagt að hún gœti ómögulega farið, og þegar járn- brautarlestin þaut áfram með hana, mundi hún eftir svo mörgu ó- gerðu sem hún hafði endilega œtlað sér áð gjöra. Hún gleymdi að minna Lindu á að láta aftur kjallaragluggann og þess vegna fóru kettir í kjallarann og sleiktu allan rjómann sem fara átti í morgun- kaffið þeirra. Og svo gleymdi hún að segja pabba hvar spariskórnir hans vœru, enda ætlaði hann aldrei að finna þá. Drengirnir kölluðu af vananum á mömmu, þegar eitthvað vantaði, og Bellasagðist vera hrædd um, að ,,of miklum verkum hefði verið hlaðið á aumingja mömmu, “þegar hún morguninn eftir brottför hennar var að berjast við eldsúrt brauðdeig, því brauðgerðin var eitt af þeim verkum sem mamma hafði þegjandi tekið að sér. ,,Eg er annars hissa á okkur öllum að líða aumingja mömmu að stjana við okkur, eins og hún gjörir, rétt eins og við vœrum kjöltubörn. Ég er hrædd um að Stanley ættarblettirnir séu álíka þéttir á okkur systkinunum, eins og misl- ingar á mislingaveikum sjúkling, og ég legg til að við sköfum þá af áður en mamma kemur heim, “ sagði Linda alvarlega. „Mamma er orðin ung í annað sinn, “ sagði Jónvið konu sína. ,, Já, og ég get ekki liðið að hún fari heim til að þrælka. Iíona sem alið hefir upp jafn mörg börn og hún.ætti sannarlega að meiga hvíla sig, þegar hún er komin á þenna aldur. Ég er hissa á systk- inum þínum að sjá þetta ekki, “ sagði Mildríður, kona hans. ,, Eg er ekkert hissa á þeim, ég var alveg eins, þangað til að þú opnaðir á mér augun. Okkur var aldrei kennt að hugsa um mömmu og álitum sjálfsagt að hún ynni eins og hún vann. “

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.