Freyja - 01.03.1905, Blaðsíða 23

Freyja - 01.03.1905, Blaðsíða 23
VII. 8. FREYJA 217. Þegar það fréttist aö mamma kœmi, var allt á lofti heima. Allir gjöröu nokkuð til að útbúa ,,gestaherbergið, “ \>ví þar 'Átú hún framvegis aö búa, sem heiffursgestur Stanley fjölskj’ldunnar. Þang- að var nú kominn djúpur hægindastóll, mjúkur legubekkur og skáp- ur meö nokkrum bókum, sem mömmu haföi oft langað til að lesa, en aldrei haft tíma til að lesa. Öll þessi þœgindi fengust fyrir einn kvígukálf, sem pabbi Stanley lógaði rétt til þess. Hann klóraði sér á bak við eyrað, þegar hann tók að rumskast við skorinorða bréfið frá Jóni og Mildu, sem Linda las honum og hafði svo góð áhrif af því að ,,mamma“ var farin. ,,Það er seintað kenna gömlum hundi að sitja, ‘ ‘ sagði karl, , ,og það er býsna erfitt að rétta við, þegar búið er að móta mann í sama mótinu, sem afar og langafar manns voru mótaðir í,og ég er hrœddur um að við höfum ekki breytt rétt við mömmu En hvað hún var falleg og tignarleg, þegar við gift- um okkur, svo miklu fallegri en þið allar og svo fjörug og kát. Ég skil ekkert í því, hvernig ég hefi farið að gleyma því svo lengi!’' ,,Já, falleg, “ sagði Linda. , ,Ég held við fríkkum við að losna YÍð œttarmarkið. “ En skyldi nú mamma taka eftir öllum þessum breytingum, hugsaði hún, og horfði yfir dekkað borðið, skreytt blóm- um og dýrasta borðbúnaðinum sem heimilið átti til. Hún tók ekki eftir því, að breytíngin var meiri á henni sjálfri en ölluöðru, þvt nú var hún orðin að umhyggjusamri húsmóður og það fórjhenni mjög vel. Öll fjölskyldan stóð úti til að fagna mömmu, þegar hún kom. Hefði hún áður efast um ást barnanna sinna til sín, hvarfsáefi með öllu, þegar hún sá allt, sem gjört hafði verið til að fagna komu hennar, því móðuraugað sá það strax. ,,Ó, hvað það er gott, að koma heim, “ sagði hún og litaðist um, ,,ogþó hefir mér liðið mjög vel, þvf Milda kann manna bezt að sjá um það. En mérhefir legið við að sárna við hana, þegar ég hefi hugsað um allt, sem ég hefði átt að gjöra og þurft að gjöra heima,1 ‘ bærti hún við. , ,Ég get nú sagt þér það, mamma góð, “ sagði Walter glaðlega, , ,að við höfum öll komist að raun um það, að án mömmu er heim- ilið ekkert heimili. Þó systurnar gjöri býsna vel, fylla þær ekki þitt sæti. “ ,,Það er ekki von þœr gjöri allt, vikin eru svo mörg, “ sagði mamma. ,,Ég býst við að allt sé nú óbætt og rifið, það er bezt að koma ineð allar druslurnar, þegar búið er að borða, því ég get bœtt á meðan við segjum hvort öðru fréttirnar. “

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.