Freyja - 01.04.1906, Side 10

Freyja - 01.04.1906, Side 10
210 FREYJA VIII. 9- Enginn hafði búið sig út með nesti, horfurnar. voru því allt annað eu glæsilegar. Þá var það að núverandi vinur okkar Arthur gaf sig fram, og stakk upp á því að rið piltarnir færum í vistaleit. Frú Leland vildi ekki taka það í mál af ótta fyrir að við kynnum að viliast. Þar kom þó að hún gaf eftir. Yiðréðum af að ganga rneðfram hæð er lá vinstra megin brautarinnar og er rið höfðum gengið hér um bil eina mílu veg- ar komum við að srná þorpi einu og var okkur þar vel fagnað. Og er innbúarnir viasu um ferðalag okkar og érindi, lögðn þeir þegar saman ogbjuggu okkur út með vistir handa fólkinu á lestinni og er við höfðum hvílt okkur lögðum við enn af stað og höfðum nú handsleða meðferðis. Leiðin var torsókt vegna snjóþyngslanna, svo það var ekki fyr en að áliðnum degi að við kotuum til baka, og varð þá margur matnum feg- inn ekki síður en okkur. Að kveldi nsesta dags var búið nð hreinsa brautina, nýr gufuvagn kominn til að hjálpa lestinni áfram og við lögð- um aftur af stað. Herra Arthur hafði reynzt oss hinn mesti bjargvætt- ur og bezti drengur og þar eð för hans var heitið til Harrisburg, buðum við lionum að halda hópinn og eftir öllu útliti að dæma virðist hann á- nægður með það fyrirkomulag.“ Allir þökkuðu Wilbur söguna nema Edith og Arthur, sem voru avo niðursokkin í að hlusta hvort á annað að þau litu þ.i fyrst upp er sögumaðurinn þagnaði, og roðnuðu er þau sáu alla horfa brosandi til þeirra, en svo hiógu þau iíka meðhmum. Að máltíðinni lokinnifóru tæ- argestirnir að talaum að fara heimleiðis og Arthur kvaðst mundu fá sér gistingu á einhverju gistihúsi borgarinnar, Eu það vildu hjónin með engu móti heyra. Var það þá afráðið að hann yrði þar um nóttina. En er bæjargestirnir voru aðbúa sig undir að fara varð Arthur fyrstur út, því hann ætlaði að sjá hvort hestarnir væru komnir. Þegar hann kom út, sá hann mannliggja á tröppunum, eftir öllu útliti að dæma stein- dauðann. Kallaði hann þegsr á mannhjálp og var maðurinn borinn inn og einhver bauðst til að sækja læknir. Atthursagðist vera læknir cg bauð lijálp sína og þóttu það góðar fréttir. Maðurinn var nú ficttur klæðum baðaður og svo vafinn heiturn ullardúkum. ,,Afleiðing illsuppeldis og vanþekkingar æskumannsins á eigin líkáma sínum — sorgleg iðgjöld lofins náttúru lögmáls,“ sagði læknirinn raunalega, þvi maðurinn sem þeir voru að berjast við að lífga var unglingur, á að gizka 18 eða 19 vetra, en þunnieitur og torkennilegur og áuðsjáanlega niðurbrotinn af óreglulegum lifnaðí. Fölleiia, torkennilega andlitið hefði getað ver- ið faliegt en nú var það hörmulegt ásýndum. Þeir W-ilbur og Norman

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.