Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 20

Freyja - 01.04.1906, Blaðsíða 20
220 FREYJA VIII. 9. En svo lítur út sem in nýja lagabreyting muni setja nýtt líf í jafnréttisbaráttuna hér í Manitóba, ef dœma skal eftir greinum er síðan hafa birtar veri'S uiii það mál bæði af konum og körlum í ensku Winnipeg blöðunum. Og yrði sú hreifing að nokkru veru- legu gagni, mætti segja að afturhaldsstjórnin ætti svipaðan þátt í að koma henni af stað eins og Júdas í endurlausn mannkynsins, og œtti þá náttúrlega samskonar þakklœti skilið. í Lögbergi 5. apríl s.l. er grein með fyrirsögninni: ,,A vor- inngöngudaginn. “ Lesið. hana, hún er þess virði. Kvenn-skólakennari í Wg. neitaði nýlega að rita nafn sitt und- ir grein í skólareglunum er fjallar um bænagjörð á alþýðuskólum og fœrði fyrir þeirri neitun bœði það, að hún treysti sér ekki til að sjá um að bœnagjörðin yrði að tilœtluðum notum, og svo það álit sitt að guðsdýrkun ætti ekki að kennast á alþýðuskólum af því að þar væri hún oftast andlaus venja. Skóiastjó rnin gaf henni í skyn að allir rituðu undir greinina þó henni væri ekki framfylgt nema einu sinni eða tvisvar á ári. Stúlkan kvaðst ekki rita nafn sitt undir það, er hún ekki treysti sér til að framfylgja samvizkusamlega. Henni var þá tilkynnt, að skólastjórnin gœti ekki mœlt með henni sem föstum skólakennara framvegis. Hefði kennarinn runnið á agnið og ritað nafn sitt undir grein- ina meðþeim ásetningi að framfylgja henni einungis til málamynda, þá hefði skólastjórnin fundið ástœðu til að mæla með henni. Ráðvendni í hugsunarhætti á ekki upp á pallborðið nú á tímum. Ég hefi verið svo heppin að kynnast ráöinni og roskinni konu —einni af þessum móðurlegu, góðu konum, og fá hana til aðrita í Freyju framvegis urn mál þau er kvennfólk og heimilin mestu varða. Fyrsta ritgjörð hennar verður í nœsta blaði undir fyrirsögninni: Til ungra stúlkna og mœðiía. Ivona þessi er vel ritfær og hefir lífsreynzlu og þekkingu á þessurn og mörgum öðrum inálum. Ég tél það bæði happ og heiður fyrir mig og Freyju að hafa fengiö slíka meðhjálp og er viss um að lesendur Freyju mundu vera mér samdóma ef ég mœtti segja þeim hver konan er. En það má ég ekki. Sem rithöfuridur gengur hún framvegis undirnafninu,,Unn- UR.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.