Alþýðublaðið - 31.01.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.01.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞ. ÝÐUBLAÐIÐ Íalþýðublaðið < kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við ; Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. - til kl. 7 síðd. ; Skrifstofa á sama stað opin kl. : 9Va—lOVa árd. og kl. 8—9 síðd. ; Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 : (skrifstofan). j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á í mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan ; (í sama húsi, sömu símar). Þingmálafundur i HafnarSirði. íhaldsþingmennirnir fara mjög halloka. Á föstudagskvöldið héldu þeir Björn Kristjánsson og Ólafur Thórs þingmálafund í Hafnarfir'ði. Var íundurinn talsvert f jölmennur, og vár pó verkamannafundur á sama tima. Voru þinggmennirnir í algerðum minni hluta á fundinum. Höfðu peir að eins {rrjú mál á dagskrá. Fyrst var almenn til- laga um sparnað og að gæta hófs á ríkisfé. Var hún samþykt. Þá var járnbrautarmálih. Var Björn eins og áður á móti járnbraut- ariagningu, og Ól. Th. kvaðst vera móti henni fyrst um sinn. f’luttu jreir tillögu um, að fundurinn skoraði á aljringi að láta ríkið ekki leggja járnbraut. Sú tillaga var feld, hvað sem jreir sögðu. Ekki, fór betur fyrir peim í þriöja málinu. Það var um „óþarfa- mælgi“. Vildu þeir láta fundar- menn samþykkja áskorun á al- þingi utn, að það takmarki „ó- þarfamælgi“ einstakra jhng- manna; en fundarmönnum fanst mál þetta svo ómerkilegt, að þeir samþyktu að taka það út af dag- skrá fyxir þingmönnunum, og prðu þeir að láta sér svo biiið lynda. Þeir Jón Baldvinsson alþm. og Haraldur Guðmundsson voru á fundinum og töluðu á móíi báð- um síðari tillögum þeirra Bjarn- ar og ÓI. Th. Einnig talaði Gunn- laugur Kristmundsson bæjarfull- trúi af hálfu Alþýðuflokksins, en Sigurgeir Gíslason af hálfu í- haldsmahna. Björn Kristjánsson mun hafa þózt vera búinn að fá nóg, áður en fundinum lauk, því að síðustu lýsti hann yfir því, að hann muni ekki bjóða sig framar íram til þingmensku. — Svona fór um sjóferö þá. Endurreisn eða niðurrif? Það er ekki ár liðið, síðan í- haldið var mjög hróðugt yfir því, að frá því, að 'íhaldsflokkurinn tók við völdum, hafi fjárhagur landsins stórum batnað. Mestur var þó gorgeir íhaldsins, er fjár- lög síðasta þings voru rædd. Mik- ið var þá um dýrðir hjá íhaldinu. Jón Þorláksson átti svo sem ekki að vera lengi að rétta við f járhag íslenzku þjóðarinnar úr þeirri kreppu, sem hann var í eftir kreppuárin! Nú upp á síðkastið hefir þó minkað heldur gorgeir íhaldsins, gortið um viðreisn fjár- hagsins. Kemur þetta einna ljós- ast fram í yfirlitsgreinum þeim, sem nú að undanförnu hafa birtst í „Morgunblaðinu“. I jressum greinum er sáran kvartað undan afkomu síðasta árs, enda þótt reynt sé eftir megni að draga úr því, hvernig ástandið er nú í lend- inu eftir þriggja ára, íhaldsstjörn. Þessar yfiriitsgreinar koma ekki við veiku blettina. Þær minnast ekki á árgæzku undanfarandi ára 1924 og 1925. Þar er ekki mínst á það, að Jressi ár eru líklega þau mestu veltiár, sem yfir ís- lenzka atvinnuvegi hafa komið, sérstaklega þó sjávarútveginn. Lítill vandi hefði því átt að vera með skynsamlegri stjórn að bæta fjárhag landsins á þessum árum. Það er að vísu hægt að segja, að fjárhagur landsins hafi batnað lít- ið eitt út á við þessi þrjú ár, sem íhaldið hefir setið að völd- um. En hvaða verði er þá þessi bati keyptur? Hann er dýru verði keyptur. Hann er keyptur meh hruni atvinnuveganna. Allir at- vinnuvegir landsins eru nú í kaldakoii. Alt í rústum, sama, hverí liíið er. Það er harður dóm- ur að segja, að það sé stjórn landsins að kenna, hvernig á- standið er nú í landinu, en þann dóm hefir íhaldið lagt á sig sjálft. Þann dóm lagði það á sig árið 1924, þegar það tók við völdum. Árinu 1923 hefir verið viðbrugð- ið, hve slæmt það hafi verið, og hve slæmt hafi þá verið ástand atvinnuveganna hér. íhaldið kendi þeirri stjórn, sem þá sat að völd- um, um, hvernig ástandið var þá í iandinu. Það er ekki síður hægt að kenna þeirri stjórn, sem nú situr að völdum, um, hvernig á- standið er nú í landinu. Árin næstu á undan 1923 voru rýr ár, svo að það var eðlilegt, að árið 1923 yrði slæmt. Árin 1924—25 voru framúrskarandi góð til lands og sjávar, svo að það er ekki eö'ilegt, að árið 1923 yrði harð- ræri, enda var árið í raun og veru alls ekki slæmt. Það er íhalds- stjórnin, sem hefir með stjórn sinni tekist að gera það að reglu- legu harðæri. Eins og áður er tekið fram, eru alljr atvinnuvegir landsmanna í því versta ástandi, sem hugsast geíur, sama, hvort litið er á sjáv- arútveginn, landbúnaðinn, iðnað- inn eða verzlunina, — ált 1 kalda- koli. Er merkilegt, að sjávarútvegur- inn, stærsta atvinnugrein þjóðár- innar, sku!i vera í jafn-slæmu á- standHog hann er eftir þessi góðu ár, sem á undan eru gengin. Aldr- ei, síðan farið var að reka sjáv- arútveg í stórum stíl, hefir á- stand þessa atvinnuvegar verið jafn-bágt og nú er, — svo slæmt, að við borð Iiggur, að fjöldi skipa geti ekki stundað fiskveiðar á þeirri vertíð, sem í hönd fer. Mér verður að spyrja: Hvar er fjár- hagsviðreisn íhaldsins? Jú, við- reisnin sýnir sig bezt í því, að: núna nýverið skoruðu ísfirðing- ar á stjórnina að hjálpa sér, svo að bátar þeir, sem þaðan eru venjulega gerðir út, gætu stund- að fiskveiðar á vertíð komandi. Ekkert hefir heyrst enn í þá átt, að stjórnin muni hjálpa ísfirðing- unum. Ég hefi miklu frekar heyrt, að stjórnin myndi ekki geta hjálp- að. Ef svo reynist, að stjórnin sé vanmegna, þá virðist mér sem ástand fjáxhagsins megi tæplega valtari fæti standa, — þá virðist „fjárhagsviðreisn“ íhaldsins hafa snúist í höndum þess í nidurrif. J. Þökk fyrir jólagjafirnar. í 6. tölublaði Alþýðublaðsins er skýrsla Hjálpræðishersins yfir líknarstarfsemi hans nú um jól- in. Eins og sjá má af nefndri skýrslu hefir fjársöfnunin orðið mikil og þess vegna margir not- ið gjafa, sem annars höfðu htið á jólaborðið. Hér í bæ hefir atvinnuleysi ver- ið með mesta móti í vetur. En eins og allir vita, er vinnan fyrsta skilyrði fyrir vellíðan þeirra, sem hafa hana að lífsstarfi sínu. Ekki er hægt frá mannúölegu sjónar- miði að ætlast til þess, að efna- lausa fólkið fái ekki að njóta jóla- gleði eins og þeir, sem peninga hafa. En hvernig var ástandið hjá fjölda fjölskyldna þessa bæjar fyrir jólin? Engin viiina. Engir peningar og ekkert til að prýða heimilið. Vér vitum, að þjóðkirkjan okkar er ekki búin að glæða svo ljós kristninnar, að mennirnir gætu einungis gert sig ánægða með trúarljósið að innan frá. Þar sem sjálfir prestarnir gera sér það ekki að góðu, er ekki hægt að ætlast til þess af öðrum. Hjálpræði herinn hefir gert sitt til að veiía h num eína’ausu gleðj- efni um jó in, og það er ekki í fyrsta sinni, sem hann hefir unn- ið slíkt líknarverk. Honum sé þökk og heiður fyrir það. En menn ættu að athuga það, að starfsemi Hjálpræðishersins er verðug h.ýrri og kærleiksríkari vináttu en hún hefir hingað til mætt, þar sem reynt hefir verið að niðuiiægja herfólkið og spilla friðsamlegum fundum þess. Ég veit, að þegar starf hersins verð- úr fullkunnugt, fara menn að virða það svo sem vert er. Dyrmar. Lausi prestakall. Staðarhraunsprestakall í Mýra- prófastsdærni er auglýst laust til umsókr ar. Vei ður það veitt. frá 1. júní n. k. Umsóknarfrestur til 15. marz. Jafnaðarmenn og byltmgar. Ihaldsblöðin hér — og sums staðar annars staðar — hafa látið það dynja á jafnaðarmönnum, að þeir væru byltingamenn og ófrið- arseggir. „Mgbl.“ hefir fundið sér- staklega greinilegt og gáfulegt orð, sem á að ná yfir þá starf- semi jafnaðarmanna, — orðið „rússabolsar". Um daginn hélt foringi jafnað- armanna á Englandi, Ramsay MacDonald, ræðu, sem sýnir, að allur uppreisnarjarmurinn um jafnaðarmenn eru auðvirðilegar lygar, því að meiri friðar- og hógværðar-orð hafa sjaldan verið töluð. Hann sagði, að hverjum hugs- andi manni hlyti að vera það ljóst, að það sé tilgangslaust að bæla niður með valdi byltinga- kenningar, sem einhver hluti þjóð- félags predikaði. Við því væri ekki annað ráð en að hinn hluti þjóðfélagsins predikaði á móti byltingu. Og hann Iýsti þeirrí sannfæringu sinni, að sá flokkur hefði' alt af betur, ef þjóðfélagið gerði þegnunum rétt til. Þetta er viturlega mælt, og ætti íhaldið hér og annars staðar að leggja hlustirnar vandlega við seinustu orðunum. Byltingahættan stafar af vondri stjórn; — hún er á ábyrgð íhaldsins. Lúthersk bannfæring. Sú var öldin hér á landi, að bannfæringar voru taldar sérkenni á kaþólskri kirkju og þá helzt nefndar í sambandi við Gottskálk grimma eða hans jafna. Nú hef- ir Guðmundur Jónsson frá Litlu- Brekku, sem hlýtur að vera mik- ill kirkjuhöfðingi og guðs sér- staklega útvalið ker og verkfæri, steypt heldur en ekki kertum yf- ir nýguðfræðina, í síðasta tölu- blaði „Bjarma“ og bannfært hana með orðbragði, sem minnir átak- anlega á meistara Jón, en hugs- unarhætti, sem minnir á hala-blá- menn í Mið-Afríku. Bannfæringin: er svona: „Já, glögt er það énn hvað þeir vilja, fyigjendur „nýju stefnanna" meðal vor. Þeir vilja hafa hina evangelisk-lúthersku þjóðkirkju að skálkaskjóli, til þess að geta, undir hennar vemd, útbreitt villu- kenningar sínar í næði, og útrýmt bibliulegum kristindómi, ef unt væri, og í því augnamiði eru þeir að halda að almenningi hugtakinu um „rúmgóðu þjóðkirkjuna". Sann’eikurinn er nefnilega sá, að þeir finna það einhvern veginn,, Ijóst 'eða óljóst, þeir Djöfulsins vikapiltar, að vantrúarstefnur þær,. sem þ;ir halda að fjöldanum, ef stefnur skyldi kalla, eru ekki lík- legar til þess að framleiða hjá þjóðinni neitt andlegt líf, er það naín verðskuldi, ef þær koma til almennings í sínu rétta gerfi, og þess vegna reyna þeir að villa á

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.