Alþýðublaðið - 31.01.1927, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 31.01.1927, Qupperneq 3
aLÞÝÐUBLAÐIÐ 3 tJTSALA. Hin árlega útsala okkar byrjar á morgun 31. p. m. verða pá allar vörur verzl. seldar með iar 20 % afslætti. Notið tækifærið og kaupið á meðan við gefum elnn fimta afslátt af öflu. Seljum: Postulins-, Leir~, Olas>, Kristals-, Emaille og Alúminínm-vörur, Dömutöskur, Barnaleikföng og ýmiskonar smávörur. Vörurnar eru allar án afsláttar með landsins lægsta verði. K. Elnarsson & BJðrnsson, Bankastr. 11. sér heimildir með ýmsu móti, og eitt blekkingarráðið, sem Djöfull- ann, peirra andlegi húsbóndi, hefir kent þeim, er það, að látast vilja halda í og vernda þjóðkirkjuna, vitandi ve!, að nái vantrúarstefnur þeirra yfirráðunum, er þjóðkirkj- an dauðadæmd sem kristin kirkja. Frá því líkri hörmung bið ég al- máttugan Guð að forða þjóð og kirkju. Það bænheyri hann í Jesú nafni!“ En nú er eftir að vita, hvernig guð tekur í málið. Erlend símskeyti. Khöfn, FB., 28. jan. Bandarikin vilja slaka til við Kína, ef pað kemst alt undir eina stjórn. Frá Washington er símað: KeJ- logg, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, hefir lýst yiir því, að Banda- ríkin séu fús til þess að slaka mjög til við Kínverja, en að þau verði aÖ setja það skilyrði fyrir tiislökununum, að Kínverjar komi stjórn á laggirnar, er ráði fyrir ölJu landinu. En þangað til nýir samningar séu gerðir, ætli Banda- ríkin sér að vernda þau réttindi, sem þau hafa í Kína. Fáir vilja hýsa vini Mussolinis. Frá París er simað: Garibaldi (hefir veriö gerður útlægur af Frakklandi. Er hann nú farinn á- Jeiðis til Kúba. Bandaríkin og önnur lönd neituðu honum um Jandsvistarleyfi. Khöfn, FB., 29. jan. Bretum finst peir vera óþægi- lega einmana í Kínamálinu. Frá.Lundúnum er símað: Eftir að yfirlýsing Kelloggs hefir ver- ið símuð út um allan heim, hefir brezka stjórnin látið þá von í ljós, að samvinna megi takast með Bretum og Bandaríkjamönn- um um kínversk mál. Ofvíðri á Bretlandi. Hús fjúka. Menn farast. Frá Glasgow er símað: Mörg tvús hafa hruniið í Glasgow og ná- grenni fyrir ofviðri. Fjórir menn biðu bana, en fimmtíu særðust. Stórbruni i Japan. Frá Tokio er símað: í bænum Kobayaa hi hafa brunnið sex hundruð hús. Ætla Rússar að hjálpa Kín- ver jum ? Frá Lundúnum er símað: Sá orðrómur leikur á, að Rússar hafi safnað 50 000 hermönnum á norð- urJandamærum Manchúríu, og að þeir séu reiðubúnir til þess að hjálpa Kantonhemum, ef með þarf. Khöfn, FB., 30. jan. Fárviðrið á Bretlandi. Frá Lundúnum er símað: Fár- viðrið á Norður-Englandi og Skotlandi er hið mesta, sem menn muna. Stöðvaði það hraðlestir, velti um sporvögnum og skemdi simalínur v[ða. Nítján menn biðu bana af völdum þess, en um eitt hundrað hJutu meiðsJi. Marx hef ir myndað pýzka st jórn, stækustu afturhaldsstjórn siðan keísaradæmið leið undir lok. Frá Berlín er símað: Marx hef- ir nú myndað stjórn á Þýzkalandi með tilstyrk miðflokkanna, þjóð- flokksins og þýzkra þjóðernis- sinna. Hin nýja stjóm hefir, að því er ætla má, allöflugt fylgi í þinginu. Stresemann verður ut- anríkisráðherra, en Gessler her- málaráðherra. Þjóðræðismenn og jafnaðar- menn eru afaróánægðir yfir því, að þýzkir þjóðernissinnar skyldu eiga hlut að stjórnarmynduninni. Telja þeir stjórnina afíurhalds- sömustu stjórn, sem á Þýzkalandi heíir verið, síðan keisaraveldinu Jauk. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Magnús Pétursson; Grundarstíg 10, sími 1185. AUs staðar eins. Auðvaldsblöðin eru alt af sjálf- um sér lík, hvar sem er í heim- inum. Lesendurnir eru beðnir að bera saman lýsingu hins heims- fræga rithöfundar Uptons Sin- clairs á frásögnum auðvaldsblaðs- ins ,Times“ af athöfnum Smiðs i neðanmálssögunni í dag og frá- sögn „Mgbl.“ um kolanemana ensku, sem vikið var að hér í blaðinu á laugardaginn. 1 N ja Bíó er nú verið að sýna mynd, sem er m ð albe .tu myndum, sem hér hafa sézt. Er það saga af stór- vitrum hundi — hundi meðmanns- vili — og afrskum hans. Er myndin bæði skemtileg og sér- staklega löguð til þess að auka virðingu ungra og gamalla fyrir göfgi dýrssálarinnar, sem á ýms- an veg er engu ómsrkilegri og ómætari en mannssálin. Skipafréttir. „Island“ kom á laugardags- kvöldið frá útlöndum. Dagarnir sex verða liðnir í kvöld. Þangað til bíður það á ytri höfninni. Fisk- tökuskipið „Kristin I.“ fór utan í gær. Urn hádegið í dag kom „Lagarfoss" til Sauðárkróks, og um sarna leyti fór „Goðafoss" frá Blönduósi áleiðis til Isafjarðar. 20 ára afmæli verkamannafélagsins „Hlífar" í Hafnarfirði var á laugardaginn. Var þess minst með samsæti í Bíóhúsinu. Voru þar ræðuhöld. Meðal annars var rakin 20 ára saga félagsins. Síðan voru mynda- sýningar, og loks var stiginn danz. — Forseta Alþýðusam- bandsins og ritara þess var boð- ið á skemtun þessa, Togararnir. ..Tryggvi gamli" kom frá Eng- Igandi á laugardaginn. Dagarnir sex voru útrunnir síðdegis í gær, og var hann á ytri höfninni þang- að til. „Ólafur“ kom frá Eng- landi í gær, en að hafnarbakkan- lum í morgun. Enskur togari kom hingað með veikan mann. Við- gerð er lokið á enska togaranum stýrisbrotna, og fór hann á veiðar í morgun. „Draupnir" kom af veiðum í morgun með 800 kassa. Skattpegnahreyfing. Stjórn Kaupmannafélagsins boðaði til fundar á laugardags- kvöldið til umræðna og undirbún- ings undir stofnun skattþegnafé- lags. Ágúst H. Bjarnason flutti þar erindi unr erlend skattþégna- félög, og síðan urðu umræður. Félag var ekki stofnað, en bú- ist er við, að framhaldsstofnfund- ur verði haldinn. Silfurbikar vandaður var íþróttasambandi íslands gefinn á afmæli þess til að keppa um í fimleikum, ein- menningskeppni. Þá bárust því og mörg heillaskeyti. Skemdir talsverðar urðu á húsum sums staðar undir Eyjafjöllum' í tofviðr- inu 24. þ. m, að því, er frézt hefir. 59 ára afmæli á Bjarni Jóh. Jóhannesson prentari og vélsetjari í dag, og 25 ára prentaraafmæli um leið. Kvöldvökurnar. í kvöld lesa: dr. Guðmundur Finnbogason, Matíhías Þórðarson fornminjavörður og Magnús Jóns- son dócent. Skjaldarglima ..Ármanns“ verður annað kvöld í Iðnaðar- mannahúsinu kl. 9. „Inflúenzan“• Bréf til stjórnarráðsins frá ræð- ismanni fslendinga og Dana í Grimsby hermir, að þar sé engin alvarleg „inflúenza'1 („spænsk veiki“). Veðrið. Frost um alt land, 4—15 stig, 8 stig í Reykjavík. Kaldast á Grímsstöðum. Átt notð.æg, víðast fremur hæg. Lítil snjókoma í Vestmannaeyjum. Þurt a nars staðar. Loftvægislægð fyrir suð- austan land. Hægviðri, nema norðlæg átt á Suðurlandi austan Reykjaness. Þurt veður og frost hér um slóðir. DáiLil snjókoma austan fjalls og í útsveitum á Norðurlandi og AustfjörÖum. U. M. F. „Velvakaud “ heldur fund annað kvöld (1. 'febr.) kl. 81/2 á Kirkjutorgi 4 u. pi. Þenna dag árið 1889 andaði t GuðbranJur Vigfússon. Fyrirlestur Ólafs FriðHkssönar er hann flutii í gær fyrir Stú- dentafræðsluna, var fróðlegu; og vel fluttur. Var hx:n m að lutn- ing dýrategunda, einkum spcn- dýrategunda, ti’; íslanj fyrsí og 'fremst hreindýra 01 sa. ðnau a (er oft hafi rangíega v ið nefnd moskusnaut). Hr in ý L kv,.ð hann bezt að fá fr.i Noregi og temja þau hér. FIus þurri cklri handa þeim hér á lanJi o.g f ':ðu:r að eins þegar harða :t er á, en fóðrun þeirra f:á rnuni bj :rga fjölda þeirra frá því að ,eyja af bjargarskorti, sem v rði h u skifti

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.