Alþýðublaðið - 31.01.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.01.1927, Blaðsíða 4
4 albýðublaðið tnargra þeirra, ef þau séu ótam- in. Sauðnauíin geti gengið úti alt driö á heiðum hér á landi, án þess aö draga landsnytjar frá öðrum búpeningi. Sauðnautin þoli vel kulda og séu hagspökust allra skepna. Stafi spektin af öryggi jþeirra, og hræðist þau t. d. ekki úlfa, en verði þau þeirra vör eða (>au ætli hættu á ferðum af öðr- um ástæðum, skipi þau sér í hringfylkingar; sé þá ungviðið í tniðið, en fullþroska nautin búist tjl varnar. Hefji þau framrás eitt og eitt, og stangi eins og hrútar, en skipi sér síðan aftur á sinn istað í fylkingunni. Sauðnautarækt tnuni borga sig vel hér á landi. Þau séu harðgerari en vorir naut- gripir og eigi að vonum betur við íslenzkt loftslag, þar sem íslenzku kýrnar, eru í fyrstu ættaðar sunn- an úr heitum löndum. Á sama hátt séu hænuungar kulvísari og |>öli ver íslenzkt loftslag en and- arungar, enda hæsnin ættuð frá ‘Indlandi. Mjólkin í sauðnautgrip- um myndi aukast, þegar hér kæmi upp ný kynslóð þeirra í heitara iandi en þau væru ættuð frá, og kjötið og fitan séu góð til átu. Þá kvað Ól. Fr. og æskilegt, að hérar verði fluttir hingað, helzt snæhérar frá Grænlandi, því að þeir séu harðgerastir héra, og sé til marks um það, að jfgir grafi sig aldrei í holur á milli steina tií skjóls, heldur sitji að eins í jhléi í þess stað, en næstir þeim gangi norskir fjallahérar. Kvað ÓI. Fr. Jíkindi á, ef hérar yrðu al- gengir hér á iandi, að refir hættu að leggjast á sauðféð, svo stóra skepnu í hlutfalli við tófuna, en tækju hérana í staðinn. Muni og alls ekki allar tófur leggjast á fé; en þær, sem geri það á ann- að borð, séu oft þeim mun skæð- ari. Ef þannig tækist að venja tóf- una af fjárbiti, myndu Islendingar hætta að drepa hana á suinrin, þegar skinnin eru verðiaus, en fengju hins vegar af henni dýr vetrarskinn. Ólafur kvað tófuna komna hingað og koma hingað með hafísnum frá Grænlandi. Á ísnum fylgi hún sporum ísbjarn- arins og lifi á leifum hans. Þá gat hann þess, að í Alaska er lax- tegund, sem verður alt að hund- rað pundum á þyngd, og önnur, sem er fegurri og verðmeiri en íslenzkur lax, og væri vert að flytja þær hingað til uppeldis, einkum hina stærri, og sömuleið- is ljósfiskinn, sem er loðnuteg- und, en hann sé talinn ljúffeng- asti fiskur í heiminum. Nafn sitt hafi hann fengið af því, að sök-. um þess, hve feitur hann er, dragi Indíánar kveik gegn um hann og noti hann í kertis stað. — Að síðustu gat Ólafur þess, að vert væri að flytja hingað upp að landinu þrjár selategundir, sæ- birni, sem dýr skinn (sem hér eru kölluð ,,sæljónaskinn“) fást af, og megi koma upp sæbjarnaveri hér við Suðurland, sæfíla, sem eru stærstir sela og spikið á karldýr- inu um fet á þykt, og kjötið a. m. k. hægt að nota til fóðurbætis, og ioks rostunga, sem séu hinir upphaflegu íbúar Islands. Ólafur sýndi nokkrar skuggamyndir af dýrunum. Fyrirlesturinn stóð yfir Í1/2 stund. - ■ Að lokum kvaðst Ól. Fr. vona, að áheyrendurnir ■yrðu sér hjálplegir við að út- breiða þá skoðun, að vér þurfum að fá fleiri dýrategundir til lands- ins en nú eru hér. Prófastur hefir séra Ófeigur Vigfússon í Felkmúla verið skipaður í Rang- árvallaprófastsdæmi. Sigurður Signrðsson sýndi i gær og útskýrði skugga- Konur! BlHJið um Smára* smjörlíkið, pví að pað er efnislsefra en alt annað smjörlíki. Eyjablaðið, málgagn alþýðu í Vestmanneyjum fæst við Grundarstig 17. Útsölu- maður Meyvant Ó. Hallgrímsson. Sími 1384. myndir víðs vegar frá Vestfjörð- um. Leizt honum vel á ræktun- arskilyrði þar víða. Væri þar og þegar sums staðar vaknaður meiri áhugi fyrir aukinril ræktun en í ffimsum öðrum héruðum landsins. Annan fyrirlestur um ísland flyt- ur hann næsta sunnudag, og seg- ir þá frá annars staðar af iandinu. Vetrarsjðl, tvílit, mjög ódýr, nýkominn. Mfa, Baiakastræfi 14. Drengir og sttlkir, sem vilja selja Alpýðublað- ið á götunum, komi í afgreiðsluna kl. 4 daglega. 12 aura kostar óslægð ýsa, og 10 aura þorskur á morgun á Fisk-„planinu“ hjá Jóni Guðna- syni og Steingrími Magnussyni, sími 1240, og á Bergstaðastræti 2, hjá Eggerti Brandssyni. Jfi//«-Appelsínur, Epli, Vínber, Bananar, Fíkjur, Döðlur. — „Merkjasteinn“, Vesturgötu 12. Eldspýtur, „búntið“ 25 aura. Kaffikönnur 1—2 kr., Katlar 90 aura, BoJlapör 25 aura. Hannes Jónsson, Laugavegi 28. Strausykur 35 aura, Molasykur 40 aura, Rjúpur, Saltkjöt, Hangi- kjöt. Kartöflur. „Vöggur“, Lauga- vegi 64. Sími 1403. 3 notaðar „fulninga“-hurðir til sölu fyrir hálfvirði í skósmíða- vinnustofunni á Klapparstíg 44. Alpýðuflokksfólk! Athugið, að auglýsingar eru fréttir! Auglýsið því í Alþýðublaðinu. Mjólk fæst allan daginn í Al- þýðubrauðgerðinni. Veggmyndir, fallegar og ódýr- ar, Freyjugötu 11. Innrömmun á sama stað. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Hailbjöra Kalldórsso*. Alþýðuprentsmiðjan. Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. hvað þeir hefðu gert við spámanninn minn. Það var ekki að því að spyrja; þarna var hann á fremstu síðu, þrír dálkar og fyrir- sagnirnar, eins og vant var, þvert yfir hlað- síðuna: STJÓRNLEYSINGJASKRILL RÆÐST ÍNN 1 SANKTI-BARTOLÓMEUS-KIRKJUNA. SPÁMAÐUR OG GARMAR 1 RIFNUM FÖT- ,UM RJÚFA GUÐSÞJÓNUSTUNA. Ég leit í skyndi yfir söguna. Ég tók eftir jþví, að sagt var, að Smiður h-efði reynt aö slá séra Simpkinson til jarðar, og að félagar spámannsins heiðu ráðist á menn ,úr söfn- uðinum. Ég verð að kannast við, aö mér létti nokkuð við að uppgötva, aö ekkerl var minst á mitt btilfjörlega hlutverk i pessu æfintýri. Mér tlatt í hug, að Tímóteus f'rændi, myndi hafa haft nóg að gera við aö sínui sunnudagskvöldið! En þegar ég leit á „Exa- miner“, þá var það þar! „Ungur auðugur maður nokkur :reis ui>p til þess að vernda uþpreistarspámanninn!" Ég mundi eftir því, að Tímóteus frændi hafði átt í miklum stæi- um við útgefanda „Examiners" fyrir einu eða tveimur árum út af einhverri stjórn- máiastcðu! Önnur ritstjórnargrein var í „Times“, tveggja dálka löng, mjög undirstrikuð. I gær hafði blaðið gert almenningi viðvart um, v;ð ltverju mætti búast. I dag sá það spádóma sína rætast, en því var forvitni á að vita, hvernig því væri farið, hvort Vest- urborg hefði lögregluiið eða ekki. „Hversu lengi hafa yfirvöldin hugsað sér að gefa þessum íkveikjusvikara lausan tauminn? Þessi spámaður guðs, sem ekur um borg- ina í brotnum vöruvagni og hefir samneyti við kvikmyndaleikkonur og eldrauða æsinga- menn! Ætlar Jögreglan að bíöa, þar til upp- reistarkenningar hans hafa tendrað eld skríls- ofbéldis, er eigi verður við ráðið? Þurftu peir ,að bíða, þaragað til hann hafði safnað samara öllum, er af sama sauðahúsi voru, talsmönnum brjálæðis og morða, umhverfis sig og koruið á stað uppreist stéttaöfundar og haturs? Vér skorum á yfirvöld þessarar horgar að taka í taumana og það tafarlaust, að stinga þessúm vesaja kjaftaskúm í steininn og halda honum þar.“ „Times“ lagði enn fremur áherzlu á aðra hlið málsiras. Sökum mikillar atorku Kaup- mannaráðsins og annara borgarafélaga hafði Vesturborg verið vaiin fyrir hið árlega þíng Stórskotaiiðsdeildar Skríislands. Eftir þrjá daga átti þingið að koma saman, og fulltrú- arnir voru þegar farnir að hópast inn með lxverri járnbrautarlest. Hvaða skiining fengju þeir á iögum og reglu í þessu horgarafélagi? Var það fyrir þetta, sem þeir höfðu úthelt blóði sínu í hinurit ögurlega ófriði, - til þess að land þeirra yrði smánað af óguð- legum misindismanni ? Hvað höfðu gull- stjörnu-mæður Vesturborgar um Jretta að segja? Hváð ætluðu þeir borgarbúar, sem sjálfir voru í Stórskotaliðsdeild Skrílslands að gera til þess að bjarga sóma bæjar þeirra? „Times“ sagði enn fremur: „Ef vor sljóu yfirvöld neita að ráða fram úr þessu máii, þá trúum vér ekki öðru en að nægilega margir 100% Ameríkumenn séu enh meðal vor til þess að vernda alrnent velsæmi og til þess að halda uppi rétti kristinna manna til pess að dýrka guð siran án þess að verða að hlíta fyrirskipunum Alræðisvalds Vitfirr- ingahælisins.“ Hugur minn hafði verið svo bundinn við Srnið og æfintýri hans, að tnér hafði alveg láðst að hugsa um Stórskotaliðsdeild Skríls- iands og stefnu hennar. Ég er sjálfur í Stórskotaliðsdeildinni og 'hefði átt að vera að starfa í undirbúningsnefndinni. I stað þess yar ég nú á hlaupum fram og aftur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.