Alþýðublaðið - 01.02.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.02.1927, Blaðsíða 3
aLEÝÐUBLAÐIÐ 3 Mjöy liiiStill afsláítur, tæklfærisverð. Karlmannsnærfatnaður 25 % — Drengjanærfatn- aður 50 % — Karlmannamillifatapeysur, bláar, alull, áður kr. 16,00, nú kr. 10,50. Önnur teg. 8 kr. — Linir og stífaðir flibbar frá 25 aurum. — Manchettskyrtur frá 5 kr. — Pyralinflibbar frá 0,25. Blá og mislit föt í stóru úrvali; mjög mikill af- sláttur. — Vetrarfrakkar og rykfrakkar frá 50 kr. Peysufataklæði 13 kr. pr. mtr. Hin ágætu fatatau frá 36 kr. í fötin. Allar vörur lækkaðar. Vinna Hækkuð. Andrés Andrésson, Laugavegi 3. Við bæjarstjórnarkosninguna á Seyðisfirði urðu 8 seðlar ó- gildir. Stjórn Sjómannafélag's Hafnar- fjarðar var kosin í gærkveldi á aðal- fundi þess. Kosnir voru: Björn Jóhannesson formaður, Júlíus Sig- lurðsson varaformaður, Símon Kristjánsson ritari, Jón Jónsson frá Deild gjaldkeri og Jón Hall- dórsson varagjaldkeri. Öskar Guðna^on, prentari og gamanvísnasöngv- ari, hefir aftur náð heilsu sinni. Hefir hann verið um skeið í hressingarhælinu í Kópavogi, eft- ir að hann hafði dvalið á Vífils- stöðum. Veðrið. Frost 3—16 stig, mest á Norð- urlandi. Átt ýmisleg. Víðast hægt Veður, nema snarpur vindur í Vestmannaeyjum. Þurt veður, nema snjókoma á Seyðisfirði. Loftvægislægð suður af Græn- iandi á austurleið. Otlit: Víðast hægviðri og hreinviðri. Norðlæg átt á Suðurlandi. Dálítil snjókoma á Austfjörðum í dag, en senni- lega bjartviðri í nótt. Skjaldarglímu „Ármanns" t verður háð í kvöld kl. 9 í Iðn- aðarmannahúsinu. Keppendur verða 13, en ekki 10, eins og iáður hefir verið auglýst á göt- unum, því að þrír hafa bæzt við, þeir Eggert Kri tjánsson, Aðal- steinn Hallsson og Gunnar Magn- ússon. Er nú orðið langt, síðan keppendur hafa verið svo marg- !ir í skjaldarglímunni, og má bú- ast við góðum og fjörugum glím- um, því alt eru þetta kappar mikl- ir og góðir glímumenn. Lesendur Alpýðublaðsins ættu að athuga vel þær auglýs- Ingar, sem eru í blaðinu þessa dagana um skyndisölur og út- sölur, því nú þarf fólk að sæta tækifæri og kaupa þar, sem ódýr- ast er. Kvöldvökurnar. 1 gærkveldi las Matthías Þórð- Grimms œfintýri III. 2,00. Ein- staklega kærkomin barnabók, eins og fyrri heftin. Gudmundur Hannesson: Vt úr ógöngunum. 2,00. Þó að Guðm. Hannesson hafi dálítið aðra skoð- Un á þingi og stjórn en Alþýðu- blaðið, er hann svo djúpt hugs- andi maður og einlægur í til- lögum sínum, að enginn, sem um stjórnmál hugsar, getur látið hjá líða að kynna sér þær. Kaupið því bókina hið fyrsta! Gunnar Benediktsson: Vid pjód- veginn. 4,00. Lesendur Alþýðu- blaðsins kannast þegar við bók þessa, svo að ekki þarf áð kynna hana betur. Takið bara eftir því, að verðið er að eins fjórar krón- ur! Halldór Jónsson: Söngvar fyrir alpýdu I. 3,50. Séra Halldór á Reynivöllum er þegar orðinn þjóðkunnur maður fyrir áhuga sinn á söngment Ianda sinna. Er því að vænta, að hefti þessu, sem hefir inni að halda 37 frumsamin lög eftir hann, verði tekið opnum örmum af allra alþýðu. Hallgrímur Jónsscn: Sagnapœtt- ir II. 3,00. Höf. endursegir fyrir börn æfisögur heimsfrægra manna; hann mun þekkja bezt, hvað börnum hæfir, þar sem hann hefir verið kennari mestan hluta æfinnar. Hans og Gréta, með litmynd- um. 3,00. Ný prentun á þessari vinsælu barnabók. (Frh.) arson tvo kafla úr Konungsskugg- sjá, um sólina og áhrif hennar á veðrátluna og náttúruna, Magnús dósent Jónsson úr Norðurlanda- sögu Páls Melsteðs, kaflann um Gústav Adolf og orrustuna við Lútzen, og dr. Guðmundur Finn- bogason sögu eftir Svein frá MælifelLá. Heitir hún „Dularfull- ur viðburður“ og er þrentuð aft- an við „Veraldarsögu" Sveins. Hér með er skorað á þá, er eigi hafa enn þá sent framtöl ? tekjum sinum 1926 og eignum sínum í árslok 1926 og eigi hafa fengið frest eða hafa frest til framtals að lögum, að skila téðum framtölum til skattstofunnar á Laufásvegi 25 i síðasta lagi mánudaginn 7. þ. m. Annars kostar verður þeim áætlaður skattur samkvæmt lögum. Skattstofa Reykjavíkur 1. febr. 1927. Einar Arnérssson. lækka saumalaun á ollum fatnaði ©H tillag nfisa 14%. Reykjavík, 1. febrúar 1927. Árni & Bjarni, Andrés Andrésson, Andersen & Lauth, H. Andersen & Sön, G. Bjarnason & Fjeldsted, Gnðm. B. Vikar, Reinh. Andersen, Vigfús Guðbrandsson. Lodian SSfeamkol, sem komn með Islandi,. seljasf mjoff édýrt. Heilsufarsfréttir. (Eftir símtali við héraðs- lækninn.) í vi: unni, sem leið, er kunnugt um 42 nýja „kikhósta“- sjúklinga hér í borginni á 20 heimilum. Að öðru leyti er heilsu- farið hér betra en í meðallagi. Þó er „inflúenxa“ í r okkrum sjúk- lingum (þ. e. sú, er hefir verið í vetur). Iðnaðarmanncfóiai' ið verður 60 ára 3. þ. m. og þá hátíð eg haldið í Iðnó með kvöld- verði o. fl. Félagið er farið að gefa út „Tím ri! iðnaðarmanna“, þg er 1. hefti 1. árgangs komið út, smekklegt að irág ngi og með myndum. Þ;r er rakin saga fé- lagsins og iðnskóians. Jafnaðarmannaf. lag íslands he dur aðalfund sina í kvöld kl. 8 í kaupþingssalnum. Félagarn- ir eru beðnir að mæta vel og stundvíslega. Nýtt tungl, Þorratungl, er í fyrra málið kL 7, 54 mín. Kaup sjðmanna lækkaði um 10n/o frá áramótum samkvæmt samníngnum og út- reikningi Hagstoíunnar. Hin árlega ve rarskyndisala Haralds Árnasonar er að venju fyrstu daga febrúarmánaðar og byrjar nú ó morgun, svo sem aug- lýst er hér í blaðinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.