Alþýðublaðið - 02.02.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.02.1927, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 2 Mírfaffin Jém ^éFHars®ni, remiismlður, dáinn 25. dezember 1920. Lífs þíns eru liönar allar jorautir; leifar geymast djúpt í skauti klaka. Þú ert Lorfinn huldar út á brautir, hvar frá enginn snúa vann til baka. Stendur auö og yfirgefin smiðja; ei þar starfar snillingshöndin lengur. Drúpir höföi sorgmædd söngvagyðja; sundur brostinn þegir hörpustrengur. Er nú jarðlífs enduð þraut og.pína; öðlast þú nú bjarta sæluheima, en ljóðasnild og listaverk þín skína. Lýðir þau í fersku minni geyma. Hvíl þú rótt und hvítri blæju snjáa. Höldum vér að síðstu líkar slóðir. Köggli steins að kumli þínu lága kastað hef ég. Sofðu’ í friði, bróðir! Öl. V. ALIsÝfl£ÍBLJl®IB j kemur út á hverjum virkum degi. < Afgreiðsla i Alþýðuhúsinu við | Hveríisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. 3 til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. J 9Va—lOþg árd. og kl. 8—9 síðd. j Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 j (skrifstofan). < Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á i mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 J hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu símar). Markaður fyrir íslenzka síld á Finnlandi. (Or skýrslu frá sendiherranum í Helsingfors, tekið eftir „Uden- rigsministeriets Tidsskrift“.) Finnland notar samanborið við Svíþjóð og Noreg tiltölulega mik- ið af síld, eins og sjá má af eftirfarandi tölum um innflutn- inginn til Finnlands 1924, 1925 og fyrra helming ársins 1926, og skai þess getið, að sjálft fram- lejðir landið ekki þessa vöru: 1924 1925 Fyrri helm- inprur (1000 (1000 lí«.) k , árs 1926 lOOOkg. Frá Englandi 5471 4498 651 — Svíþjóð 428 648 341 — Noregi 815 307 121 — Þýzkalandi 458 248 83 — Hollandi 337 217 95 — íslandi 39 296 1 — Danmörku 64 23 26 — Eistlandi 5 62 7 — Lettlandi 29 7 — Póllandi 22 — Bandaríkjunum 8 2 — Danzig 6 - —■ Rússlandi 1 1 7682 6306 1301 Það er aðallega skozk síld, sem hefir tökin á finskum markaði, þrátt fyrir sænskar, norskar og íslenzkar tilraunir, sem gerðar hafa verið til að koma afuröum þeirra landa á framfæri. Liggja þær orsakir til þess, að skozka síldin hefir getað náð svona föst- um tökurn, að sumpart hafa verzl- unarsamböndin átt sér iangan ald- ur, og svo hitt, að skozka síld- • in á að stærðinni til öðrum frem- ur vel við finskan rnarkað, því að bændur og sögunarmylnueig- endur um alt land láta verka- menn sína hafa eina síld á dag eftir gömlum vana. Að þessu leyti þykir á Finnlandi t. d. ís- lenzk síld miður hentug, af því að hún er stærri en. skozka síld- in. Engu að síður hefir innflutn- •jngur íslenzkrar síldar — þrátt fyrir alla erfiðleika — aukist á síðustu árum (þess skal getið til samanburðar við hagtölurnar, að sá ínnflutningur, sem taíínn er vera frá Svíþjóð, er aðallega ís- lenzk síld, og eins flytur Nor- egur út íslenzka síld til Finn- lands), af því að það hefir tek- ist að færa sönnur á hin fram- úrskarandi gæði hennar með nokkrum sendingum, sem vel hafa tekist. Sem stendur er bú- ist við, að flutt verði inn af henni l 3 500 tunnur, hver með 100 kg., á ári. Varla er hægt vegna þe*ss, hvað hún, eins og tekið hefir fram, er stór, að gera ráð fyrir því, að hún nái yfirráðum á sænskum markaði, en það væri mögulegt, að hún gæti náð tök- um á sölunni í bæjunum, og þess er sérstaklega getandi, að hún er mjög eftirspurð af niðursuðuiðn- aðinum finska, sem færist mjög í vöxt. Til þess að þessi markaður geti fengið þýðingu fyrir ísland og Danmörku, er bráðnauðsynlegt að róa að því öllum árum að koma innflutningi Finnlands á íslenzkri síld á nýjar brautir, sérstaklega að þvi, er snertir meðferð, um- búning og greiðsluskilyrði. Síld sú, er selst á Finnlandi í bæjunum og á landsbyggðinni, er venjuleg, söltuð síld, svo og syk- ursaltaða síldin, sem fer í nið- ursuðuverksmiðjurnar. Kryddsíld- in verður of dýr, því að innflutn- ingstoliurinn nemur 3 Finnlands- mörkum á kg„ en tollurinn á hin- um tegundunum ekki nema 1 Fihnlandsmárki á kg. Um síld- ina er búið í tunnum, er taka 100 kg„ en hin stóru samvinnu- félög vilja þó oft kaupa hálf- cunnur á 50 kg. Hér við má bæta því, að alveg áreiðanlegt er, að takast mætti, ef ríkið hefði einkasölu á íslenzkri útflutningssíld, að vinna bug á þeim annmörkum, sem eru í vegi fyrir arðsamri hagnýtingu finska markaðarins. Þeir eru bersýni- lega ekki aðrir eftir þessari frá- eögn en þessir venjulegu gallar, sem fylgja svo kallaðri „frjálsri verzlun“. Víimusamnmgur. Á laugardaginn var undirritað- ur samningur milli verkamanna- félag ins „HIífar“ í Hafnarfirði og atvi nurekenda þar. Hljóðar hann svo; Vér undirritaðir Kjarian Ólafs- son, „uðjón Gunnarsson og Björn Jóh ane son f. h. Verkamannafé- lag ins „H!íf“ og vér undinitaðir vi nu vei.e idur í Hafnarfirði, ger- um með okkur svofeldan SAMNING: 1. gr. Almennur vinnudagur reiknast frá kl. 7 árdegis til kl. 7 síðdegis, og skal einn klukku- tími dreginn frá til rúatar, og auk þess skal tvisvar fjórðungur stundar gefinn frí til kaffidrykkju, sem þó ekki dregst frá vinnu- tímanum. Helgidagar reiknast helgidagar þjóðkirkjunnar, svo og sumardag- urinn fyrsti, en engin vinna skal framkvæmd frá kl. 12 aðfaranótt og til kl. 7 árdegis annars dags stórhátiðanna: Jó'adags, Nýjárs- dags, Páskadags og Hvítasunnu- dags. Föstudagurinn langi skal einnig friðhelgur frá kl. 12 að- faranótt og til kl. 4 árd. á laug- ardags-morgun fyrir Páska. 2. gr. Tím ikaup full-verkfærra karlmanna skal vera sem hér greinir: Fyrir dagvinnu kr. 1,08 — ein króna og átta aurar — fyrir klukkustund. Fyrir he’gidags- og næturvinnu kr. 2,00 — tvær krón- ur — fyrir klukkustund. 3. gr. Vinnuveitendur skuld- binda sig til að láta þá menn, sem búsetu höfðu hér í bænum siðast liðið haust sitja fyrir allri vinnu, meðan þeirra er kostur. Undanj águ frá þessu getur kaup- gja'd nefnd veitt, þegar sérstak- ar á .tæður eru fyrir hendi. Sama gildir einnig um vinnu þá, er vinnuveitendur láta frá sér í 'samningsvinnu. Vinnuveitendur skuldbinda sig enn fremur til að gera ekki á- kvæði vinnusamninga í stærri stíl, nema verktakinn hafi áður undir- ritað samning þennan. Verði einhver aðili sekur um að sinna ek: i aðv 'run kaupgjalds- neindar um, að hann hafi tekið uíanbæjarmenn í vinnu, sætir hann sektum samkvæmt samningi þessum. 4. gr. Samningur þessi gildir írá 29. jan. 1927 til 1. jan. 1928 og skal uppsegjanlegur fyrir 1. nóv. ár hvert, en sé houum ekki sagt upp af öðrum hvorum aðila, gildir h nn alt komandi ár. Sá samnings; ði.i, sem segir upp sanming um, he ir skyldu til að boða t’l lund :r um kaupgjald fyr- ir næsta ár eigi síðar en 1. dez- emberrr án ð ir. 5. gr. Brot á samningi þessum varðar seklum frá 50 til 500 kr., og skal af sektaríé, ef nokkurt verður, stoínaður slysatryggingar- sjóður fyrir verkamenn og verka- ijtonur í Hafnarfirði. 6. gr. Samningur þessi er gerð- 'ur í tveim samhljóða frumritum, og heldur hvor aðili sínu. Hafnarfirði, 29. jan. 1927. Kjartan Ölafsson, Björn Jóhannesson, Guöjón Gunnarsson. Fiskveiðafélagið „Höfrungur", Guöm. Helgason, Guöm. Jónasson. pr. Hellyer Bros Ltd., Geir Zoega. S.f. Akurgerði, Þór. Egilsson, Verzl. Böðvarssona, Ólcifur BöÖvarsson. F.h. Fiskverkunarstöð G. Zoega„ Loftur Bjarnason. Þórður & Ingólfur Flygenring, Ingólfur Flijgenring. 9Spseiask8B weikln6. Létt verk að verjast feenni., Með síðustu erlendum blöðum. 'hefir maður fengið glöggar upp- lýsingar af „inflúenzu“-faraldrin- um í Evrópu. Kom hann fyrst. upp á Spáni, og er því rétt að nefna hann enn „spænska veiki“. Þessi veiki geisaði hér árið 1918 og gerði þá hér þann usla og manndráp, er lengi verður minst í sögu landsins og er okkur enn 'í svo fersku minni, að ætla mætti, að við gerðum alt, sem í okkar valdi stendur, til þess að bægja þeim vágesti frá okkur, er hann nálgast öðru sinni. Sem betur fer, hefir heilbrigðis- stjórn landsins verið betur á verði nú en síðast. Hér hafa verið gerð- ar ýmsar varúðarráðstafanir, eins og skýrt hefir verið frá hér i blöðunum, t. d, skipurn bannað að hafa samneyti við land fyrr en fullir 6 sólarhringar eru liðnir frá því, er þau létu úr síðustu út- lendri höfn. En þrátt fyrir þetta er auðséð á öllu, að menn búast við því, að veikin komi hingað, sbr. þær ráð- stafanir, sem bæjarstjórn hefir gert til þess að taka á móíi henni, Þó má telja nokkurn veginn víst, að veikin sé enn eigi komin hing- að þrátt fyrir það, að sóttvörn- um hefir verið mjög ábótavant. Það er t. d. hreint og beint hneyksli, að sóttvarnirnar skuli ekki ná til Færeyja jafnt og ann- ara landa. Er það engin afsökun í því máli, að Færeyingar hafa gert sóttvarnir hjá sér, því að veikin getur hæglega borist þang-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.