Alþýðublaðið - 02.02.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.02.1927, Blaðsíða 3
^vLPíÝÐUBLAÐIÐ 3 er viðurkend sem kezta dðsa- mjðlkin. að, áður en rnenn vita af. Annars eru Færeyingar það fremri okkur í sóttvörnum sínum, að peir láta þær ná jafnt til íslands sem ann- ara landa, sbr. frásögn danska sendiherrans 28. jan. Það er okkur sjálfum að kenna, fef við hleypum veikinni hingað. Við geíum vel varist. Ekki parf annað en banna alveg samgöngur við þau lönd, þar sem veikin er, og getur það samgöngubann aldr- ei orðið svo tilfinnanlegt, að veik- in sé þó ekki verri. Við getum vel komist af í nokkra mánuði, þótt engar samgöngur séu við önnur Iönd Norðurálfu. Skipin okl;ar geta siglt til Ameríku á meðan, og þaðan getum við feng- ið alt, sem okkur vanhagar um. ’Það var gert á stríðsárunum og þótti fara vel. Annað ráð er það að leyfa siglingar, en banna skip- um alt samneyti við landsmenn, sefja lögregluvörð um þau, þegar þau koma, hleypa engum manni í land og engum manni um borð. Hásetar verða þá sjálfir að taka vörur upp úr lest og hlaða skip, og má vera, að þess vegna þurfi að fjölga hásetum eitthvað, en það er vel til vinnandi, þótt land- ið beri þann kostnað. Með þessu móti ættum við líka iað geta sloppið við þennan illa vágest, og það verður ekki með töium ta'ið, hver hagur það er okkur. Hvað mikið tjón halda menn að veikin hafi bakað land- inu 1918? Hvers virði voru öll þau mannslíf, er við mistum þá, og alt það heilsuleysi, sem menn hai'a orðið að Hða síðan veik- innar vegna? Og hvers virði at- vinnutapið og alt annað tjón, beint og óbeint, sem af veikinni hlauzt? Það væri nokkuð betra fyr- ir jrjóðina að baka sér nokkur ó- þægindi rneð sig'.ingateppu í bili heldur en að hleypa veikinni öðru sinni hér á land. Nú fer útgerðartíminn í hönd, hábjargræði tími þjóðarinnar. Hvernig halda menn að fari um hann, ef spænska veikin kemur hingað og sjómennirnir verða frá vinnu vikum saman og sumir jafnvel alveg? Og hvernig halda menn að þá fari fyrir Reykjavík- urbæ ? Ég þarf ekki að útlista það neitt; það getur hver maður svarað þessum spurningum. Það er því áskorun min til þingmanna bæjarins eða annara góðra manna, að þeir kalli saman borgarafund nú þegar til þess að ræða þetta mál, svo að það sjá- ist, hvort alþýða viíl ekki alt á sig leggja til þess að forðast spænsku veikina. Það þarf að ger- ast, áður en veikin er komin. Ólafur J. Hvanndal. Stefaníu Melsteð eftir bróður hennar, magister Boga Melsteð, er fyrir nokkru komin út. For- eldrar þeirra systkyna voru þau síra Jón Melsteð í Klausturhólum, sonur Páls amtmanns Melsteð, en bróðir Páls sagnfræðings, og kona fians Steinunn, dóítir Bjarna Thor- arensens. Stefanía fæddist 1864 og andaðist 1839, tæpra tuttugu og fimm ára gömul, og hafði þá verið sjúklingur í samfleytt tólf ár. Það lætur því að líkum, að æfisaga hennar er ekld nein stór- viðburðasaga í venjulegum skiln- ingi, og myndi sjálfsagt mörgum verða að ætla, að bókin hefði harla lítið að geyma. Því fer þó fjarri, að svo sé, því að hún er sv’O ljós og skilmerkileg sálar- lífslýsing, að slíks eru fá dæmi í íslemkum æfisögum. Fyrir þá sök mun hún verða talin merkileg í ‘sinni r ð. Auk þess er inn í hana ofið margs konar fróðleik um ýmsa nafnkenda menn og merkis- konur á síðasta þriðjungi nítj- ándu aldar. Sjö myndir eru í henni, og hefir engin þeirra áður birzt á preníi. Þar á meðal eru myndir af Klausturhólahjónunum, séra Jóni og Steinunni, og af séra Símoni Be h og konu hans, Önnu, systur séra Jóns. Séra Símon varð pðstoðarprestúJ á Þingvöllum 1840, en fékk vejtingu fyrir presta- kallinu 1844 og þjófaaði því alt til dauðadags 1878. Er hans þrá- faldlega getið í ferðasögum er- lendra manna frá þeim tímum, og virðist hann jafnan hafa talað latínu við slíka gesti, enda var þá fátítt um íslenzka menn, þótt lærðir væru, að þeir kynnu að mæla á þýzku, ensku eða frakk- nesku. Eigi getur neinum blandast hug- ur um, að stúlka sú, er bók þessi segir frá, hefir verið frábær um mannkærleika, siðferðigöfgi og andlegan styrkleika. Hefir Valdi- mar Briem komist vel og sannlega pð orði um hana í minningarljóð- um, se;n prentuð eru í bók þess- ari: »>••••• Hve margur dáðist að þér oft, en ei þó skildi, hvað þú varst, þú sjúka barn, þú hetja hraust, þú hreina ljós á döprum kveik, þú fölva lilja, fagra rós, þú fallni reyr, þú sterka eik.“ Upplagið af bókinni er örlítið, og má ætla, að hún seljist fljót- lega upp. Hún kostar '3 kr. ó- bundinfen 4 kr. í bandi. Aðalút- salan er í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. G. J. Usa dagistes ogf veglajm. Næturlæknir 'er í nótt Jón Krlstjánsson, Mið- stræti 3A, símar 686 og 503. Þenna dag árið 1845 fæddist Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm skáldkona. „Íþökufundur“ verður í kvöld. Fyrir snarræði og drenglyndi margra manna tókst að bjarga miklu verðmæti frá bruna í Straumi s. 1. föstudagskvöld. Dag- !nn eftir komu margir menn ótil- kvaddir og færðu alt í lag, svo serii auðið var og svo vel, sem þeir ættu alt sjálfir. Sumarbústað- Ur, sem er rétt hjá Straumi, var opnaður til bústaðar fyrir fólk mitt. Fyrir alla þessa miklu hjálp og velvild flyt ég öllum innilegar þakkir. Bjarni Bjarnason. Meiðsli Við brunann í Straumi skarst einn maður, Bergsteinn Hjörleifs- son, á augabrún og auga svo, að læknir telur vafasamt, að hann haldi sjón. Annar maður meiddist töluvert á fingri. Stjórn Jafnaðamsamiafélags ís- lands var kosin á aðalfundi þess í gær. Kosnir voru: Haraldur Guð- mundsson form ður, Stefán Jóh. Stefánsson, Niku ás Friðriksson, Gísli Jónsson iárnsm'ður og Guð- mundur Einarsson. Samband starlmatma rikisins. í fulltrúaráð þess voru kosnir já fundi í fyrra kvöld: Ágúst H. Bjarnason pró es: or formaður, séra Skúli Skúlason frá Odda rit- ari, Guðmundur Bergsson póst- maður gjaldkeú, Gísli Bjarnason ög Sigurður Dahlmann símritari. Verkakvennafélagið ,Framsókn‘ heldur framhalds-aðalfund slnn annað kvöld kl. 8Va í Ungmenna- félagshúsinu. Félagskonur beðiv ar að fjölmenna. Togarnir, „Austri“ kom í gærkveldi af veiðum með 400 kassa ísfiskjar og 5 smálestir saltfiskjar. „Þórólfur" og „Snorri goði“ fóru í gær & saltfiskveiðar. Kyndilmessa er í dag, kertahátíðin forna. Þá voru vigð kirkjukerti til alls árs- ins í kaþólskum sið. Séra Árni Sigurðsson biður þá fermingardrengi sína, sem ekki hafa fengið „kikhósta", að Itoma til viðtals í Ingólfsstræti 10 á morgun (fimtudag) kl. 1—3 eða 7—8, en þeir mega ekki koma i kirkjuna kl. 5. Veðrið. Hiti mestur 3 stig, langminstu* 14 stiga frost, á Akureyri, en logn þar. Austlæg átt. Rokstormur af ísuðaustri í Vestmannaeyjum, snarpur austanvindur hé , en hæg- ari annars staðar. Snjókoma hér í morgun og snjófjúk í Vest- mannaeyjum. Loftvægislægð skamt fyrir sunnan Reykjanes, hreyfist til norðurs. Otlit: Hvöss suðaustanátt á Suðurlandi og austanátt á Ves'ur’andi í dag. Annars staðar á landinu og um alt land í nótt alihvöss suðlæg átt. Krapahríð hér á Suðvestur- Jandi í /dag, hríðarveður á Vestur- landi, snjókoma á Suðausturlandi og dálítil á Norðurlandi. I nótt Verður hákuveður á Suðurlandi og sennilega á Vesturlandi, senni- lega þíðviðri á Norðurlandi. Nýbreytingin á miðstöð bæjarsímans er afar- hentug. Þegar hringt er upp og samfelt tíst heyrist í heyrnartól- Inu, er það merki þess, að á lampanum, sem er merkið fyrir símastúlkurnar, logar. Er þá ekki ann.ð að gera en bíðr þess, að þær anzi, en óþarfi að hri, gjU a.t ur. Eins er um a.hr ngi. gu. Þá merkja mörg smáííst þ ð, að h n hafi borLt til stöðvarmnar. Gengi erlendra myuia i -vg Sterlingspund . ’ :> 100 kr. danskar . . 125 77 100 kr. sænskar . . U'1.95 100 kr. norskar . . t >8.42 Dollar . . . 71/4 100 frankar franskir. . . /8 20 100 gyllini hollenzk . — : 82.84 100 gulimftrk pýzk tf/8 30 Tíðindi frá síðasta Albýðusambands- þingi fást í afgreiðslu Alþýðu- blaðsins. Þess skal getið, að greinin „Æflmipning", sem birtist í dag í blaðinu, er ekld eftir Guðbr. Jónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.