Fram


Fram - 19.01.1918, Blaðsíða 1

Fram - 19.01.1918, Blaðsíða 1
 Verzlun Sig. Sigurðssonar Siglufírði. Sími 21. Stærst úrval! Lægst verð! M,±zk&tádG±£ck±akM&rt $ Sími 32. Sími 32. Verzl. Sig. Kristjánssonar verður fyrst um sinn aðeins opin á Iaugardögum. II. ár. Siglufirði 19. janúar. 1918. 3. blað. 20. maí. —o— Pann dag á næsta vori eru 100 ár liðin frá því er konungur úr- skurðaði að Siglufjörður mætti álítast sem leyfður versiunarstaður. Sá dagur er því merkisdagur í sögu Siglufjarðar og þess verður, að hann sé í hávegum hafður. Sér- staklega er þó ástæða til þess nú á næsta vori, er verslunarstaðurinn á sitt fyrsta aldarafmæli. Pá er óneitanlega margs að minn- ast; margt sem tekið hefir svo mikl- um framförum og umbótum frá því sem var, að nær óþekkjanlegt mun vera, og margir siðir og venjur þeirra tíma að fullu horfnir, en aðrir sem þá ekki þektust, komnirístaðinn. Framfarir Siglufjarðar á þessum 100 árum eru miklar, þó mestar hafi þær verið á hinum 15 síðustu ár- um, enda hefir íbúum Siglufjarðar fjölgað mjög mikið síðustu árin, eins og sja má á yfirliti því yfir fólksfjölda í Siglufirði, sem hér er á öðrum stað í blaðinu, en fólks- fjölgun eins sérstaks staóar, er bein afleiðing menningar og framfara þar. Pað væri því mjög viðeigandi að dagsins væri að einhverju minst á næsta vori, og eru línur þessar skrifaðar til þess að minna menn á, að ef eitthvað á þá að gera, þarf það undirbúning eins og alt annað. Væri máske réttast að hreppsnefndin eða þá einhverjir aðrir, stæðu fyrir því að nefnd yrði kosin málinu til und- irbúnings. Pað stendur líka einmitt svo heppilega á, að í þetta sinn er 20. maí annan hvítasunnudag, og ætti það ekki að verða til þess að draga úr minningu hans. Sólarlag. —o— Hallar gangi sól í sjó, sérhver drangi blánar, geisla spangir gullnar þó, glampa í fangi ránar. O. St. t SkólamáL —0— Eins og kunnugt er orðið, hefir skólanefnd ákveðið að skó'anum skuli algerlega hætt, en kolunum, sem til hans voru ætluð, útbýtt meðal þeirra, sem verst eru staddir með eldsneyti. Flestum mun ljóst hvað þetta er mikið neyðarúrræöi, sérstaklega ef svo fer, sem skóla- nefnd gerir nú fastlega ráð fyrir, að skólanum muni ekki heldur verða hægt að halda uppi næsta vetur.— Ekki er gott að segja um, hver á- hrif þetta kann að hafa á framtíð barnanna, en gera má ráð fyrir þeim talsverðum, eins og hér stendur á, að á allflestum heimilum er hvorki tími né tækifæri til að veita börn- unum neina verulega fræðslu. For- eldrar sem talað hafa við mig um þetta, hafa líka allir sagt hér um bil það sama: »Petta hefir líklega mátt til, en ekki vitum við hver ráð við eigum að hafa með börnin okk- ar.« — Okkur, kennara skólans, lang- ar mjög til að bæta úr þessu, en sjáum—því miður — ekkert gott ráð. — Pó hefir okkur komið saman um, að bjóðast til að koma stöð- ugt á heimili skólabarnanna, það sem eftir er vetrarins, til að líta eft- ir lestri þeirra og leiðbeina þeim.— Foreldrar og barnaumráðendur, sem þetta vilja þiggja, eru beðnir að gera svo vel að Iáta mig vita eigi síðar en 25. þ. m. Guðrún Björnsdóttir. Mannfj. Hvanneyrarhr. 1910 — 1917. -o— Ár. í kaupt. Utan kaupt. í öllum hr. 1910 440 226 666 1911 487 234 721 1912 536 235 771 1913 590 241 831 1914 652 242 894 1915 753 208 961 1916 828 195 1023 1917 920 210? 1130? Um útsvör og hvernig þeim er jafn- að niður. Pað er föst regla, að allir sem færir eru um, skuli greiða útsvar í hlutfalli við eignir og tekjur; þó er höfð hliðsjón af hve marga útsvars- greiðendur hafa fram að færa sem ómaga, það er að segja þeir í bæ- jum, sem hafa neðan við 3000 kr. tekjur, og þeir í sveitum sem hafa neðan við 2000 kr. tekjur. Pessum mönnum er skift niður í 5 flokka. í fyrsta flokki eru þeir sem engan ómaga hafa, í öðrum flokki þeir sem hafa tvo ómaga, í þriðja flokki þeir sem hafa fjóra, o. s. frv. Útsvarið skiftist hlutfalslega nið- ur á eignir og tekjur, þegar búið er að gera fjárhagsáætlun, er það tek- ið af hundraði, og sem oftasthald- ið sér við 12 prc, nú síðan lögleitt er að skylda menn til að greinafrá tekjum sínum og eignum til upp- lýsingar fyrir niðurjöfnunarnefndir. Frá þeim tekjum, sem gefnar eru upp, séu þær undir 3000 kr. í bæ- jum, eru dregnar 350 kr. hjá fyrsta flokksgjaldendum, og 200 kr. í viðbót hjá hverjum manni í hinum flokk- unum fyrir hvern ómaga er hánn hefir fram að færa. Hver útsvarsgreiðandi fær reikn- •ng> °g á honum er skýrt tilfært í hvaða flokki hlutaðeigandi maður er, og á hve háar tekjur hefir ver- ið lagt. Síðan stríðið byrjaði hefir verið lagt aukaútsvar á þann hagnað er mönnum hefir hlotnast sem afleið- ing af því, einnig á gróðabralls fyr- irtæki, á munaðarvöru svo sem' kampavín, kryddbrennivín, o. fl., einnig á hlutabréf í gufuskipafélög- um, aðgöngumiða að leikhúsum, og skemti ferðaf arbréf. Á þennan hátt er útsvörunum jafnað niður í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Eftir því sem mér hefir skilist, er farið að á líkan hátt á íslandi, með niðurjöfnun útsvara, að minstakosti eitthvað í áttina, en þó ekki hér í Siglufirði. Hér virðist mér hin hátt- virta hreppsnefnd jafna útsvömnum niður mjög út í bláinn, og við það verða þau að mínu áliti í hæsta máta óréttlát, sérstaklega gagnvart framleiðendum. 777 kaupenda. Vegna pappírsskorts, sem aðal- lega stafar af samgönguleysi því sem nú er, kemur blaðið fyrst um sinn aðeins út annanhvorn laugar- dag, mun þetta verða bætt upp aft- ur þegar samgöngur liðkast og pappír fæst, þannig að ekki færri en 52 blöð komi út á árinu. Næs.ta blað kemur því ekki út fyr en 2. febrúar. Pað lítur svo út sem síldin eigi að bera öll útsvörin. Við síðustu niðurjöfnun er sagt að jafnað hafi verið niður 15 og 20 aurum á hverja síldartunnu, og 10 aurum á hvert mái til bræðslu. Petta mun vera að því er marga snertir að minstakosti 5 prc. af ágóðanum en á ýmsa aðra gjaidendur er Iagt útsvar, sem syar- ar til 6 Oloo, og á þá sem engan hafa fram að færa 2 oioo. Er rétt að hafa það svo? Eg efa það. Pessi aðferð lýsir því, að hugs- unin er, að hinum útlendu fyrirtæk- jum sem hér eru rekin á að blæða, og hinn eini danski maður, sem hér hefir kaupsýslu, verður að greiða 10 prc. af allri þeirri upphæð, sem jafnað er niður hvort sem til þess þarf að leggja 15—20 eða 25 au. á hverja síldartunnu hjá honum. Peim útlendingum og aðkomu- mönnum sem koma hér við ogvið en hafa ekki fast aðsetur, er aftur á móti vilnað í, þeir bera tiltölu- Iega lægra útsvar en hinir, sem hér hafa fastar stöðvar. Pað virðist þó vera algjörlega öfugur hugsunarhátt- ur að vægja þeim gömmum, sem hingað þyrpast, þegar góðar horfur eru með verð og afla, og hremma mörg þúsund tunnur af síld, sem þeir stórgræða á, en sem strax og eitthvað ber út af sitja heima, hætta ekki á að koma hingað af þvfnógu mikill ágóði er ekki viss, og greiða þar af leiðandi ekkert útsvar hér. Er rétt að íþyngja þeim mönnum með útsvörum, framyfir ofanritaða farfugla, sem byggja hár stöðvar og verksmiðjur og reka atvinnu hér árum saman? Eg efa það. Pað hefir verið sagt, að ekki væri hægt að jafna niður útsvörum hér, á annan hátt en gjört er. Petta er ekki satt, að því er síldina snertir, því það er hægur vandi að vita meðalverð á síldartunnu með áföll-

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.