Fram


Fram - 19.01.1918, Blaðsíða 2

Fram - 19.01.1918, Blaðsíða 2
10 FRAM Nr. 3 kemur irt einusinni í viku. Verð 4 kr. Ojalddagi 1. júní. Útgefandi: Hlutafélag. Ritstjórar: Friðb. Níelsson °g Hannes Jónasson. Afgreiðslu- og innheimtumað- ur Friðb. Níelsson. Siglufjarðarprentsmiðja 1918. Almanak næstu 2 vikur. Janúar. 2. sunnudag e. þrettánda. 1918. Sd. 20. Bræðramessa. f. Hálfdán Einars- son 1732. f. Benedikt Sveinss. 1826. Md. 21. Agnesarmessa. Þd. 22. d, Þorgils skarði 1258. Md. 23. Tung) hæst á lofti. Fd. 24. BrannSkálhoItskirkjal309.f. Frið- rik mikli 1712. Þorri. Fd. 25. Pálsmessa. Miður vetur. Ld. 26. *d. Eysteinn Erlendsson erkibiskup 1188. 14. v. vetrar. Janúar. Níuvikna fasta. 1918. Sd. 27. Fult tungl 2.14 f. m. Md. 28. d. Auðun bp rauði 1322. Þd. 29. d. Kristján IX. 1906. Md. 30. d. Ormur Vigfúss. í Eyjum 1675 Fd. 31. d. Þorm. Torfason 1719. d. Ouðbr. Vigfúss. 1889. Tungl fjærst jörðu. Febrúar. 1918. Fd. 1. Innlend ráðherrastjórn 1904. d.Jör. bp. Þorsteinsson 1313. Ld. 2. Kyndilmessa. Heitdagur Norð- lendinga 1365. 15. v. vetrar. num kostnaði, og meðalsöluverð er ennþá hægra að finna Hvort einn eða annar á salt og tunnur frá ári til árs, á als ekki að koma til greina, heldur ekki þó menn bíði með að seija vöru sína í þeim tilgangi að fá hærra verð síðar, sú aðferð getur eins orsakað tap. Sé Siglufirði eða Hvanneyrarhr. sérstaklega hugleikið að gangahart að útlendingum með útsvarsgreiðslu þá er hægt að fara aðra leið en þá, sem farin hefir verið að þessu, og hún er sú, að feta í fótspor ná- grannaþjóðanna Noregs Danmerk- ur og Svíþjóðar með það, að leggja mánaðargjald á alla þá útlendinga, er kaupa eða selja hér vörur. Gjald þetta er þannig tekið að hver hlut- aðeigandi verður að kaupa leyfis- bréf fyrir hvern mánuð, sem hann fær ieyfi til að reka kaupsýslu sína. Að því er snertir síldarkaupmenn, gæti leyfisbréfið gilt fyrir alt síld- veiðatímabilið. Pað vita allir, að Siglufjörður hef- ir ekki, frekar en nokkur annar stað- ur, fengið eilíft einkaleyfi fyrir síld- veiði. Og bregðist veiðin ennþá eitt ár, hvernig fer þá? Að minsta kosti meiga menn vera vissir um það, að menn þeir, sem hér hafa drepið sér niður við og við, þegar von hefir verið á stórfeldum ágóða, koma ekki með þúsundir króna í hreppssjóð, og menn meiga einnig vera vissir um það, að þeir útlend- ingar, sem hér hafa haft fastar stöð- var í mörg ár, Iáta ekki framvegis reita sig og rýja með gjöldum í hreppssjóð, sem eru ósanngjörn í hlutfalli við gjöld annara útsvars- bærra manna, þrátt fyrir fullyrðing- ar um að ekki sé hægt að fara í mál út af útsvörum, þar sem sumirlög- fræðingar álíta hið gagnstæða. O. Blomkuist. Erlendar símfréttir. f Snorri Jónsson kaupmaður á Akureyri, andaðist á heimili sínu í gærmorgun, eftir um mánaðar legu. Banameinið var meinsemd innvortis. Snorra sál. verður nánara getið hér í blaðinu síðar. Fréttir. Bankastjóraembættið nýja, við Landsbankann í Rvík, hefir verið veitt Magnúsi Sigurðssyni lögfræð- ingi áður settum bankastjóra þar, en í hans stað er settur Ben. Sveinss. Bjarndýr hafa að sögn séðst inn í Fljótum og sömuleiðis vestur á Skaga og á þar eitt að hafa verið drepið, svo og 3 hvalir, að því er sagt er. Lagarfoss hefir snúið við aftur til Rvikur vegna íss. Konungur hefir með opnu bréfi mælt svo fyrir, að aukaþing skuli haldið einhverntíma á þessu ári, en ekki ákveðið enn hvenær helst það muni koma saman. Frost hefir verið afarmikið um alt land að undanförnu. Höfnin í Rvík er svo lögo, að saga verður skipin út þaðan, og gengið er nú á ís frá Viðey og inn að Kleppi og eins yf- ir Skerjafjörð. Breiðifjörður er enn- fremur svo lagður, að póstur var fluttur á ísi ftá Barðaströnd til Flat- eyar. — 2 hross helfrusu nylega í Landeyjum á Suðurlandi. Sigurjóni Markússyni sy"slumanni* Vestur-Skaftfellinga hefir verið veitt Suður-Múlasýsla. Um 80 manns fóru með »Sterl- ing« til útlanda, þar af margir er- lendir sjómenn, er teftir hafa verið ý Rvík. Nákvæm skoðun fór fram á farþegunum og öllum farangri þeirra, og voru tveir gerðir aftur- reka vegna óleyfilegs flutnings. Engir botnvörpungar munu ganga til veiða í vetur, frá Suðurlandi, en aftur margir vélbátar. Útflutningsleyfi er fengið frá Amer- iku fyrir 1000 smál. með »íslandi.« í Hafnarfirði vóru 4 menn kosnir í bæjarstjórn nýlega, og komu verka- Khöfn 10. jan. Wilson tjáir sig samþykkan friðarskilmálum Banda- manna. Oveður hindra allar hernaðar framkvæmdir. Jafnaðarmenn í löndum bandamanna ætlaað halda ráð- stefnu í febrúar og ræða um ófriðinn. Khöfn 11. jan. Noregur, Danmörk og Svíþjóð viðurkenna sjálfstæði Finnlands. Maximalistar hafa í hyggju að ógilda ríkis- skuldir Rússa. Khöfn 15. jan. Sjóliðsmenn í Sebastopol hafa myrt 70 rússneska sjóliðsforingja. Búist við grimmri sókn Pjóðverja við Verdun, Cales og ítölsku vígstöðvunum. Khöfn. 16. jan. Friðarfundi Rússa og Pjóðverja hefir verið frestað enn vegna ósamkomulags um athafnarfrelsi einstakling- anna. ítalir hafa unnið á og tekið 300 fanga. Eftir skeytum til Rvík. menn að. 2 þeirra. — 31. jan. á að kjósa 8 menn í bæjarstjórn Rvíkur og er nú þegar hafinn kappsamleg- ur undirbúningur. Vatnskortur er nú tilfinnanlegur í Rvík, vegna frosta. Skýring. —o— í síðasta tölubl. Fram er getið um barnaskemtun þá er kvenfél. »Von« hélt 7. og 8. þ. m , og fél. færðar þakkir fyrir það. Rykir okk- ur mjög vænt um, hafi tilgangurinn náðst, að gleðja börnin, en þakk- lætið á fél. ekki skilið nema að nokkru leyti. Spilaklúbburinn gamli lagði n. 1. 68 kr. til þessara skemtana, og áþví sinn skerf af þakklætinu og á- nægjunni yfir að hafa b'úið börn- unum glaða stund. Inda Tynes. Bæjarfréttir. Afmæli: 19. jan. Sólveig Björnsdóttir, húsfrú. 19. » Eggertína Ouðmundsd. húsfrú. 27. jan. Theodór Pálsson, skipstj. 28. » Matth. Hallgrímsson, kaupm. l.febr. Kristín Björnsdóttir, húsfrú. 2. » Sigurlína Níelsdóttir húsfrú. Skóianefnd Siglufjarðar hefir ákveðið að hætta barna- skólanum nú þegar, og hefir afhent hrepps- nefnd það sem eftir var af kolum skólans til hjálpar eldiviðarlausu fólki. Ennfremur hefir skólanefndin sagt öllum kennurum barnaskólans upp starfi þeirra, frá lokum þessa skólaárs að reikna. Tíðin. Stillingar hafa verið alla vikuna, en frost afskaplegt. Hæðst mun það hafa verið 29 gráður, en oftast um og yfir 20. Stundum hefír það þó fallið niður í 10 gráður, en hlaupið jafnharðan upp aftur. Hreppsnefndin hélt fund 16. þ. m. og var þetta gjört: Útsvar versl. Sn. Jónssonar lækkað um 70 kr., útsvar Jens Eyjólfssonar lækkað um 10 kr., útsvar versi. Sig. Sigurðsonar hækk- að um 25 kr. Öll önnurút=vör látin standa óbreytt. — Samþykt að kaupa ef fengist sykur þann og rúgmjöl, sem settur var hér í land úr »WUlemoes.« Hafísinn er jafnmikill og áður; allur fjörðurinn fullur af samanfrostnum hafís, og svo langt fram til hafs, sem sést hefir. Lagasrníði alþingis. —o— 48. Lög um hjónavtgslu. Útdráttur þessara laga er sem hér segir: Brúðhjónum er heimilt að kjósa sjálf, hvort þau láta sóknarprest, annan löggiltan prest, forstöðumann utanþjóðkirkjusafnaðar, sýslumann eða bæjarfógeta gefa sig í hjóna- band. — Sýslumaður eða bæjarfó- geti, sem hefir verið beðinn að gefa saman hjón, skal láta hreppstjóra auglýsa það í hreppi brúðurinnar, 3 vikum á undan hjónavígslunni. Sé giftingin ekki framkvæmd innan 12 vikna, er auglýsingin ógild. — Skírn, ferming og altarisganga eru ekki hjúskaparskilyrði. — Fyrir aug- lýsingu hjónabandsins greiðist 1 kr. og meira ef hreppstjóri þarf að ferð- ast þess vegna, en fyrir giftinguna sjálfa ásamt staðfestu eftirriti hjóna- vigslunnar greiðist 8 kr., meira ef sýslumaður þarf að ferðast þess vegna. — Sóknarpresti ber ekki borgun fyrir hjónavígslu Sem annar en hann framkvæmir. Með lögum þessum er úr gildi feldur fyrst kafli laga nr. 4, 19. febr. 1886, um utanþjóðkirkjumenn, 1—9 gr. Ennfremur 3. gr. 2. Hður og 13 gr. í tilsk. 30, apr. 1824, um em- bætti prestanna að því er snertir hjónabönd.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.