Fram


Fram - 19.01.1918, Blaðsíða 3

Fram - 19.01.1918, Blaðsíða 3
Nr. 3 FRAM 11 49. Lög um g/öld til holræsa . og gangstétta á Akureyri. l.gr. Par sem bæjarstjórnin hefir lagt holræsi ígötu á kostnað bæj- arsjóðs, er hverjum húseiganda skylt að gera á sinn kostnað ræsi, er flyji alt skólp frá húsi hans út í götu- ræsið. Skul þau ræsi ekki vera lakari að geð en göturæsin og gerð undir umsjón veganefndar eða þess manns, er hún felur umsjónina, sam- kvæmt reglugerð, er bæjarstjórnin setur um tilhögun skólpræsa innah húss og utan. Skal í þeirri reglu- gerð ákveða, að regnvatn skuli leitt í göturæsin. Vanræki nokkur að gera þetta innan hæfilegs frests, sem bæjarstjórnin setur, má hún láta vinna verkið á kostnað húseiganda. — Fyrir öllum kröfum, sem bæjar- stjórnin með þessu öðlast á hend- ur hús- og lóðareigendum, hefir bæjarstjórnin lögveð i húsinu eða lóðinni, og gengur sá veðréttur fyr- ir öllum veðskuldum eftir samningi. 2. gr. Kostnaður við holræsagerð í götum bæjarins, svo og kostnað- ur við steinlimdar, hellulagðar og c\ðrar jafnvandaðar gangstéttir, greið- ist úr bæjarsjóði. En heimilt er bæj- arstjórninni að leggja holræsa- og gangstéttaskatt á hús og lóðir i bænum, samkv. reglugerð, er hún setur og stjórnarráðið samþykkir. Skalgjaldið miðað við skattvirðingar- verð húseigna og lengd lóða með fram götu, þar sem holræsi eða gangstéttir verða lagðar. 3. gr. Lögtaksréttur fylgir öllum kröfum og gjöldum samkvæmt lög- um þessum. 50. Lög um áveitu á F/óann. Pessi lög eru of Iöng til þess að hægt sé að byrta þau hér í blaðinu þó þau séu fyllilega þess verð, 51. Lög um einkasöluheimild landsstjórnarinnarásteinolíu. 1. gr. Landsstjórninni veitist heim- ild til að kaupa svo mikla steinolíu er henni þurfa þykir til þess að birgja landið, og selja hana kaup- mönnum, kaupfélögum, sveitarfél. og öðrum, samkv. reglugerð fyrir steinolíuverslunina, er landsstjórnin setur. — I þessu skyni veitist stjórn- inni og heimild til að taka það lán, sem á þarf að halda til innkaupa á olfu, til áhalda og reksturs. 2. gr. Pegar landsstjórnin hefir tekið að sér aðflutning á steinoliu samkv. 1. gr., er engum öðrum Ieyfilegt að flytja hingað til lands steinolíu en landsstjórninni, nema með sérstöku leyfi hennar. 3. gr. Á hvert steinolíufat(150kg.), sem stjórnin selur hér á landi, skal leggja 4 kr. gjald, er renni að hálfu í landssjóð, en að hálfu í veltufjár- og varasjóð steinolíuverslunarinnar. — Að öðru leyti skal selja olíuna fyrir það verð, er liðlega svarar inn- kaupsverði og öllum kostnaði. — Pegar versluninni hefir safnast svo mikið veltufé, að nægi til að reka verslunina skuldlaust, íellur gjald það, er ræðir um í byrjun þessarar gr. að öllu Ieyti í landssjóð. Hyers árs arður, sem til kann að íalla um- fram þessar 4 kr., leggist í veltufjár- og varasjóð, enda ber hann og það tap, semverslunin kannað verðafyrir. AÐALFUNDUR Prentsmiðjufélags Siglufjarðar verðurað forfallalausu haldinn sunnudaginn 10. febr. n. k., kl. 6 e. m. Fundarstaður verður ákveðinn síðar. Dagskrá: 1. Lagður fram endurskoðaður reikningur fél. 2. Tekin ákvörðun um framtíð og fjárhag fé- lagsins að öðru ieyti. 3. Endurskoðuð lög félagsins. 4. Kosin stjórn og endúrskoðendur. 5. Önnur mál er fram kunna að koma. Aðgang að fundinum hafa allir hluthafar félags- ins, en atkvæðisrétt þeir einir, er staðið hafa á hlut- hafaskrá minst 10 daga á undan fundinum. Stjórnin. 4. gr. Landsstjórnin má þá fyrst nota þessa heimild, er hún hefir fengið banka- eða handveðstrygg- ingu, er hún álítur fullnægjandi fyrir því, að áreiðanleg verslunarhús selji landinu nægar birgðir af steinolíu fyrir eigi hærra verð en alment stór- kaupamarkaðsverð er á hverjum tíma á þeim stað, sem olían er keyft, og segi slíkum samningi eigi upp með minna en eins árs fyrirvara. 5. gr. Landsstjórnin skipar vel hæfan mann, er hafi forstöðu stein- olíuverslunarinnar og alla reiknings- færsluna á hendi. Hún velur og 2 verslunarfróða endurskoðendur til að rannsaka alla reikninga og bæk- ur verslunarinnar, og skal sú end- urskoðun fara fram árlega eftir hend- inni, og eigi sjaldnar en eftir hverja 3 mán. Landsstjórnin ákveður laun forstöðumannsinsogendurskoðenda. 6. gr. í reglugerð þeirti, er getur nm í 1. gr., kveður landsstjórnin á 44 gengu í það fyrir mér að aka til Urionvegar, eg gerði það til þess að halda hestinum heitum,« svaraði ökumaðurinn. »Pér voruð þá ekki allan tímann kyrrir á sama stað?« »Nei, því hefði eg átt að gera það? Kvenmaðurinn sagði að líða myndu um það tíu mínútur þangað til hún kæmi. Við erum allir menn herra umsjónarmaður, eg veðr- ið va.' eitthvert það argvítugasta sem eg hefi komið út í þau fimtán ár sem eg hef verið vagnstjóri. Nú, nú, mágur mínn er veitingamaður þarna á Urionvegi, og svo skaust eg þangað og fékk mér eitt glas af heitu púnsi. En eg enti það sem eg lofaði, tíu mínútum seinna var eg kominn á strætishornið tii þess að aka kvenmanninum aftur til Padd- ington.» »Fanst yður það þá ekki undarlegt að hún kom ekk?« sagði Mr. Pemberton. Ökumaðurinn starði á Mr. Pemberton, auðsjáanlega án þess að skilja hvað hann meinti, loks sagði hann: »Yður skjátlast, herra umsjónarmaður, því rétt um leið og eg kom á götuhornið, kom hún eínnig, og stökk inn í vagninn.« Pessi orð höfðu sömu áhrif á þá er við voru staddir og rafmagnsstraumur. Stewenson misti blýantinn, Dickson gamli hentist upp af stólnum, og Mr. Pemberton stóð eins og steingjörvingur. Kvenmaðurinn höíuðlausi sem hann hafði fundið í »Skollabýli,« hafði aftur snúið til vagnsins er beið hennar! Hvernig gat það verið? Var það blekking eða laug ökumaðurinn? »Hún kom til baka,« tautaði hann við sjálfan sig og 41 inn, tók úr honum aflanga bók og bíaðaði í henni um stund. »Síðasta lestin frá Paddington til CharingGross kl. 11,20 það er rétt,« sagði hann við sjálfan sig, og stakk bókinn aftur í skápinn. >Hvaðan kom kvenmaðurinn? Kom hann frá járnbrauta- stöðinni?« spurði hann svo. Ökumaðurinn klóraði sér bak við eyrað. »Pað get eg hreint ekki sagt yður herra minn,« svaraði hatin. »En eg álít, að hún hafi ekki komið frá Padding- ton, hún var ekki í ferðafötum og hafði ekkert dót með ' sér.« »Viljið þér lýsa henni nákvæmlega fyrir mér,« mælti Mr. Pemberton. Ökumaðurinn setti á sig totu, lagði aftur annað augað og gaut hinu upp í loftið. »Stewenson, viljið þér hraðrita það sem maðurinn seg- ir,« hélt Mr. Pemberton áfram, meðan ökumaðurinn var að hugsa sig um. Stewenson settist við skrifborðið, með pappír og blýant fyrir framan sig. Ökumaðurinn hristi höfuðið. »Mér er ómögulegt að lýsa kvenmanninum nákvæmlega, herra umsjónarmaður, en eg held hún hafi haft stórt sjal á herð- unum, og hettu á höfðinu. Hún var fremur lágvaxin, og held- ur ekki gild, og hvað klæðnað hennar snertir mátti ráða af honum að hún væri als ekki efnuð.« »Frásögn yðar er t' fullu samræmi við sannleikann,« mætli Mr. Pemberton. Ökumaðurinn brosti íbyggilega.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.