Fram


Fram - 19.01.1918, Blaðsíða 4

Fram - 19.01.1918, Blaðsíða 4
12 FRAM Nr, 3 um, hvernig fara skuli um steinol- íubirgðir þær, sem félög eða ein- stakir menn kunna að eiga óseldar, þegar lög þessi koma til framkv., hvort leyft skuli að selja þær, eða hvort þær skuli teknar eignarnámi til handa landssjóði. 7. gr. Brot gegn 2. gr. varða sekt- um alt að 100 þús. kr., og skal ólöglega innflutt steinolía upptæk og andvirðið renna í landssjóð. Með brot gegn lögum þessum skal farið sem með almenn lögreglumál. 8. gr. Um leið og verslun lands- ins byrjar, fellur niður vörutollur sá á steinolíu, sem ákveðinn er í lög- um 20. okt. 1912, — Með lögum þessum er úr gildi numin lög nr. 32, 20. okt. 1912, um einkasölu- heimild landsstjórnarinnará steinolíu. 52. Lög um laun hreppstjóra og aukatekjur m. m. FÖst árslaun hreppstjóra eru sam- kvæmd lögum þessum 80 kr. ,í hreppi, þar sem íbúar ekki eru yfir 300. Par sem fleiri eru, skal greiða hreppstjóra að auki 5 kr. fyrir hverja fulla 5 tugi íbúa. — Haldi hrepp- stjóri uppboð, falla uppboðslaunin til hans óskift, séu þau ekki yfir 20 kr. en það sem framyfir er, renn- ur í landssjóð. — Fyrir uppskriftir og matsgerðir, greiðist 2 til 6 kr. — Sérstök borgun ber hreppstjóra, ef ferðast þarf í embættiserindum. 53. Lög um breyting á sveit- arstjórnarlögum nr. 43, 10. nóv. 1905. 48. gr. laganna orðist svo: Odd- viti skal hafa að launum um árið 3 kr. fyrir hvern fullan tug hrepps- búa, þó ekki minna en 60 kr. Pókn- un þessi greiðist úr sveitarsjóði. 76. gr. laganna orðist svo: Hver sýslunefndarmaður fær í fæðispen- inga og ferðakostnað úr sýslusjóði 6 kr. hvern dag, frá því er hann fer að heiman á sýslufund til þess er hann kemur heim aftur. Laun oddvita um fardagaárið 1917 til 18 skulu reiknuð að öllu leyti samkv. þessum lögum. 54. Lög um breyting á Iög- um frá 22. nóv. 1907, um vegi. í stað flutningabrautarinnar frá Blönduósi vestur fyrir Víðidalsá hjá Steinsvaði, sem ákveðin er i vega- lögum frá 1907, skal gera þessar tvær flutningabrautir: a. Frá Blönduósi að Vatnsd.hólum b. Frá Hvammstanga á þjóðveg- inn í nánd við Stóra-Ós. 55. Fjáraukalög fyrir árin 1916 og 1917. Sjóliðið breska hefir nýlega verið aukið um 50 þús. manns. Gamla og nýja LIFUR kaupir hæsta verði. O. Tynæs. FRA LANDSÍMANUM. Nokkrir nemendur (3—5) verða teknir til kenslu í símritun og loft- skeytafræði við símritaraskóiann í Reykjavík. Eiginhandar umsóknir, stíl- aðar til Landsímastjóra, sendist stöðvarstjóranum á Siglufirði innan 24 þ. m. Umsókninni fylgi: 1 1. vottorð um að umsækjandi hafi óflekkað mannorð. 2. vottorð um að umsækjandi hafi lokið gagnfræðaprófi, eða hafi not- ið þeirra mentunar er talin verður að jafngilda nefndu prófi, og að umsækjandi sé á hæfilegum aldri (helst 17—21 ára.) 3. læknisvottorð (eyðublað undir læknisvottorð fæst hjá Landsíma- stjöra.) Kenslan er ókeypis. Gert er ráð fyrir að nemendur skólans fái að loknu prófi, starfa við Landssímann þegar stöður losna. Námskeið í loftskeytafræði verður haldið í sambandi við sírnritunar- skólann í Reykjavík og hefst 1. febrúar. Á þetta námskeið verða þeir teknir, sem ætla sér að stunda loft- skeytastöðvar á skipum, Eiginhandar umsóknir, stílaðar til Landsímastjóra sendist stöðvarstjóranum á Siglufirði innan 24. þ. m. Umsækjandi verð- ur að vera fullra, 17 ára, og hafa góða tungumála kunnáttu. Nemend- ur greiði 20 krónur á mánuði í skólagjald, sem greiðist fyrirfrarn fyrir hvern mánuð. Skipstjórar eða aðrir yfirmenn skipa verða fyrst um sinn látriir sitja fyrir. O. Forberg. 42 »Oetur verið,« svaraði hann, »en eg held nú samt að hún hafi verið hefðar kvenmaður.« »Á hverju byggið þér það?« spurði Mr. Pemberton. Ökumaðurinn klóraði sér í hnakkanum. »Sjáið þér til herra umsjónarmaður, þegar hún kallaði til mín bjóst eg ekki við miklum vikapeningum, — við sjáum þesskonar á fólki það gerir vaninn, — en mér skjátl- aðist hrapallejga. Um leið og hún sagði mér að eg ætti að aka henni á hornið á Brecknochvegi og Carletonstræti stakk hún sterlingspundi í lófa mér, og þessvegna hugsaði eg sem svo, að hún væri ekki eins blásnauð og búningur hennar benti til.« »Hvernig var andlit hennar?« spurði Mr. Pemberton. Ökumaðurinn hristi höfuðið. »Það sá eg ekki herra umsjónarmaður. Hún hafði þykka svarta slæðu fyrir andlitinu og húfu á höfðinu, sem náði langt ofan á enni.« Mr. Pemberton gretti sig ergilegur. Pað leit ekki út fyr- ir að ökumaðurinn gæti sagt honum annað en það sem hann vissi áður.« »Ef eg ætti að segja mitt álit,« hélt ökumaðurinn áfram, »þá hugsa eg að kvenmaðurinn hafi mælt sér þarna mót með einhverjum.« »Af hverju dragið þér það?« spurði Mr. Pembertori. * »Eg veit ekkert með vissu, en þegar hún talaði til mín fyrst og eins þegar hún fór úr vagninum, var hún svo glað- leg og létt í spori, alveg eins og ung stúlka, sem ætlar til fundar við ástvin sinn.« »Hvað skeði svó þegar þér komuð á strætishornið,« spurði Mr. Pemberton. 43 Ökumaðurinn hristi höfuðið. »Skeði!« tók hann upp eftir Mr. Pemberton. »Pað skeði ekki neitt. Eins og eg sagði áðan stökk kvenmaðurinn Iéttilega og með mesta flýti út úr vagninum þegar eg stöðvaði hann, og lofaði mér öðru sterlingspundi, ef eg vildi bíða þar til hún kæmi til baka, svo eg gæíi fJutt hana aftur til Paddington.« Og hversvegna biðuð þér ekki eftir henni?« sagði Mr. Pemberton skarpt. »Hvað meinar herra umsjónarmaðurinn?« spurði öku- maðurinn undrandi. »Hver þremillinn!« sagði Mr. Pemberton reiður og stappaði fætinum ígólfið. »Skiljið þér ekki mælt mál ? Hvers- vegna slóguð þér í klárinn þegar kvenmaðurinn var horfinn út í myrkið í Carletonstræti ? Hversvegna? Var það veðrið sem kom yður til að stökkva frá hinum lofuðu vikalaunum? Pað sýnist þó sannarlega vera dágóð borgun að fá tvö pund sterling fyrir að aka frá Paddington til Carletonstrætis og til baka aftur.« »Fyrifgefið að eg segi það herra umsjónamaður,« svar- aði ökumaðurinn, »en ef eg ekki misskil yður, þá álítið þér að eg hafi farið mína leið þegar kvenmaðurinn var kominn útúr vagninum, en eg skal sverja að eg beið eftir henni.« »Pað er ómögulegt,« sagði Mr. Pemberton bystur. »Lautenant Stewenson, sem þarna situr stjórnaði lög- regluflokknum, er umferð hafði á þessum slóðum í nótt, og það einmitt á þeim tíma, sem þér hafið átt að vera þar, en hann sá engan vagn.« »Pað hlýtur að hafa verið á þeim augnablikum sem

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.