Alþýðublaðið - 03.02.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.02.1927, Blaðsíða 3
aLEÝÐUBLAÐIÐ 3 nú hjá mér svo óendanlega mik- iíí, þegar ég les um hræðilega jneðferð á barni, 9 ára dreng, er komið var í vist og þar farið svo illa með hann, að hann bíður þess aldrei bætur. 20. september 1924 fanst drengurinn liggjandi úti í haga, þá ósjálfbjarga, og voru tær hans orðnar svartar og til- finningalausar af vosbúð, kulda og óþrifum, öklar sokknir í bólgu og dreppollar víða á fótunum. Dréngurinn var fluttur í sjúkrahús og teknar af honum tær og nokk- iuð af ristarbeinunum. Á einum einasta mánuði er drengnum jjjakað svo, að hann liður líkam- leg örkuml og bíður þess aldrei bætur. En sálarsárin, — hve stór eru þau? Ekki lítur út fyrir, að drengur þessi hafi verið stórætt- aður, sem' kallað er, eða reynst þungur á peningavog, þar sem honum er enn þá ætlað að líða kaun sín bótalaust. Og hegningin, sem yfirvaldið álítur réttmæta(!), er 5 daga fangelsi við vatn og brauð. Hún er talin hæfileg fyrir hjóna- garmana. Það ofbýður stjórnar- ráðinu, sem von er, og áfrýjar til hæstaréttar. En mikill er sá seinagangur, sem mál þetta hefir haft. Á þriðja ár er það á leiðinni. Hvað veldur því ? Hér er nú eflaust að ræða um hámark mannvonzkunnar; en er ástæðuiaust að efast um, að eitt- hvað af fólki beri í brjósti nóga tilfinningu fyrir því, að þeir um- komulausu hafi hjarta og tilfinn- ingar eins og aðrir menn? Akranesi, 15. jan. 1927. Svbj. Oddsson. Um dagimi og veginn. Næturlæknir leij í nótt Guðmundur Guðfinns- son, Hvg. 35, sími 1758. Þenna dag árið 865 andaðist Ansgar, kristniboði Dana og Svía. Verkakvennafélags-konur! Munið framhalds-aðalfund verkakvennafélagsins „Framsókn- |ar“ í kvöld kl. 81/? í Ungmenna- félagshúsinu! Mætið vel og stund- vísiega! Trú og vísindi. Fyrirlestur Ágústs H. Bjarna- sonar prófessors í gærkveldi var um skyldleika (likingu) og mis- mun manna og dýra, — þroskun mannsheilans. Apinn hafi við líkamlega áreynslu orðið vöðva- dýr, maðurinn við andlega æfingu taugadýr. Aðalmunur á manni og (þroskuðustu) dýrum værj. sjálfs- vitund hans og ábyrgðartilfinning á eigin gerðum. Þá mintist Á. H. B. á nokkur helztu atriði í þróunarsögu mannkynsins. Fram- þróunin muni stöðugt halda á- fram, heilbrigði manna aukast, lif- ið lengjast og siðferðið batna. Þróunarbrautin liggi frá villi- mensku til siðmenningar og það- an áfram til siðgæðis. Takmark mannkynsins sé að fjarlægjast dýrseðlið, en stofna guðsriki á jörðinni. Það sé líka framkvæmd kenningar Krists. Þróunin verði ekki skýrð nema gert sé ráð fyrir æðra afli en hinu líkamlega, — fyrir skapandi almætti. Þróunar- kenningin beri einmitt almætti guðs dýrlegast vitni allra kenn- inga. — Næsta miðvikudagskvöld talar Ágúst prófessor um upp- tök og þróun trúarbragðanna. Furutré. í fundargerð veganefndar Reykjavíkur frá 21. jan. segir svo: „Lagt fram bréf frá Ruthoen Stu- art, þar sem hann býðst til að gefa bænum skozkt furutré, er gróðursetjist á Austurvelli vegna 1000 ára afmælis alþingis. Erind- inu frestað.“ Njáluerindi. Framhaldserindi um hvemig Njála sé saman sett flytur Þor- kell Jóhannesson stúdent kl. 6 í tlagí í heimspekideildarsal háskól- ans. Skipafréttir. „ís]and“ fór í gærkveldi áleiðis til Akureyrar. Meðal farþega þangað vom Davíð Kristjánsson bæjiriulltrúi í Hafnarfirði og Sigurður Jónasson. Ætlar Davið að dveljast þar svo sem mánað- artíma. Til Isafjarðar fór Harald- ur Guðmundsson kaupfélagsstjóri snöggva ferð. Linuvðiðarinn „Aldan“ kom af veiðum i gær- kveldi og hafði fiskað vef. Blasíus-messa |er í dag, og er hún kend við Blasíus biskup. Lagði prestur þá hér á miðöldunum svonefnda Bla- síusblessun yfir söfnuðinn; var hún talin vörn gegn hálskvillum. Var Blasíus mjög í heiðri hafður hér & landi og honurn helgaðar margar kirkjur. Sums staðar minna og örnefni á hinn dýra mann, þó þau séu nú torkenni- leg, svo er suður á Reykjanesi til örnefnið Blásíðubás, en það var fyrir siðaskiftin Blasiusbás. Togararnir. ;„Skúli fógeti“ kom í morgun með 1200 kassa og fór til Eng- lands. „Apríl“ kom frá Englandi og „Gulltoppur“ í gær. — „Austri" var síðast með 58 funn- ur lifrar, en 50 smálestir salt- fiskjar. ísfiskssala. „Egill Skallagrímsson" seldi í fyrra dag afla í Englandl fyrir 1220 sterlingspund. Iðnaðarmannafélagið eif 60 ára í dag. „Oddur“ heitir mánaðarblað, sem Oddur Sigurgeirsson er farinn að gefa út, „stíft“ eins og „Harðjaxl". S. Bæjarstjórnarfundur er í dag. 8 mál eru á dagskrá. — Hafnamefndin hefir falið borg- arstjóranum að undirrita fullnað- arsamning við „Svensk Islándska Fryseri Aktiebolag" i Gautaborg urn leigulóð undir væntanlega frystihússbyggingu þessa félags hér. Laun fastra starfsmanna hjá Eimskipafélagi Islands, þar með er talið skrifstofufólk, verk- stjórar, hásetar> kyndarar, stýri- menn, vélstjórar, skipstjórar, mat- reiðslumenn og þjónar, lækkuðu nú um áramótin um 10% sam- kvæmt útreikningi Hagstofunnar um kauplækkun samkvæmt samn- ingi Sjómannafélags Reykjavíkur við Félag íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda og Eimskipafélag ís- lands. „Dagsbrúnar“-fundur um: kaupgjaldsmáli& verður annað kvöld kl. 8 í Bárusalnum. Félagar! Fjölmennið! Heils uf arsf réttir. (Eftir símtali í morgun við landlæknirm.) „Kikhóstinn" er kominn á 5 bæi í Villingaholts- hreppi í Flóa og að Kolviðarhóli. Þar var hann á laugardaginn rar HeiIbriBt, bjart hörund er eftlrsóknarverðara en friðlelknrinn einn. ■ Menn geta fengið fallegan litar- : hátt og bjart hörund án kostnað- | arsamra fegrunar-ráðstafana. Til : þess þarf ekki annað en daglega : umönnun og svo að nota hina dá- : : samlega mýkjandi og hreinsandi TATOL-HANDSAPU, : sem er búin til eftir forskrift : Hederströms iæknis. 1 henni eru ; eingöngu mjðg vandaðar olíur, : svo að í raun og veru er sápan alveg fyrirtakshörundsmeðal. : Margar handsápur eru búnar til ; úr lélegum fituefnum, og vísinda : legt eftirlit með tilbúningnum er ; ekki nægilegt. Þær geta verið : hörundinu skaðlegar, gert svita- ; holurnar stærri og hörundið gróf- ; : gert og Ijótt. — Forðist slíkar ; ; sápur og notið að eins TATOL-HANHDSAPU. < k ; Hin feita, flauelsmjúka froða sáp- : unnar gerir hörund yðar gljúpara, : skærara og heilsulegra, ef þér notið hana viku eftir viku. TATOL-JIANDSAPA : fæst hvarvetna á íslandi. : SMT Verð kr. 0,75 stk. H : Heildsölubirgðir hjá I I.Brýnjðlfs$«n&Kvaran Heykjavlk. UngDr, skemtilegur reiðhestir til sölu með reiðtýgjum. — Tæki- færisverð. — Uppl i síma 1994. í einu bami. Óvíst er, hvernig veikin hefir borist. Að öðru leyti er gott heilsufar austan fjalls. Sjúkrahússmáli Eyrbekkinga mun nú vera bjargað, telur landlæknirinn. Var austurferð hans á sýslunefndarfund Árnea- ínga gerð sökum þess máls, Suðurlandsskólamálið. Sýslunefnd Árnesinga kaus á fundi sínum tvo menn í nefnd, í trausti þess, að sýslunefnd Rang- vellinga kjósi aðra tvo, en stjórn- arráðið tilneíni oddamanninn. Sú nefnd ákveði síðan Suðurlands- skólanum stað. Nýr vegur, vandaður, er ráðgert að verði lagður gegnum Flóann frá Sel- íossi í stefnu á Gaulverjabæ. Va* vegarlagning þessi eitt af sýs!u-> nefndarmálum Ámesinga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.