Fram


Fram - 24.08.1918, Blaðsíða 2

Fram - 24.08.1918, Blaðsíða 2
130 FRAM Nr. 32 nautin, á kotunum þar í kring. Svar- ar hann því neitandi. Biðjum við hann þá um leyfi til, að veia þar undir húsþaki hjá honum, þó ekki séu tök með rúmföt. Því neitar hann einnig. Okkur er það minnisstætt, í viðtali við bónda þennan, að ekki virtist hann mjög viðkvæmur fyrir líð- an nautanna þó þau væru höfð úti, þreytt, í úrfelli og í kulda, en þetta er samt annar maðurinn, Gísii Bjarn- ason, sem greinarhöfundur kveóst hafa sína frásögn eftir. Ekki er að íurða, þó slíkur maður hafi getað fylthr. H. J. meðaumkvun ogmannúð. Við undum illa úrslitunum í Skarð- dal og reikuðum fram og aftur milli peningahúsa er við sáum, en engin voru í því lagi, að nautin væru haf- andi þar næturstund, utan einn kofa- ræfill, en þar voru hestar inni. — Við vorum því neyddir til að hafa þau úti um nóttina, en gáfum þeim í laut fyrir ofan Skarðcftl, úr hey- poka er við höfðum haft með að heiman. Héldum síðan ofan í kaup- staðinnogbáðumst gistingar á tveim- ur gistihúsum, en í báðum stöð- um var svo fullskipað, að ekki þótti ábætandi. Áttum við þá ekki meira við, aó leita húsaskjóls. Ress viljum við geta, að þrátt fyr- ir alt og alt, var okkur mjög vel tekið af mörgum í Siglufirði, og þökk- um við þeim mönnum gestrisnina. Snemma um morguninn vitjum viu nautanna og eru þau þá stirð mjög og köld, því enn þá var rigning. Annað var svo, að ekkert fékst það tit að fara, en það viljum við full- yrða, að þá hafi það haft allar sín- ar klaufir og við veittum ekki eftir- tekt neinu sérstöku losi á þeim. Fórum við því aðeins með annað nautið ofan í bæinn og seldum það strax hr. Blomkuist. Buðum honum einnig nautið í Skarðdal og lýstum því svo rétt, sem við gátum. Var þá sendur þessi trúverðugi maður, er hr. H. J. kvaðst hafa nokkuð af sinni frásögn eftir, til að yfirvega verðmæti eða þunga nautsins, en að honum heimkomnum kvaðst hr. Blomkuist ganga að því, að greiða 375.00 kr. fyrir nautið, án húðar- innar. Geta menn fljótlega séð sam- kvæmnina í því tvennu, að nautið hafi átt við stórfeldar kvalir að búa, en er þó, að dómi sama manns, svo vænt, að það er kaupandi fyrir 375.00 kr. innan úr skinni. Kjötverð á Siglufirði var sagt 85 — 90 aura pundið. — Hvað meðferð nauts þessa ann- ars viðvíkur, munum við lítt deila við hr. H. J. um, en láta nægja um- sögn forðagæslumanns og þeirra manna er best til þekkja, til að sýna og sanna, hversu tilgátur hans og hrakyrði eru algjörlega óverðskuld- uð og án ábyrgðartiifinningar fyrir réttum eða rönguui málstað. Hitt viljum við taka fram, að naut- inu var gefið inni í alt fyrra sumar. Voru því klaufirnar orðnar mjög stórar, eftir svo langan innistöðu- tima og eðlilega ekki samfelt horn í gegn, samkvæmt vexti og bygg- ingu klaufanna, heldur meira og Erlendar símfréttir. Köfn 19. ágúst. Sæti í herstjórnarráðinu fá nýlenduráðherrar Breta. Nefnd Dana hefir verið boðið til Ameríku til að sjá síðustu umbætur flotans. Maximalistar lýsa yfir að Eystrasaltslöndin séu sér óviðkomandi. Ameríkumenn rannsaka verslunarmöguleika í fram- tíðinni í Evrópu. Khöfn 20. ágúst. Mál er risiö gegn „Aftenbladet“ fyrir móðgandi orð um Ameríkumenn. Bretar nálgast Bapaume, hafa tekið járnbrautina milli Albert og Arras. Khöfn 21. ágúst. Nefnd frá Finnlandi er farin til Þýskalands til þess að biðja um konung. Frakkar hafa ekki enn rofið herlínu Pjóðverja milli Oise og Aisne. Eftir skeytum til Rvík. minna holar sérstaklega framan til, sem þó alls ekki kom í Ijós, fyren á leiðinni, er klaufirnar slitnuðu. Kemur svipaður klaufnavöxtur og einnig fyrir á innigjafa sauðfé og hefði hr. H. J. ekki verið vorkun að veita þessu eftirtekt. Anrlars má gleðjast yfir því, að eiga mann, sem virðist láta sér jafn ant um meðferð dýranna og hr. H. J. — Má ætla, að hann láti eigi óátalið, ef húsakynni þau, er bænd- ur í grend við hann bjóða skepn- um sínum, eru ófullnægjandi og svo léleg, að ekki sé hægt fyrir lang- ferðamenn, að fá þar skýlt einum eða tveimur nautgripum hvað sem á liggur. Viijurn við fullvissa hr. H. J. um það, að ef 3ja vetra naut, frýs til skaða í fjósinu á Framnesi, þá eru líkur til, að skepnum líði illa í Skarðdalskofununi. Pá mætti ekki gleymast, að þakka hr. H. J. velvildina og mannkærleik- ann, þar sem hann kvaðst rita þetta öðrum til viðvörunar og til þess, að láta okkur vita, að eftir þessu hafi verið tekið. Til endurgjalds viljum við ráð- leggja honum sem rithöfupd, að hlaupa ekki um of eftir því sem sagt er, hvorki um Skagfirðinga né aðra menn, og leggja ekki út í, að rita níð um einn né annan, með jafn lélegum heimildum fyrir hendi og í þetta skifti Hofsstöðum 7. ágúst Í918. Jóhannes Björnss., Jón Sigtryggss. Vér undirritaðir, sem erum nágrannar hr. Jóns Sigtryggssonar á Framnesi, og nákunnugir heimili hans, vottum hér með að naut það, er hann ól upp og seldi til Siglufjarðar í sumar, hefir alt af verið vel með farið, eis og aðrar skepnur hans, bæði hvað fóður og aðra aðhlynningu snertir, og ætíð haft sama hús og mjólk- urkýrnar. Tvo síðastliðna vetur, var það notað sem þarfanaut frá allmörgum bæj- um, svo vér erum því kunnugri meðferð nautsins. Síðari veturinn var nautið aldrei leitt burt af heimilinu. en kýrnar jafnan heim til þess. Framnesi 8. ágúst 1918 Þorvaldur Jónsson forðagæðslum. í Akrahr. Sveinn Benediktsson (forðagæslum.) Magnús H. Gíslason, Eiríkur Magnússon, Björn Jónasson, Konráð Arngrímsson. * * * Athugasemd við grein þessa kem- ur í næsta blaði. — Sjávarnargarðurinn þarf viðhald. Eg býst við að flestum Siglfirð- ingum sé það Ijóst, hve mikils virði sjávarnargarðurinn er fyrir kaupstað- inn, en þeim þarf líka að vera það full-ljósf, hversu mikil nauðsyn ber til þess að hann ekki verði látinn eyðileggjast fyrir hirðuleysi og hand- vömm, en það tel eg vafalaust að hann geri, verði honum ekki haldið við. Mannvirki eins og hann, sem ekki er meira í borið, en liggur stöð- ugt undir áföllum af sjó og grjóti þarf auðvitað eftirlit og viðhald, og þess þarf líka stranglega að gæta að hann ekki verði fyrir ágangi'af mannavöldum, og þyrfti meða! ann- ars að banna að taka möl eða grjót nálægt honum. Eg veit að stjórn- endum kaupstaðarins er ljóst að eg fer hér með rétt mál, en eg hefi bara heyrt að þeir álíti kaupstaðnum ekki bera að kosta viðhaldið og skal eg ekki dæma um hverjum ber skylda til þess, en vil bara vekja athygli á því, að Siglfirðingar verða í tíma að hlutast til um að sá er það dæmist á geri tafarlaust það er gera þarf til tryggingar því að garðurinn ekki á parti eyðileggist, því að geri þeir ekki þær ráðstafanir geta þeir treyst því að þær verða ógerðar, og væri þá illa farið ef að þao kostaði stór- skemdir eða alvarlega bilun ágarð- inum. Eg get búist við að einhverjum detti í hug að mér komi þetta mál ekki við, en eg verð að álíta að það snerti mig ekki alllítið, því svo vel þekki eg mennina orðið, að eg teldi vafalítið að nógir yrðu til að kenna þeim er bygðu garðinn um ef bilun ætti sér stað þótt að þeir ættu enga sök á því. Svo taldi eg mér líka skylt að benda á þetta sérstaklega, þar sem eg álít að hann þurfi viðhald strax í sumar. pt. Siglufirði 5. ágúst 1918. Felix Guðmundsson. Fréttir. Seglskip er nýkomið til Rvík með saltfarm til »Kol og Salt.« »Jón Forseti« seldi síðasta fisk- farminn í Englandi fyrir 3500 ster- lingspund. Influenza gengur í Rvík en frem- ur væg. Landsféhirðisstarfinn er laus frá 1. sept. n. k. Árslaun 3000 kr. Hlutaveltu hélt Sjúkrasamlag Siglufjarðar á sunnudagskvöldið var. Fór hún þann- ig fram, að ástæða virðist til að minnast á hana með örfáum orðum. Eyrst og fremst var fullur helming- ur af dráttunum núll, og meginið af því sem átti að heita drættir var lít- ils eða einkis virði. T. d. voru marg- ir drættirnir eitt bréfspjald. og það auðvitað eyðilagt með því að líma á það númerið. Inngangurinn var seldur á 25 aura. Vitanlega getur enginn ætlast til þess, að almenn- ingur græði á þvf að draga á hluta- velturn, sem haldnar eru til þess að styrkja þarfleg fyrirtæki, en áreiðan- legt er, að full-langthefirnefnd sjúkra- samlagsins farið, með því að bjóða upp á slíka hlutaveltuómynd, oger henni það síst til sóma, að ná í peninga með slíku móti, og það hefði hún átt að vita að svo langt má fara í þessu sem öðru, að til- gangurinn helgi ekki meðalið. S. K. FuIItrúi Svíþjóðarvið síld- arkaupin. Síldar og fiskistórkaupmaður Andr. Hövík frá Prándheimi, er væntan- legur hingað til bæjarins í kvöld # frá útlöndum. Er hann hingað send- ur af sænsku stjórninni til þess að taka á móti þeim 50 þús. síldartn. sem Svíar hafa fengið leyfi til að kaupa hér. Hr. Hövík er kunnur hér í Siglu- firði, hefir verið hér yfir síldveiði- tímamn nokkur sumur, (1913 — 1916) og keypt hér síld og látið veiða í stórum stíl.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.