Fram


Fram - 20.08.1921, Blaðsíða 1

Fram - 20.08.1921, Blaðsíða 1
„tefe; ff Oiíufatnaður Kápur, Bux.ir, Ermar, Svuntur Sjóhattar fást hjá Helga Hafliðasyni BPPPPPPPfi Rúsínur, Kúrennui', Purk. Epli, Apricóts, Ferskjur. — Allskon- ar niðursuðuvörur. — Kex ó: sætt. — Tvíbökur. — Hveiti. Páll S. Dalmar. V. ár. r Siglufirði 20. ágúst. 1921. 32. blað. Der er „Sild“ i Siglufjord. —*$*— Der er »Si/ch i Sigiufjord! — Ude nær ved Fjordens Alunding, lige der ved Pyntens Runding staar den tæt i store Stimer; den er set í flere Timer stadig strömme ind fra Nord. Der er *Si/d i Sigíufjord — Der er >Si/d í Sig/ufjordJ — Sö/vglimt overa/t i Vandet, udenfor og tæt ved Landet; Fjorden svömmer he/t af Penge Nu! — men fngen ved hvorlænge, Skynd jer! Skynd jer ned ombord; Der er »Si/d i Sig/ufjord! — Otto Lagoni Beskytteren ---V.y.- *$*- Síldin. Veiði og verkun útlendinga fyrir utan landbelgi hepn- ast vel. Rví var haldið fram af mörgum síð- astl. vor þegar fréttist að Norðmenn og Svíar mundu gjöra út fjölda skipa til síldveiða hér við land og verka utan landhelgi, að alt mundi það verða fálm eitt út í loftið og alt fara í hundana, neitað var staðreyndum undanfarinna ára, og þeir menn álitnir ekki með öllum mjalla, er hinu héldu fram, að framleiðsla þessi mundi lukkast og verða skeinu- hætt markaði íslenskrar síldar, engu síður en þótt engin tilraun hefði verið til þess gjörð, að stökkva út- lendingum úr landi. Á þessu sumri sýna þeir áþreif- anlega að þeir verka síld um borð í skipum sínum með hægu móti, og hefir þó vertíðin að þessu verið mjög illviðrasöm, og lítið um blíður til hafsins. Er ekki annað fyrirsjáan- legt, en að meira verði verkað af islensku síldinni utan landhelg- 'nnar en hvað verkað verður á 'andi hér í ár. ^yrir utan »línuna « er nú þessa daga rekin miklu meiri síldarverkun og síld- arverslunen ílandi.úti á hafinu liggja útlendir síldarkaupmenn á stórum skipum sem lesta fleiri þúsundir ^unna og kaupa fyrir litla peninga Bí*d af minni skipunum, sem búin tru að fiska fullfermi, og hafa svo ekki aðra fyrirhöfn en að læsa nót- inni um síldartorfurnar og kalla með skipslúðrinum á næsta kaup- far, sem síðan sjálft háfar upp síldina, og spara stórfé móts við hin, sem eftir að hafa innbyrt síld- ina sjálf mega eyða kolum eða olíu og dýrmætúm tíma til þess að sigla með aflann í höfn. Hver á svo sök á því hvernig komið er, að síldar-verkun og vezlun er í svo stórkostlegum stíl flutt út fyrir landhelgi íslands? Auðvitað stjórnarvöld voroglög- gjafar. Hversu framleiðsla þessi hefur aukist í ár, má nær eingöngu kenna hinu fyrirhyggjulitlasíldarfrum- varpi sem lagt var fyrir síðasta þíng ásamt einkasöiuheimildinni sælu. Hefði frumvarp þet a aldrei komið fram og þíngið ekxi gefið söluheimildiria. má fullyrða að n;est a/lur flotinn hefði haftaðset- ur í iandi, og fært bæði landi og lýð margvíslegar tekjur. Verður nánar að máli þessu vikið í næstu blöðum. Símfregnir. Rvík 19. ágúst. Tilboð þau, sem brezka stjórnin hafði gert írum, hafa verið birt opinberlega og de-Valera svarað þeim svo, að írar geti ekki gengið að þeim tilboðum, en krefj- íst fullrar viðurkenningar á \jálf- stæði landsins og neiti því, að ír- land muni verða notað til árásar á England. Ressu svarar Lloyd Oeorge svo, að enska stjórnin hafi boðið þau vildarboð, að lengra geti hún ekki gengið og hafi tilboðið komið fram af vinarhug Englendinga; nú gefist írum hið bezta tækifæri til samkomulags, en vilji þeir ekki skeyta því, þá verði þeir að taka afleið- ingunum. — Pétur Serbakonungur er látinn. — Norðmenn leggja fyrir Stórþingið frumvarp til laga um að færa út landhelgislínuna upp í 6 (sjó) mílur og færa þá ástæðu fyrir frv. að með því tnóti verði hægra að koma í veg fyrir smyglun áfeng- is inn í landið.. — Grikkir halda sókn sinni áfram. — Dagmarleik húsið í Kpm.höfn hefir afráðið að leika nýtt leikrit eftir Ouðm. Kamban. Er það gamanleikur og heitir »Ara- bisku tjö)din«. Landsbankinn hefir lækkað vexti ofan í 7%. Fjárausturinn úr ríkissjóði og’ hagur al- mennings. »Nú em ek reiðr« kvaðPórrerhann var staddur í höll Útgarða-Loka og fór halloka í viðskiftum við þann fjöl- kunnuga höfðingja. — Sama segi eg nú og heilir hópar manna, er standa með tvær hendur tómar í atvinnu- litlu landi og sjá höfðingjana éta upp ríkissjóð eðaáusa fé á báða bóga með lítilli fyrirhyggju. Er enginn maður svo grunnhygginn, að ekki sjái að fjárhag þjóðar vorrar er komið mjög i óefni, en þó hafa þingmenn sjaldan eða aldrei farið eins galauslega með fé ríkisins og á síðasta þingi og mörgnm fjárveit- ingum síðasta þings hefði mátt sleppa — fjöldi styrkveitinga til embættismanna hefði mátt vera lægri og milliþinganefndirnar hafa altofmikið fyrirsnúð sinn. Að bæta 4— óþús.krórtum við mann með hægu og vellaunuðu embætti fyiir dá- litlaaukavinnu, það eróþolandieyðsla á fé ríkisins. Og sum embættin ættu að ieggjast niður, t. d. sendiherra- embætíið í K.höfn, enda virðist sá sendiherra ekki hafa nein ósköp að gera, þar sem hann, að sögn, kernur hingað í sumar til þess að veiða lax eðasilung aða hver veit hvað - - kannske flugur! En þetta embætti kostar 32 þús. krónur, Pað væri mikið nær að gera þann mann, sem nú gegnirþessari stöðu, aðeni- bættismanni hérheima, því aðhann er mikilhæfur maður. Pað hefði fyrir löngu átt að vera komin lög um það, að engum væri á ári hverju veitt meira en 12 15 þús. króna laun úr ríkissjóði eða af því opinbera. En nú fá sumir 25—30 þúsund árlega, sem 10 verkamannafjölskyldur komast vel af ineð yfir árið og yrðu fegnar að hafa seni föst laun. Mikill er nú munurinn, Peim er að fækka sein vinna kauplaust eins og Jón Sigurðs- son og fleiri ódauðlegir snillingar, sem saga lands vors geymir sem lýsandi dæmi um ósérplægna ást ti! lands og þjóðar, samfara göfug- mensku og snild. Við höldum hátíð- leg afmæli slíkra manna og lofum þá a ð maklegleikum og hörfnum það, hve illa er farið með suma þeirra. En þó ganga menn enn þá út og setja fætur hverjir fyrir aðra í lífsbaráttunni og margir vilja ekki snúa sér við til gagns landi og lýð nema fyrir ríflega borgun. Fyriilitleg hræsni! Við látum enn þá marga efnilega menn og konur verða aðeins hálfa menn sökum þess, að þeim er ekki hjálpað til að koma fótum undir sig. Á eg hér einkum við listamenn, námsmenn og vinnuveitendur. En svo er mannamunurinn, sem vér gerum. Suma lofum vér og veg- sömum og ausumfé í þá fyrirlítið, en öðrum, sem oft eru jafnsnjallir dýrðlingunum, sendum vér aðeins skammatóninn Gagnrýningin á verk- um þeirra er oft alt of* »partísk«. Vér þurfum að venja oss á meiri sanngirni og jöfnuð gagnvart styrk- veitingum úr ríkissjóði, sem eg vildi að væri svo stór, aðallirgætu fengið nægju sína úr. En því miður er þjóðarbúskapurinn ekki svo góður að vér megum fara gálauslega með fé ríkissjóðs. í æðri stöður þjóðféalagsins ríður mikið á að velja góða og hygna, víðsýna og framgjarna menn, er sjái fótum þjóðarinnar forráð. Pessir menn er einskonar aðalheili þjóðarinnar, sem sumir telja óskeik- ula og væri betur að svo væri. Eg áleit lengi vel að þingmenn og yfirvöld . gengju að störfum sínum með fullri alvöru og innilegri löngun til að gera þjóðinni sem mest gagn, en eftir sögn mun kæruleysi eiga sér stað hjá sumum þeirra. Nægir í því efni að minna á greiuar sr„ Olafs fríkirkjuprests um þetta oer

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.