Alþýðublaðið - 15.03.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.03.1920, Blaðsíða 1
C3-esíid lit af .AJþýðufloLrfkniuii. 1920 Mánudaginn 15. marz 59. tölubl. Framtíö fluglistarinnar á íslandi. Viðtal við ritara Flugfélagsins, cand. Halldór Jónasson. (Niðurl.). Fi'amtíðarstarí' Flugfélagsins. Það, sem Flugfólagið vildi gera ®g Þyrti að geta gert, er að fá fullkomin kynni af hagnýtingu fiugvéla til friðsamlegra starfa í öllum löndum, og það helzt jafn- ótfc og eitthvað væri um slíkt að frétta, og má ekki spara fé um of til þessa. Reynslan hefir þegar sýnt, að það verður margfalt dýr- ara að sækja þekkingu og fram- kvæmdir í hendur útlendra fé- laga (þ. e. láta þau hafa fram- kvæmdir á hendi fyrir okkur og ^erða á þann hátt féþúfa þeirra). Til þess að geta fylgst vel með í þroskun flugiistarinnar erlendis, og til þess að geta gért nauðsyn- iegar flugtilraunir, þyrfti félagið að fá 50 þús. kr. ársstyrk úr lands- sjóði í nokkur ár, og má ætla, að það yrði landinu margfalt 6- dýrara, en að fá reynsluna þá 1yrst, þegar farið verður að nota flugvélar hér til „praktiskra"; öotkana. Má til samanburðar nefna, bve afskaplega við íslendingar böfum tapað á því, að við höfum *°rðið að renna blint í sjóinn hvað ^ótorbátum viðvikur, og heflr sú r«ynsla, er við höfum fengið í keirn efnum, orðið okkur dýrkeypt, Sl«npart af því, að við vissum aUs ekki um þá reynslu, sem íe&gin var erlendis, suœpart af a? þyí að sú reynsla, sem þar ^at. hrökkekki tíl fyrir okkur Isdendinga; það þurfti að koma til leyns]u í þeim efnum, sem var eöein hér á landi, og eg held að •^ rauni flestir játa, að fyrir 'övern tug þúsunda, sem eytfc hefði verið á þann hátt, heíðu sparast jafn mörg hundruð þús- undir króna, að ónefndum þeim mannslífum, sem sparast hefðu". Síðasta spurningin, sem Alþbl. leggur fyrir ritara flugfélagsins, er hvort hann hafi ekki verið hrædd- ur í fyrra, þegar hann flaug héð- an úr Reykjavík til Vestmanna- eyja með flugmanninum Faber. „Eg held mér sé óhætt að segja*, svarar hann, „að eg hafi ekkí verið það. Auðvitað var mað- ur töliivert spentur á köflum, þeg- ar verið var að fara yfir svæði, þar sem maður vissi að ómögu- legt var að lenda, ef eitthvað yrði að vélinni, t. d. þegar við vorum yfir Helliskeiði og yfir sjónum milli Vestmannaeyja og meginlandsins. Annars ber flestum saman um, að manni flnnist mað- ur vera fullkomlega tryggur, þeg- ar maður er kominn upp í flug- vél, og efast eg ekki um, að þeg- ar farið verði að nota flugvólar hér fyrir alvöru, muni jafnvel þeir, sem lífhræddastir eru, ekki hika við að fara upp í flugvél, þegar þeim liggur mikið á að skreppa eitthvað, sem þeir ekki komast í bifreið". 81 rámstæði hafa verið smíð- uð og eru komin á Barnaskólann. Auk þess eru þar 13 írá í fyrra. Fleiri munu ekki verða smiðuð, 'þar eð timburlaust er í bænum. Hjónaband. Á laugard. voru gefin saman í hjónaband Þórunn Stefánsdóttir og Franz Ágúst Ara- son sjómaður. Xaup hækkar. Eins og sést af augl. á öðrum staS hér í blaðinn, hafa verkamenn og atvinnurekendur komið sér saman um að hækka tímakaup verka^ manna upp í kr. 1,30 á klst. Kaup var síðast ákveðið meft samningi 25. okt. s.l. kr. 1,16 á kl.st., og mátti hækka það í fyrsta. sinn 1. febr. 8.1. ef nauðsynjavör- ur þær, sem nefndar eru í samn- ingnum, hefðu hækkað í verði um 5°/o eða meira að meðaltali, eftir skýrslu Hagstofunnar í janúar. Em á því timabili nam hækkunin ekkí svo miklu. Næsfca regluleg kaup- hækkun gat eftir samningnum bygst á skýrslun . Hagstofunnar fyrir aprílmánuð n.k. Eftir því gátu verkamenn þó nauðulega beðið, því verð á nauðsynjavörum hækkaði, sem kunnugt er, stór- kostlega í febrúar, og því fóra verkamenn fram á þessa bráða- birgðahækkun, sem einnig var heimilt eftir samningnum. Hefir orðið gott samkomulag um þetta milii málsaðila, og má vænta þess að svo verði íram- vegis, meðan svo sanngjarnir menn og forsjálir sem þessir fara með samninga. g. Sóttkvíun einstalira htisa lisett. í fyrrakvöld urðu sóttvarnarT nefndir bæjarins, heilbrigðisnefnd. og inflúenzunefnd sammála um. það, á fundi, er þær hóldu, að hætta sóttkvíun einstakra húsa. Samkomubanninu og skólalokun holdur þó ennþá áfram, eins og sjálfsagt er, og allar sóttvarnir út, á yið. Kaffihús mega nú vera ophx frá kl. 8 á morgnana til kl. 81, kvöldin, þó með takmarkaðri töla gesta í einu, . < , ^.stæðumar. til þess að sótt- kvíun er hætt eru, þar eð:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.