Alþýðublaðið - 05.02.1927, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 05.02.1927, Qupperneq 3
aLÞÝÐUBLAÐIÐ 8 petta þrönga orðl í víðri meikingu, menn, sem eru að miðla mér af útsýn sinni yfir víðerni mannlífs- ins. Einn segir mér sögu af sjó- ferð, sem hann fór fyrir mörgum árum. Annar segir mér af dýrlegri konu, sem hann kyntist í útlönd- um í fyrra. Þriðji pykist hafa komist í kynni við manndrápara, sem var bæði pjófóttur og lyginn. Fjórði segir mér frá hlægilegu ástaræfintýri, sem gerðist yfir stigagati einhvers staðar uppi í bæ í morgun. Fimti segir mér harmsögu af konu, sem misti mann sinn og barn fyrir tveim dögum; pau liggja á börunum. Sjötti sá Esjuna í tunglsljósi milli húsa innan af Hverfisgötu og tal- ar um petta í órímuðum ljóðum. Þér takið mig á orðinu og spyrjið; Eru pá alt petta skáld- sögur ? Þá lýsi ég yfir pví, að pað skiftir mig í rauninni minstu; ég get bara fullyrt, að sögur manna yfirleitt eru eins merkilegar og skáldsögur. Gildi sögu fer yfir- Jeitt ekki eftir pví, hvort hún er sönn eða login, heldur eftir pví, livernig hún er sögð, og náttúr- lega eftir hinu, hverja sýn hún opn- ar úty.irvíðernimannlífsins. Saga, sem gefur bezta sýn yfir víðerni mannlífsins, er áreiðanlega sönn- ust, hvort heldur hún segir frá Don Quixote, sem margir halda að hafi ekld „verið til“, eða Na- poleoni mikla, sem ýmsir álíta að hafi „verið til“. Historisk data eru vitanlega góð á sínum stað, en pegar um frásögn er að ræða, pá skiftir ekki framar neinu máli, hvort ttm er að ræða tilbúning eða veruleik. Dante segir ferðasögu sína úr Helvíti, hreinsunareldin- um og Himnaríki; Ebbe Korne- rup hefir skrifað ferðasögu um Indlandseyjar. Nú segir einhver, að munurinn á pessum tveim ferðasögumönnum sé sá, að Dan- te hafi logið upp sínu ferðalagi, en Ebbe farið í eigin persónu til Indlandseyja, sem sannanlegt sé samkvæmt bókum eimskipaiélags- ins, par sem hann keypti far- miðann sinn. Ég segi, að mun- urinn á ferðasögum Dantes og Kornerups sé sá, að ferðasaga Dantes opni mér dýpri sýnir inn í víðerni mannlífsins. Fyrir pessu skyldi enginn halda, að ég hefði einhverjar skoðanir í pá átt, að allar sögur séu sannleikur, bæði Notið VI-TO. Sparar fé og erHði. tilbúnar og lifaðar. Ég hefi ekki einu sinni pá skoðun heldur, að allar sögur séu skáldskapur, bæði tilbúnar og lifaðar. Hitt skal ég játa, að einu sinni ætlaði ég að fara að lesa veraldarsöguna í 15 bindum. Eftir miklar prekraunir gugnaði ég loks í miðju oðru bindinu. Það er pað aumasta slúð- ur, sem ég hefi nokkurn tíma lesið á æfi minni, -— einmitt vegna pess, að aumingja menn- irnir skrifuðu auðsjáanlega alt í peirri barnalegu trú, að peir væru að fara með sannleik. Ef ég hefi nokkra skoðun á hlutunum, mið- uðum við pessi hugtök, pá er hún sú, að alt, sem menn segja og skrifa, sé bæði sannleikur og lygi í senn, eða pó öllu heldur hvorugt. Annars er mér nauða- illa við að miða hlutina við pessi barnalegu hugtök. Hið eina, sem skírskotar til athygli minnar, peg- ar ég heyri rnenn tala eða les skrif peirra, er persónuleikurinn, einstaklingseinkennin, maðurinn: hvað hann sér, hvernig hann sér, og út frá hvaða áhugamálum hann dæmir um hlutina. Eini ís- lenzki rithöfundurinn, sém mér pykir nokkurs verður frá síðari tímum, er Eiríkur Ólafsson frá Brúnum. Ég skipa honum hæst af pví, að hann hefir haft á mig göfugust áhrif hérlendra rithöf- unda. Menn eru misjafnlega góð skáld, og petta kemur ljóst fram í orðum peirra og athöfnum. Ekk- ert starf er til, sem ekki er list- grein. Die Ásthetik der einen Kunst ist die der anderen; nur das Materiale ist verschieden (R. Schumann.) Maður, sem leggur út i fyrirtæki, verður að neita í- myndunarafls. Þó er ímyndunar- aflið annars eignað skáldunum. Þegar maður segir öðrum frá við- burði, sem hann hefir lifað, eða einhverri sýn, sem hefir hrifið hann, eða einhverri vitleysu, sem honum hefir dottið í hug, pá er hann kominn inn á svið sagnlistar eða ljóðrænu. Þegar maður reyn- ir að ganga sem snoturlegast frá verki sínu, pá hagar hann sér eftir fagurfræðilegum lögmálum, sem fólki er annars tamast að á- líta skáldin hafa einkaleyfi á, og svo framvegis. Því fer fjarri, að maður, sem semur skáldsögur eða Ijóð, sé meira skáld en hver ann- ar. Það er ekki nema hending ein, ef góð skáld leggja fyrir sig að rita pað, sem peir hugsa. Beztu skáldin, sem heimurinn hefir átt, hafa sennilega aldrei sett orð á blað; peir hafa beitt hæfileikum sínum í pá átt, sem Vilhjálmur Stefánsson kallar „the poctry of deeds.“ Halldór Kiljan Laxness. Ussi d&gpnn og veginn. Næturlæknir er í nótt Kjartan Ólafsson Lækjargötu 4, sími 614, og aðra nótt Katrín Thoroddsen, Vonar- srtræti 12, sími 1561. „Vefarinn inikli frá Kasrnír", skáldsaga eftir Halldór Kiljan Laxness, er nú farin að koma út. Verður hún gefin út í átta bókum, og er hin fyrsta fullprentuð. Tvær verða útgáfurnar: bókavina og ál- pýðu. Nokkur eintök munu enn vera óseld af bókavinaútgáfunni. Áskrifendalistar liggja frammi í bókaverzlunum Sigfúsar Ey- mundssonar og ísafoldar. Öll á bókin að vera komin út innan tveggja mánaða. Stjörnufélagið heklur fund á morgun kl. 3V2. Grétar Ó. Fells flytur erindi. Guð- spekifélagar eru velkomnir. „Frumhlaup" stjórnar Búnaðarfélags islands og tilbúinn áburður" heitir bók, sem Sigurður Sigurðsson búnað- armálastjóri hefir ritað og er komin út og seld á götunum í dag. Togararnir. „Njörður" kom af veiðum í morgun með 700 kassa ísfiskjar og 10 smálestir saltfiskjar. Fer hann fyrst á veiðar aftur, en síð- an til Englands. „Valpole" úr Hafnarfirði á að fara á veiðar bráðlega. Hann kom hingað i gær til að fá kol. Skipafréttir. Kolaskip kom hingað í gær til „Kola & Salts“. „Goðafoss" fer héðan í kvöld kl. 6 áleiðis til Englands og Hamborgar. Listaverkasafn Einars Jónssonar verður opið á morgun kl. 1—3. Næturvörður er næstu viku í lyfjabúð Reykjavíkur. Messur á morgun: I dómkirkjunni kl. 11 séra Bjarni Jónsson (altarisganga), kl. 5 séra Friðrik Hallgrímsson. 1 fríkirkjunni kl. 2 séra Árni Sig- urðsson, kl. 5 Haraldur prófess- or Nlelsson. ! Landakotskirkju kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðs- pjónusta með predikun. 1 Aðvent- kirkjunni kl. 8 e. m. predikar séra O. J. Olsen um safnaðabréfin sjö. - - í Sjómannastofunni kl. 6 e. m. guðspjónusta. Allir velkomnir. — 1 Spítalakirkjunni (kap.) í Hafnar- firði kl .9 f. m. söngmessa, kk 6 e. m. guðspjónusta með pre- dikun. Eigum við rétt á Grænlandi eða eltki? Um pað efni flytur Guðbr. Jóns- son erindi fyrir alpýðufræðslu Stúdentafélagsins á morgun í Kauppingssalnum kl. 2 e. h. (Lyft- an verður til afnota frá kl. Það eru fáar raddir, sem heyrast á móti Grænlandssinnum, en Guð- brandur er andvígur peim, og er fróðlegt að heyra, hvað hann hefir fram að færa íyrir sínum málstað, enda hugsa margir íslendingar nú um pað mál. Siðasti fyrirlestur Sigurðar Sig- urðssonar búnaðarmálastjóra verður haid- inn á morgun kl. 3V2 í Iðnaðar- mannahúsinu. Þá talar hann um ýmsa merkisstaði hér á landi og sýnir skuggamyndir af peim. — Af skuggamyndunum, sem sýnda* verða, eru nokkrar frá Hallorms- staðar- og Fnjó: kadals-skógum, og aðrar, er sýna uppblástur og sandgræðslu. Þá eru margar bæjamyndir víðs vegar að af landinu, t. d. af hinum fornu sögustöðum, Bergpórshvoli, Reyk- holti, Munkapverá, Kirkjubæjar- klaustri o. fl. Þá eru margar myndir, er sýna breytilegt bygg- ingalag til sveita, frá hinu elzta, sem nú er til, og fram að síðustu tímum. Þessar myndir eru úr öll- um iandsfjórðungum. Þá era myndir frá búnaðarskólunum, bændaförinni, tilraunastöðvunum. áveitunum, heystöríum fyrr og nú, verkfærum o. m. fl. Alls verða sýndar um 60 skuggamyndir. — Samtímis og myndirnar verða sýndar, munu pær skýrðar og tal- að um nýjungar og síeínur í bún- aðarmálum vorum. Aðgöngumið- ar fást í Iðnaðarmannahúsinu í dag kl. 6—8 og við innganginn. Hált er nú rnjög hér á götunum, og er nauðsyn á, að fleiri en prír hestvagnar séu tii að aka í sandi á pær, pegar svo stendur á. Má ekki horfa í að fá fljótvirkari tæki eða a. m. k. ij 'dga peim, pvi að hæg'ega geta slys hlotist af hálkunni. Safnaðarfundur. Aða’fundur fr kirkju afnaða ins hér í borginni verðar haldinn i frikirkjunni í. kvöld kl. 8. Hljómsveit Reykjavikur . heldur 4. hljömleika sína í vetur á morgun kl. 4 í Njja Bíó. Veðrið. Hiti mestur 6 stig, minstur 2 stiga frost. Átt víðast austlæg. Hvassviðri í Vestmannaeyjum. Annars staðar lygnara og logn á Akureyri og Seyðisíirðí. Dey. a hér

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.